Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Er með toyotu lc hj60 árg 88 turbo .Það sem er að angra mig er þegar ég er að keyra á 80-90 km hraða fer hann að flögta og lysir sér þannig að það er eins maður gefi inn og sleppir gjöf og gefi inn og sleppir.Maður verður dálítið þreittur á þessu á langkeyslu. Kv Rúnar.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
mér heyrist þetta hljóma eins og hann sé að soga loft einhversstaðar inná olíulögnina.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Ég skoða þetta takk fyrir. Kv Rúnar.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Hráolíusía?
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sæll Rúnar. Byrjaðu að kíkja á gorminn utan á olíuverkinu, þennan sem dregur olíugjöfina til baka og athugaðu hvort hann sé nokkuð orðinn slappur. Síðan eru þekktar "spennuinngjafir" í þessum bílum sem myndast vegna mismunandi hreyfinga mótors og boddys. Þessar inngjafir eru reyndar algengari á lágsnúning en á 1800 - 2000 snúningum eins og þessar vélar eru að snúast á 90 - 100. Þessar inngjafir eru "spastískar" þannig að þær halda áfram ef þær ná að byrja nema að þú hreyfir olíugjöfina eitthvað sjálfur, þá hætta þær yfirleitt en geta svo komið aftur. Ráðið til að laga þetta er að lengja í barkanum í olíugjöfinni,(gert niður við olíuverk) það þarf lítið kannski bara 2 - 3 mm og betra er að gera minna í einu og prófa þá frekar að lengja meira ef það lagast ekki. Svo eins og bent var á hér að ofan er hugsanlegt að hann dragi loft eða hráolíusían skítug, athugaðu að það er grófsía á olíulögninni undir miðjum bíl sem gæti verið full af drullu. Upp úr olíutankinum koma tvö rör úr eir, anað fyrir bakflæðið og hitt fyrir fæðinguna að olíuverki. Þar gæti verið komin sprunga í beigjuna á fæðirörinu og dregið loft þar. Samt hef ég ekki mikla trú á að þetta orsakist af því að hann dragi loft en auðvitað getur það verið. Vonandi hjálpar þetta eitthvað til að finna útúr þessu, annars eru þessir bílar bara snilldar jeppar, búinn að eiga einn svona lengi.
Kv Beggi
Kv Beggi
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
sæll Beggi þú ert að tala um gorma við oliu verkið það hefur annar maður nefnt það við mig en það eru eingvir gormar við þetta oliuverk,búin að skifta um hráoliusíuna en einhver spekingurinn sem átti bílinn í den hefur tekið hana .En úr oliu gjöfinni kemur armur í stykki sem er á hvalbaknum þar smellist barkinní ,það er komið slit í þetta stykki hvort það hefur áhrif.Kv Rúnar.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
oliusían sem er búið að taka úr er sían undir miðjum bíl.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sæll Rúnar. Inngjafarbarkinn tengist í arm utan á olíuverkinu eða "inngjafarhúsinu" sem er aftan við olíuverkið. Á þessum armi er eða á að vera toggormur til að draga arminn til baka og slá af gjöfinni. Ef hann er of slakur getur komið flökt í þennan arm sem mér dettur í hug að geti valdið þessu hjá þér. Ef þessi gormur slitnar, hann hefur gert það hjá mér, þá fer bíllinn í botn því hjá mér amk. er ekkert annað sem dregur olíugjöfina til baka. Annars er þér velkomið að hringja í mig (894-9786) ég get kannski skýrt þetta eitthvað betur út þannig. Ég er búinn að stríða dálítið við þessar sem ég kallaði "spastísku" inngjafir og mér detta þær einna helst í hug hjá þér fyrst bíllinn hegðar sér svona.
Ég tek það samt fram að ég er bara sjálfsbjargarviðleitnis viðgerðamaður sem hef ekkert lært annað en það sem reynslan hefur kennt mér, en það hefur samt dugað mér til að þess minn bíll hefur ekki þurft að fara á verkstæði ég hef getað gert við allt í þessu sjálfur.
Kv Beggi
Ég tek það samt fram að ég er bara sjálfsbjargarviðleitnis viðgerðamaður sem hef ekkert lært annað en það sem reynslan hefur kennt mér, en það hefur samt dugað mér til að þess minn bíll hefur ekki þurft að fara á verkstæði ég hef getað gert við allt í þessu sjálfur.
Kv Beggi
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sælir, ég á einn með sama vandamál og sömuleiðis hann karl faðir minn, við tókum eftir því að það eiga að vera tveir gormar, annar fyrir innan "inngjafarhúsið" og hinn fyrir utan, þeir eiga að vera í gúmmíhulsu, erfitt er að sjá greinilega innrigorminn þar sem huslan felur hann vel. Ég var að fikta mig áfram með að finna stífan gorm til að bíllinn myndi hætta þessu endalausa hoppi, setti einn og hann skánaði örlítið, þyrfti sem sagt stífari gorm, en það þarf að passa upp á að það sé álíka hulsa upp á gorminum svo að hann detti ekki af sem upprunalegi gormurinn hefur greinilega gert.
Vona að við lC hj60-61 eigendur komist að góðri niðurstöðu hvað þetta mál varðar.
Kv.Guðjón S
Stoltur eigandi af LC Hj-61 árg 88, endurgerður og flottur.
Vona að við lC hj60-61 eigendur komist að góðri niðurstöðu hvað þetta mál varðar.
Kv.Guðjón S
Stoltur eigandi af LC Hj-61 árg 88, endurgerður og flottur.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sæll Guðjón já það er rétt hjá þér að gormarnir eiga að vera tveir og í þessari gúmíhulsu. Þannig gorma er hinsvegar frekar snúið að finna fannst mér amk þegar gormurinn fór hjá mér. Ég leitaði í umboðinu, bílabúðum og öllum búðum sem mér datt í hug að seldu svona gorma en endaði á því að nota hulsulausa gorma. Ég er endalaust að reyna að finna lausn á þessu hökti á lágsnúningi og besta árangrinum náði ég þegar ég lengdi olíugjafarbarkanum niður við olíuverk. Kannski liggur þetta að einhverju leiti í sliti í stífufóðringum á afturhásingunni, þó finnst mér það ólíklegt. Ég ætla að setja hérna tölvupóst sem fór milli okkar Leó M Jónssonar varðandi þetta mál fyrir ári eða svo.
Sæll Leó. Ég ek 1988 árgerð af Toyota Landcruiser með 12-HT vélinni og breyttum fyrir 38"dekk. Það er að velflestu leyti fínasti bíll og sá hagkvæmasti jeppi sem ég hef átt, meðal eyðsla hjá mér er um 12 lítrar/100 á 38" dekkjum, eitt pirrar mig samt svolítið við hann og ég hef heyrt að minn bíll sé síður en svo einsdæmi. Málið er að mótorinn á það til að hökta á hægum snúning og stundum nokkuð mikið. Þetta hökt versnar bara ef maður gefur inn, best er að stíga á kúplinguna og sleppa henni rólega aftur og þá hættir þetta. Ef maður er í fyrsta gír þegar þetta gerist geta þá hreinlega heggur bíllinn sig áfram. Þetta er hálf leiðinlegt því vélin er lágsnúningsvél, túrbína kemur inn við 1000 - 1100 snúninga og vinnur best frá 1200 - 2200 snúninga. Í bílnum er ný kúpling og nýuppgerður gírkassi ásamt afturdrifi þannig að drifrásin ætti að vera í nokkuð góðu lagi. Á afturhásingunni er sk. 3-link svipað og í Range Rover og virðast allar fóðringar vera í góðu lagi. Þá er fyrsta hugdetta hjá mér lélegir mótorpúðar, en við skoðun og hreyfingu með kúbeini virðast þeir vera stífir og góðir. Gírkassapúðarnir voru endurnýjaðir þegar gírkassinn var tekinn upp. Fyrir nokkrum árum átti kunnungi minn svona bíl með sama vandamáli. Hann sagði mér eftir einhverjum sem hann þekkti að þetta hefði verið lagað í einhverjum bílum með því að skipta um olíugjöfina þe. pedalann og vírinn, og sett úr eldri árgerð af bíl. Ég held þetta samt einhverja draugasögu því ekki er annað að sjá en að þessir hlutir séu eins í eldri bílunum og mínum. Kannast þú eitthvað við þetta vesen úr þessum bílum eða kannt þú einhver ráð til að laga þetta. Ég hef reyndar komið mér upp þannig keyrslulagi að þetta er frekar sjaldgæft en kemur samt alltaf við og við.
Og Leó svaraði fljótt og vel, hjálpsamur maður þar á ferð.
Þessum hnökrum valda inngjafir. Í þínu tilfelli eru þær sennilegast af völdum spennu í bílnum. Bílar, ekki síst jeppar, þurfa að vera sveigjanlegir, vélin hreyfist á gúmmípúðum, grindin bregst við ýmsu álagi með því svigna og vindast. Þegar of mikil spenna er á sambandinu á milli inngjafarpedala og inngjafargaffalsins á olíuverkinu valda þessar eðlilegu hreyfingar vélar, yfir- og undirvagns örlitlum inngjöfum. Sjálfvirku inngjafirnar eru ,,spastískar“ og valda því hnökrum.
Barki er á milli inngjafarpedals og olíuverks. Sé ekki hægt að lengja í honum með stillingu (2 mm geta nægt) þarf að taka til annarra ráða; breyta festingu við olíuverk (beygja eða endurbæta) þannig að fjarlægðin á milli inngjafargaffals og enda barkans aukist – en við það eykst slakinn á vírnum.
Prófaðu að breyta þessu – en gerðu lítið í einu því of mikið getur valdið nýjum vandamálum.
Kv.
L.M.J.
Eftir þetta svar frá honum sem staðfesti svosem það sem ég hélt um þetta þrautleiðinlega mál lengdi ég í barkanum og bíllinn lagaðist mikið, en hætti þessu samt ekki alveg. Ég finn hinsvegar ekkert fyrir svona flökti á keyrslu á 90 km hraða.
Gott í bili en hjálpumst endilega að við að leysa þetta vesen.
Kv Beggi
Sæll Leó. Ég ek 1988 árgerð af Toyota Landcruiser með 12-HT vélinni og breyttum fyrir 38"dekk. Það er að velflestu leyti fínasti bíll og sá hagkvæmasti jeppi sem ég hef átt, meðal eyðsla hjá mér er um 12 lítrar/100 á 38" dekkjum, eitt pirrar mig samt svolítið við hann og ég hef heyrt að minn bíll sé síður en svo einsdæmi. Málið er að mótorinn á það til að hökta á hægum snúning og stundum nokkuð mikið. Þetta hökt versnar bara ef maður gefur inn, best er að stíga á kúplinguna og sleppa henni rólega aftur og þá hættir þetta. Ef maður er í fyrsta gír þegar þetta gerist geta þá hreinlega heggur bíllinn sig áfram. Þetta er hálf leiðinlegt því vélin er lágsnúningsvél, túrbína kemur inn við 1000 - 1100 snúninga og vinnur best frá 1200 - 2200 snúninga. Í bílnum er ný kúpling og nýuppgerður gírkassi ásamt afturdrifi þannig að drifrásin ætti að vera í nokkuð góðu lagi. Á afturhásingunni er sk. 3-link svipað og í Range Rover og virðast allar fóðringar vera í góðu lagi. Þá er fyrsta hugdetta hjá mér lélegir mótorpúðar, en við skoðun og hreyfingu með kúbeini virðast þeir vera stífir og góðir. Gírkassapúðarnir voru endurnýjaðir þegar gírkassinn var tekinn upp. Fyrir nokkrum árum átti kunnungi minn svona bíl með sama vandamáli. Hann sagði mér eftir einhverjum sem hann þekkti að þetta hefði verið lagað í einhverjum bílum með því að skipta um olíugjöfina þe. pedalann og vírinn, og sett úr eldri árgerð af bíl. Ég held þetta samt einhverja draugasögu því ekki er annað að sjá en að þessir hlutir séu eins í eldri bílunum og mínum. Kannast þú eitthvað við þetta vesen úr þessum bílum eða kannt þú einhver ráð til að laga þetta. Ég hef reyndar komið mér upp þannig keyrslulagi að þetta er frekar sjaldgæft en kemur samt alltaf við og við.
Og Leó svaraði fljótt og vel, hjálpsamur maður þar á ferð.
Þessum hnökrum valda inngjafir. Í þínu tilfelli eru þær sennilegast af völdum spennu í bílnum. Bílar, ekki síst jeppar, þurfa að vera sveigjanlegir, vélin hreyfist á gúmmípúðum, grindin bregst við ýmsu álagi með því svigna og vindast. Þegar of mikil spenna er á sambandinu á milli inngjafarpedala og inngjafargaffalsins á olíuverkinu valda þessar eðlilegu hreyfingar vélar, yfir- og undirvagns örlitlum inngjöfum. Sjálfvirku inngjafirnar eru ,,spastískar“ og valda því hnökrum.
Barki er á milli inngjafarpedals og olíuverks. Sé ekki hægt að lengja í honum með stillingu (2 mm geta nægt) þarf að taka til annarra ráða; breyta festingu við olíuverk (beygja eða endurbæta) þannig að fjarlægðin á milli inngjafargaffals og enda barkans aukist – en við það eykst slakinn á vírnum.
Prófaðu að breyta þessu – en gerðu lítið í einu því of mikið getur valdið nýjum vandamálum.
Kv.
L.M.J.
Eftir þetta svar frá honum sem staðfesti svosem það sem ég hélt um þetta þrautleiðinlega mál lengdi ég í barkanum og bíllinn lagaðist mikið, en hætti þessu samt ekki alveg. Ég finn hinsvegar ekkert fyrir svona flökti á keyrslu á 90 km hraða.
Gott í bili en hjálpumst endilega að við að leysa þetta vesen.
Kv Beggi
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sæll Beggi ertu hér á höfuðborgarsvæðinu, ég þarf eiginlega að hitta bara á þig og skoða þetta.Kv Rúnar.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Nei ég bý á suðurnesjunum, en er svo sem oft að flækjast í bænum og vinn þar þannig að við ættum nú að geta hist einhverntíman
Kv Beggi
Kv Beggi
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Sæll Beggi ég er líka á suðurnesjum kv Rúnar.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Nú jæja, þá ætti þetta að vera lítið mál hjá okkur ;)
Kv Beggi
Kv Beggi
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Beggi númerið mitt er 6612558 vertu í sambandi svo ég geti hitt þig.Kv Rúnar
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
Jæja strákar, hver var niðurstaðan hjá ykkur, endilega miðlið upplýsingum.
Re: Toyota lc hj60 flögt í keyrslu.
einhvernveginn hefur þessi síðasti póstur frá Rúnari farið framhjá mér, en mín niðurstaða hefur svosem komið fram og minn bíll er að mestu læknaður af þessari höktveiki.
En Rúnar, síminn minn er 8949786 ef þú hefur ennþá áhuga á að kíkka ófan í húddið hjá mér og ég bý upp í Ásbrú
Kv Beggi
En Rúnar, síminn minn er 8949786 ef þú hefur ennþá áhuga á að kíkka ófan í húddið hjá mér og ég bý upp í Ásbrú
Kv Beggi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur