Olíuverk í 2,4 Hilux


Höfundur þráðar
ihþ
Innlegg: 98
Skráður: 19.jan 2012, 13:17
Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
Bíltegund: Mitsubishi Montero

Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá ihþ » 02.nóv 2012, 15:33

Er að spá með olíuverk á hilux dísel 2,4. Var að skipta um þéttingar á inngjafaröxlinum og fl og tók lokið af. Finnst hann reykja meira eftir það og vera tregari í gang á morgnanna. Stilliskrúfan aftan á verkinu, er hún fyrir snúning eða ?? Vita menn hvernig hún á að vera til að virknin sé sem best ( mm).




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá villi58 » 02.nóv 2012, 17:17

Þú ert örugglega að tala um skrúfuna fyrir olíumagnið, fyrir 6 mm. lykil og gat í gegnum boltahaus stutt frá enda. Ættir ekki að hreyfa við henni.


Höfundur þráðar
ihþ
Innlegg: 98
Skráður: 19.jan 2012, 13:17
Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
Bíltegund: Mitsubishi Montero

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá ihþ » 03.nóv 2012, 11:34

Er hræddur um að það sé of seint !! Veit einhver hvernig hún er rétt stillt ?


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá villi58 » 03.nóv 2012, 11:44

Ef þú skrúfar hana inn þá bætirðu við olíumagnið, láttu hann ekki reykja of mikið.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá ellisnorra » 03.nóv 2012, 11:51

Það er ekki hægt að skipta um þessa fóðringu nema að fikta í þessari skrúfu. Best hefði verið í upphafi að telja hringin sem þú hefur skrúfað, en það er sennilega of seint núna :)
Fiktaðu þig áfram úr þessu, gefðu þér nógan tíma og horfðu á reykinn sem hann gefur frá sér. Þegar allur reykur er horfinn í hægagangi og þegar þú þenur hann heima við skúr á skaltu fara í prufutúr. Það er í lagi að hann reyki pínupons, en ef það kemur svart ský úr honum í átaki þá skaltu passa þig og dóla heim því of mikil olía (hiti) brennir gat á stimplana hjá þér.

Númer 1 2 og 3 úr því sem komið er, gefa sér tíma :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
ihþ
Innlegg: 98
Skráður: 19.jan 2012, 13:17
Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
Bíltegund: Mitsubishi Montero

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá ihþ » 04.nóv 2012, 17:28

Takk fyrir þetta piltar.


rauðhaus
Innlegg: 56
Skráður: 11.des 2010, 12:11
Fullt nafn: Jóhann Fannar Gunnlaugsson

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá rauðhaus » 04.nóv 2012, 21:13

Gæti verið að verkið sé ekki alveg rétt á tíma.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Olíuverk í 2,4 Hilux

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2012, 21:16

rauðhaus wrote:Gæti verið að verkið sé ekki alveg rétt á tíma.



Nánast útilokað ef það var ekki vandamál fyrir aðgerðina. Ég skipti einusinni um þessa fóðringu hjá mér og ég man ekki til að það þurfi nokkuð að koma nálægt tímagírnum. Hinsvegar þarf að skrúfa magnskrúfuna nánast ef ekki alveg úr til að ná lokinu ofan af verkinu. Hún er mjög nákvæm í stillingum, 1/4 úr hring gerir heilmikið og ólíklegt að hitta á alveg réttan stað, jafnvel þó maður sé meðvitaður um nákvæmni og tilgang þessarar skrúfu, hvað þá ef maður er ekki full meðvitaður um það eins og þráðarstofnandi talar um.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur