Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 11.júl 2010, 22:59
- Fullt nafn: Jóhannes Már Sigurðarson
Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
ég er með patrol á 33" sem ég keypti nýlega, hann er á 33x12.5x15 og dekkin standa u.þ.b. Tommu út fyrir brettakantana. Ég keypti hann fyrir stuttu og hann var skoðaður án athugasemda (sem segir mér að menn hljóta að hafa skipt um dekk fyrir skoðunina). Ég hélt að 33" myndi smella undir patrolinn (minn er 98 ärgerð) án þess að þurfa 35" brettakanta, er það vitleysa í mér eða þarf patrolinn stærri brettakanta (þá sömu og notaðir eru fyrir 35") eða er þessi stærð af 33" (33x12.5x15) breyðari en aðrar og væri þá önnur stærð af 33" sem myndi passa uppá breyddina (16 eða 17 tommu t.d.)? Ég er nýgræðingur í jeppabransanum en elska að geta nú keyrt á öðru en malbikinu :) endilega ef einhver þekkir þetta kommentaðu. bestu kv. Jóhannes
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
Sæll
Brettakanturinn þarf að ná út fyrir munstrið á dekkinu.
33" dekk og 33" dekk er ekki það sama. Þú getur fengið 33" dekkk í breiddum frá sennilega 10.5" og upp í 12.5". Þú getur notað 33/12.5" dekk á felgur frá 7"breiðum og upp í 13" breiðar. Þú getur notað felgur sem eru innvíðar og útvíðar s.s. hvort miðjan á felgunni sé innarlega í felgutunnunni eða utarlega.
Pattinn ræður illa við innvíðar felgur því að þær eru nálægt bremsu og stýrisendadótinu svo að þú getur hætt að hafa áhyggjur af innvíðum felgum. Ef þú ert með 33/12.5" dekk á 12-13" breiðum felgum ertu í verulegri hættu með að fá ekki skoðun á original brettakantana en ef þú ert að nota 10.5-11.5 á original felgum þarftu engar áhyggjur að hafa.
33" brettakantar eru að ég held ekki til á Íslandi. Menn nota bara 35", 38" eða 44"+ kanta.
Skoðunarmenn eru misviðkvæmir fyrir því að sjá glitta í munstur á breyttum jeppum en þú ert ekkert betur settur með dekk sem standa út fyrir bílinn því að þá eys hann upp á sig skít og drullu og rispar bílinn.
Ertu bættari með þessi svör gæskur?
Kv Jón Garðar
Brettakanturinn þarf að ná út fyrir munstrið á dekkinu.
33" dekk og 33" dekk er ekki það sama. Þú getur fengið 33" dekkk í breiddum frá sennilega 10.5" og upp í 12.5". Þú getur notað 33/12.5" dekk á felgur frá 7"breiðum og upp í 13" breiðar. Þú getur notað felgur sem eru innvíðar og útvíðar s.s. hvort miðjan á felgunni sé innarlega í felgutunnunni eða utarlega.
Pattinn ræður illa við innvíðar felgur því að þær eru nálægt bremsu og stýrisendadótinu svo að þú getur hætt að hafa áhyggjur af innvíðum felgum. Ef þú ert með 33/12.5" dekk á 12-13" breiðum felgum ertu í verulegri hættu með að fá ekki skoðun á original brettakantana en ef þú ert að nota 10.5-11.5 á original felgum þarftu engar áhyggjur að hafa.
33" brettakantar eru að ég held ekki til á Íslandi. Menn nota bara 35", 38" eða 44"+ kanta.
Skoðunarmenn eru misviðkvæmir fyrir því að sjá glitta í munstur á breyttum jeppum en þú ert ekkert betur settur með dekk sem standa út fyrir bílinn því að þá eys hann upp á sig skít og drullu og rispar bílinn.
Ertu bættari með þessi svör gæskur?
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
Spuring um að setja bara gúmmi renning á kantana sem nær útfyrir dekkin. 33" dekkin er hægt að fá uppí 14,5 breydd hjá summitracing. Sem er nú bara nokkuð breytt fyrir dekk sem eru ekki hærri. Svo er jafnvel spurning um að þú gætir notað 32" sem skoðunar dekk. Ég er t.d í því veseni með súkkuna mína að hún er ekki breytingar skoðuð. 33" dekkin er 15mm of há en ég slepp ef ég er með 32" dekk. Og hef verið að fá mér notuð 32" til að nota sem sumardekk og skoðunardekk.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 11.júl 2010, 22:59
- Fullt nafn: Jóhannes Már Sigurðarson
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
sælir og kærar þakkir fyrir þetta. Þessar upplýsingar koma sér vel. Ég þarf þá a) að fá mér gúmmí á brettakantana eða nýja kanta eða mjórri felgur. ég hef tvær spurningar í viðbót, þú talar um "original" felgur, veistu hvað þær eru breyðar (uppá að auglýsa eftir slíkum felgum) og Gísli, hvar fær maður gúmmí kantana? Bestu kv. Jóhannes
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
Ég veit ekki alveg hvar maður fær þessa gúmmí lista. En það ætti nú vonandi einhver að geta svarað því hérna inni? Hvað standa dekkin lagt útfryrir kantana?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
Hvsð heitir búðinn þarna við hliðina á Hlað Bíldshöfða??
Bílasmiðurinn eða eitthvað svoleiðis en þar er verið að selja mjög góða gúmmíkanta.
Kv .
Hjalti R.
Bílasmiðurinn eða eitthvað svoleiðis en þar er verið að selja mjög góða gúmmíkanta.
Kv .
Hjalti R.
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Hjálp! er með patrol á 33" og vantar hjálp
plastviðgerðir grétars þórissonar
Eru að selja mjög þunnar plastplötur sem má nota sem framlengingu á brettaköntum.
Eru að selja mjög þunnar plastplötur sem má nota sem framlengingu á brettaköntum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur