Hvernig hreinsar maður kælikerfið í Grand Cherokee? Er betra að nota heitt frekar en kalt vatn? Einhver efni til að skola það út.
Það er komið talsvert svona vatnsgutl þegar ég hef sett í gang og keyri af stað og svo aðeins þegar ég gef honum inn til að byrja með.
Gæti þetta ekki verið drulla í kælikerfinu?
Mbk Trausti
Hreinsun k.kerfis í JEEP
Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP
mun líklegra að það vanti á kerfið og þú heyrir í loftbólum sem myndast t.d. vegna leka á kælikerfi eða ónýtra heddpakkninga.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP
Freyr wrote:mun líklegra að það vanti á kerfið og þú heyrir í loftbólum sem myndast t.d. vegna leka á kælikerfi eða ónýtra heddpakkninga.
Það sem hann sagði
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP
Þetta er svona í bílnum hjá mér líka, er með 4.0 lítra vélina, það heyrist smá gutl hjá mér í miðstöðvarlögnunum. Varstu nokkuð að skipta um kælivatn ? Það getur verið doldið erfitt að lofttæma kælikerfið almennilega á þessum bílum.
Það er ekki langt síðan ég skipti út kælivatninu á kerfinu hjá mér og núna þarf ég öðru hvoru að bæta smá vatni á hann, kannski er loft inn á kerfinu eða þá að hann er að tapa smá vatni einhvers staðar (giska á vatnskassann). Held að þetta sé ekki heddpakkning því þá myndi sjóða fljótt á honum.
Það er ekki langt síðan ég skipti út kælivatninu á kerfinu hjá mér og núna þarf ég öðru hvoru að bæta smá vatni á hann, kannski er loft inn á kerfinu eða þá að hann er að tapa smá vatni einhvers staðar (giska á vatnskassann). Held að þetta sé ekki heddpakkning því þá myndi sjóða fljótt á honum.
Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP
Það vantaði á kerfið. Fannst örlítið smit með hosu og síðan hefur ekki borið á neinu.
Kv. Tberg
Kv. Tberg
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur