Bæta við turbinu á lc90


Höfundur þráðar
höddi82
Innlegg: 15
Skráður: 20.okt 2012, 22:12
Fullt nafn: Hörður Ársæll Sigmundsson
Bíltegund: toy lc90

Bæta við turbinu á lc90

Postfrá höddi82 » 22.okt 2012, 21:34

Var að lesa hérna um daginn að menn væru að láta túrbinunar blása eitthvað meira en orginal. Mín spurning er hvort að maður þurfi tölvukubb til að bæta við olíuna ,eða hvort turbosensorinn geri það bara sjálfur?????



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá HaffiTopp » 22.okt 2012, 21:39

Að því ég best veit og hef lesið er óþarfi að bæta við olíuna fyrr en maður setur intercooler á þessar vélar líka. Hann á að bæta sjálfir við olíuna upp að ákveðnu marki ef túrbínan er látin blása meira [myndi ég garantera nánast 100%]


Höfundur þráðar
höddi82
Innlegg: 15
Skráður: 20.okt 2012, 22:12
Fullt nafn: Hörður Ársæll Sigmundsson
Bíltegund: toy lc90

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá höddi82 » 22.okt 2012, 22:19

Ok grunaði það en var ekki viss. En hvað er turbinan að blása orginal og hvað er óhætt að fara hátt?


jonogm
Innlegg: 104
Skráður: 11.jún 2010, 14:03
Fullt nafn: Jón Ögmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá jonogm » 22.okt 2012, 22:57

Original á að blása 0,51-0,67 Bar = 7,4 - 9,7 psi.
Hve hátt er óhætt að fara veit ég ekkert um.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá HaffiTopp » 22.okt 2012, 23:15

1bar. Svona smá gisk.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá Sævar Örn » 22.okt 2012, 23:16

Borgar sig að vera að giska, á mótor sem kostar notaður 250.000 km halfa miljón??
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá olafur f johannsson » 22.okt 2012, 23:32

Auðveld leið að fá pínu meira afl í 1kzte er að svera púst frá turbo í 3". Setja intercooler og tölvukubb og hækka bosst í 15psi og skipta út gömlum vakúm lögnum setja nýar slaungur.Það er hægt að lesa helling um þetta á síðum frá Ástralíu
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
höddi82
Innlegg: 15
Skráður: 20.okt 2012, 22:12
Fullt nafn: Hörður Ársæll Sigmundsson
Bíltegund: toy lc90

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá höddi82 » 22.okt 2012, 23:53

Eru menn sem sé sammála um að það þurfi ekki tölvukubb fyrr en maður setur í hann intercooler. Þannig ef ég fer í 3" púst og 12 -14 psi þá ætti gamli lc að verða frekar sprækur?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá Freyr » 23.okt 2012, 08:06

Nei, reyndar ekki. Ef þú setur sverara púst og bætir aðeins við blásturinn finnur þú jú pottþétt einhvern mun en ekki mikinn. Aflaukningin verður helst til með meiri olíu. Það að bæta við cooler, auka bústið o.s.frv. eru fyrst og fremst aðgerðir til að halda afgashita niðri með auknu olíumagni. Á móti kemur sá kostur við þetta sem þú ert að spá í að þetta fer ekki illa með neitt í vélinni nema túrbínuna þar sem álagið á hana eykst eitthvað, samt langt innan þeirra marka þar sem ég færi að hafa áhyggjur. Þetta er sniðug byrjun hjá þér og svo sérðu til hvort þú "þurfir" meira afl, þá er tölvukubburinn málið.

Freyr


jonogm
Innlegg: 104
Skráður: 11.jún 2010, 14:03
Fullt nafn: Jón Ögmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá jonogm » 23.okt 2012, 12:35

Mæli með að byrja á því að fá sér afgashitamæli í pústgreinina.


Höfundur þráðar
höddi82
Innlegg: 15
Skráður: 20.okt 2012, 22:12
Fullt nafn: Hörður Ársæll Sigmundsson
Bíltegund: toy lc90

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá höddi82 » 23.okt 2012, 18:00

Takk fyrir allar uppl, ætla að byrja á því að prófa þetta , en hvar fengi ég tölvukubb og hvað er hann að kosta?????

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá Geiri » 23.okt 2012, 18:39

Sæll Hörður, þú átt að fá tölvukubb hjá fyrirtæki sem heitir samrás og er út á eiðistorgi veit reyndar ekki hvað hann kostar en held að hann sé í kringum 60þús. Eða bara panta að utan ég pantaði kubb í trooperinn minn á ebay og var hann kominn hingað fyrir 25þ.

Kv Geiri


Höfundur þráðar
höddi82
Innlegg: 15
Skráður: 20.okt 2012, 22:12
Fullt nafn: Hörður Ársæll Sigmundsson
Bíltegund: toy lc90

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá höddi82 » 23.okt 2012, 19:02

Blessaður Geiri (Dýri) .. Var mikil breiting á trooper eftir að þú settir hann í kv Höddi

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Bæta við turbinu á lc90

Postfrá Geiri » 23.okt 2012, 19:14

Bíllin hefur lítið breyst þar sem kubburinn er ekki kominn í enda nýlega búin að fá hann ( ca 5 mánuðir síðan). En ég vona að það verði svolítil breyting.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur