Sprengisandur

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Sprengisandur

Postfrá Rúnarinn » 28.júl 2010, 00:23

Vitið þið hvernig er um á sprengisandi þessa dagana??'



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur

Postfrá hobo » 28.júl 2010, 14:49

Neibb :)

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Sprengisandur

Postfrá Tómas Þröstur » 29.júl 2010, 09:28

ja.. ætli hann sé ekki orðin ansi grófur á þessum tíma enda mikið ekin - þvottabretti og tilheyrandi sérstaklega sunnan megin myndi ég halda. Ár eru ekki vandamál nema í leysingum.


ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Sprengisandur

Postfrá ThOl » 29.júl 2010, 21:53

Fór Sprengisand fyrir tveimur vikum. Fyrir sunnan Tómasarhaga er vegurinn grófur og leiðinlegur eins og venjulega og nóg úrval af þvottabrettum, norðanmegin aðeins skárra. Með lítið í dekkjum er hægt að komast sæmilega af!
Kv
ÞÓ

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur

Postfrá hobo » 30.júl 2010, 08:26

Gott að vita, ég þarf að skrölta þetta í ágúst.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur

Postfrá hobo » 30.júl 2010, 09:14

Ahh ég hefði kannski ekki átt að vera að auglýsa ferðir mínar..


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Sprengisandur

Postfrá Grétar » 31.júl 2010, 11:51

Ég keyrði suður Sprengisand í gærkvöldi. Mér fannst hann ekkert svo slæmur. Fannst hann grófastur frá Bárðardal og suður að Kiðagili, eftir það var hann nokkuð góður. Auðvitað eru alltaf kaflar með þvottabrettum, en það voru ekki langir kaflar.

Mér fannst skelfilegustu þvottabrettin vera þegar ég kom niður á upphækkaðan og beinan veginn síðasta spottan fyrir malbikið, en kannski er það að hraðinn var þá meiri.
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Sprengisandur

Postfrá Tómas Þröstur » 04.aug 2010, 13:00

Nýkominn af Sprengisandi og það er rétt vegurinn hefur verið verri og grófari en það er djúpur áll í ánni við Tómasarhaga núna. Heitt hefur verið og leysingar á jökli og hefur áin grafið sig niður í djúpan ál á stuttum kafla. Þannig var það allavega í gær og ekki sama hvar farið er yfir.

Á mánudag keyrðum við fram á eldri erlendan mann - sem stóð við L200 dísiljeppa við árbakkann við fyrstu alvöru ánna á Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls sem komið er að þegar ekið er frá Nýjadal. Ennþá var hann þar daginn eftir, þriðjudag, og þá búin að bíða í allavega tvo sólarhringa - fyrst eftir rescjutím á sunnudag til að draga hann upp úr ánni - bíllinn hafði stoppað í henni og vélin drepið á sér, flaut yfir framsætið þegar bíllinn fór að halla í ánni - síðan eftir bifvélavirkja á mánudag og að lokum eftir dráttarbíl á þriðjudag. Dráttarbíllinn var fjórhjóladrifin ca 10 tonna Man vörubíll. Það er líklega alltaf að verða dýrara og dýrara og meira og meira vesen að vera jeppaeigandi á fjöllum í dag.
Viðhengi
Móði 109.jpg
Móði 066.jpg

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur

Postfrá hobo » 04.aug 2010, 13:20

Tómas Þröstur wrote:Nýkominn af Sprengisandi og það er rétt vegurinn hefur verið verri og grófari en það er djúpur áll í ánni við Tómasarhaga núna. Heitt hefur verið og leysingar á jökli og hefur áin grafið sig niður í djúpan ál á stuttum kafla. Þannig var það allavega í gær og ekki sama hvar farið er yfir.


Hve djúpur var állinn og hvar var best að fara yfir, sirka?
Hvar er fyrri myndin tekin?

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Sprengisandur

Postfrá Tómas Þröstur » 04.aug 2010, 13:36

hobo wrote:
Tómas Þröstur wrote:Nýkominn af Sprengisandi og það er rétt vegurinn hefur verið verri og grófari en það er djúpur áll í ánni við Tómasarhaga núna. Heitt hefur verið og leysingar á jökli og hefur áin grafið sig niður í djúpan ál á stuttum kafla. Þannig var það allavega í gær og ekki sama hvar farið er yfir.


Hve djúpur var állinn og hvar var best að fara yfir, sirka?
Hvar er fyrri myndin tekin?


Býsna djúpt. Alda flaut yfir húddið á 33" Ranger á mjög litlum hraða í fyrsta lága á meters kafla. Þetta er eins og að keyra ofan í og upp úr ræsi. Bíllinn fer niður og upp strax aftur. Myndi vaða og kanna hvar best er ef aðstæður verða svipaðar.

Myndin er tekin norðan Tungnafellsjökuls á Gæsavatnaleið við á sem ég veit ekki hvað heitir.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Sprengisandur

Postfrá hobo » 04.aug 2010, 13:38

Góðar upplýsingar. Takk fyrir þetta.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Sprengisandur

Postfrá Polarbear » 05.aug 2010, 16:21

ég var að koma af sprengisandi -áðan- og það er búið að ýta úr ánni við Tómasarhaga, hún er vel fær öllum bílum (nema fólksbílum auðvitað).

vegurinn er eitt allsherjar þvottabrettisógeð frá Hrauneyjum og langleiðna að Kiðagili.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur