Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
finni
Innlegg: 5
Skráður: 07.júl 2010, 08:58
Fullt nafn: Finnur Loftsson

Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá finni » 07.júl 2010, 09:03

Sælir. Hefur einhver farið þessa leið nýlega, Það er að segja upp úr Skagafirði inn Kolbeinsdal og yfir Heljardalsheiði niður í Eyjafjörð. Væri gaman ef einhver hefur upplýsingar um hverning er að fara þetta. Hef 5 ára gamla lýsingu af þessari leið, þá sögð stórgrýtt og battar brekku.



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá hobo » 07.júl 2010, 09:12

Ég hef ekki farið þetta en í forvitni langar mig að vita hvar í Eyjafirði kemur maður niður?
Ég sé ekki merkta leið uppúr Kolbeinsdal á korti.


Höfundur þráðar
finni
Innlegg: 5
Skráður: 07.júl 2010, 08:58
Fullt nafn: Finnur Loftsson

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá finni » 07.júl 2010, 09:15

Kemur niður í Eyjafjörð inn á endann á vegi nr. 805


Höfundur þráðar
finni
Innlegg: 5
Skráður: 07.júl 2010, 08:58
Fullt nafn: Finnur Loftsson

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá finni » 20.júl 2010, 22:24

Sé að það eru fáir sem geta eða vilja svara einhverju um þessa leið. Hef skoðað þetta mikið og veit að margir hafa farið þetta bæði akandi og gangandi. Hef sögur af því að vegurinn er grófur og brattur bæði upp og niður. Hef líka séð myndir sem staðfesta það. Ætla að keyra þetta í byrjun Ágúst sem trúss fyrir göngufólk. Set inn upplýsingar um færð og fleira eftir þá ferð.


ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá ThOl » 26.júl 2010, 20:43

Ég gekk þessa leið um síðustu helgi og mér sýnist vegurinn vera svo slæmur að það sé erfitt að fara hann á bíl. Það hefur hrunið grjót í hann og sumar brekkurnar svo lausar í sér að nauðsynlegt gæti verið að læsa báðum drifum. Að undanförnu hafa aðeins fjórhjól farið hann að sögn kunnugs leiðsögumanns og mér sýnist það helst vera lítil og létt tæki sem gætu farið þarna um. Það er a.m.k. nauðsynlegt að fara mjög varlega og gefa sér góðan tíma.
kv
Þorgeir


Höfundur þráðar
finni
Innlegg: 5
Skráður: 07.júl 2010, 08:58
Fullt nafn: Finnur Loftsson

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá finni » 08.aug 2010, 20:41

Keyrði yfir heiðinna 5. ágúst. Þetta er vel fært og fyrir bíl á 38 " dekkjum er þetta bara auðvelt. Hugsa að minna en 35 " gætu verið erfitt. Töluverð laust og gróft á köflum, en hvergi þó til vandræða. Koma á óvart hvað slóðinn er góður.

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kolbeinsdalur-Heljardalsheiði

Postfrá bragi » 13.des 2010, 16:03

Ég man nú eftir því hér fyrir allmörgum árum þegar pabbi fór með okkur á stuttum LandRover þarna upp ásamt öðrum, sem þá var á gömlum, óbreyttum her Willys.
Minnir að dekkin hafi verið 6.50-15 nylon (svona um 30"-31") og var ekkert hleypt úr. Willys á einhverju minna líklega.

Það voru farnar nokkrar svona ferðir í denn, þar sem manni dytti ekki í hug að fara í dag nema helst á 35" minnst en svona hafa nú tímarnir breyst.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur