Hreinsun k.kerfis í JEEP

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Hreinsun k.kerfis í JEEP

Postfrá TBerg » 30.apr 2012, 12:38

Hvernig hreinsar maður kælikerfið í Grand Cherokee? Er betra að nota heitt frekar en kalt vatn? Einhver efni til að skola það út.

Það er komið talsvert svona vatnsgutl þegar ég hef sett í gang og keyri af stað og svo aðeins þegar ég gef honum inn til að byrja með.

Gæti þetta ekki verið drulla í kælikerfinu?

Mbk Trausti



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP

Postfrá Freyr » 30.apr 2012, 16:46

mun líklegra að það vanti á kerfið og þú heyrir í loftbólum sem myndast t.d. vegna leka á kælikerfi eða ónýtra heddpakkninga.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP

Postfrá Startarinn » 30.apr 2012, 21:28

Freyr wrote:mun líklegra að það vanti á kerfið og þú heyrir í loftbólum sem myndast t.d. vegna leka á kælikerfi eða ónýtra heddpakkninga.


Það sem hann sagði
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP

Postfrá AgnarBen » 05.maí 2012, 15:35

Þetta er svona í bílnum hjá mér líka, er með 4.0 lítra vélina, það heyrist smá gutl hjá mér í miðstöðvarlögnunum. Varstu nokkuð að skipta um kælivatn ? Það getur verið doldið erfitt að lofttæma kælikerfið almennilega á þessum bílum.

Það er ekki langt síðan ég skipti út kælivatninu á kerfinu hjá mér og núna þarf ég öðru hvoru að bæta smá vatni á hann, kannski er loft inn á kerfinu eða þá að hann er að tapa smá vatni einhvers staðar (giska á vatnskassann). Held að þetta sé ekki heddpakkning því þá myndi sjóða fljótt á honum.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Re: Hreinsun k.kerfis í JEEP

Postfrá TBerg » 12.nóv 2012, 19:54

Það vantaði á kerfið. Fannst örlítið smit með hosu og síðan hefur ekki borið á neinu.

Kv. Tberg


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur