Sæl verið þið.
Ég er hálf ráðþrota með gamla Pajeroinn minn og leita því á náðir allra snillinganna sem stunda þennan vef.
Bíllinn er '98 módel, ssk, 2,8 tdi, og vesenið sem datt allt í einu í hann lýsir sér svona:
Bíllinn er orðinn grútmáttlaus og virðist toga sama og ekkert. Á jafnsléttu finnur maður minna fyrir að eitthvað sé að, þó að hann sé lengur að ná upp ferð, en í brekku dregur ótrúlega mikið niður í honum. Ef ég slekk á óverdrævinu og held honum í rúmum 3000 snúningum heldur hann samt ferð ágætlega.
Það sem mér finnst jafnvel skrítnara er að á leið niður brattar brekkur reykir bíllinn mikið (ljósblár reykur) og höktir einhver ósköp.
Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að hrjá greyið?
Það er búið að skipta um smurolíu-, eldsneytis- og loftsíu í honum, opna túrbínuna og útiloka hana og hreinsa eldsneytistankinn, og það skilaði ekki miklum árangri.
Vonandi kannast einhver við þetta og getur komið með töfralausnina.
kv.
Elín
Pajero hegðar sér undarlega.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Eftir þessa upptalningu eru spíssar og olíuverk næst.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Var nokkuð verið að rugla í vacumslöngum í honum eða getur verið komið gat á þær það eru 2 slöngur sem koma uppí hvalbak bakvið intercoolerinn sem gera ótrúlega mikið af sér ef þær eru götóttar eða vitlaust tengdar.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Nei, það á ekki að vera búið að fikta neitt í slöngunum, en vissara að athuga hvort þær séu götóttar. Skoða þá spíssa og olíuverk í framhaldinu.
Þakka góð ráð.
Þakka góð ráð.
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Athuga Egr ventilinn hann gæti verið ónýtur tók hann úr hjá mér og lokaði fyrir alltannar bíll á eftir.
-
- Innlegg: 261
- Skráður: 09.apr 2011, 09:59
- Fullt nafn: Ágúst Snær Hjartarson
- Bíltegund: pajero
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
hreinsa litlu síuna í inntakinu á olíuverkinu
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Ágúst83 wrote:hreinsa litlu síuna í inntakinu á olíuverkinu
Geturðu lýst henni nánar?
-
- Innlegg: 261
- Skráður: 09.apr 2011, 09:59
- Fullt nafn: Ágúst Snær Hjartarson
- Bíltegund: pajero
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
lítil aflöng járn sía ofaní olíuverkinu undir boltanum þar sem olían kemur inn
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Takk, prófa það :-)
Re: Pajero hegðar sér undarlega.
Þetta er túrbínan, farin að slitna og veskeithúsið er mjög líklega sprungið ....
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur