Sælir... smá pæling
Ég var að spá í við hvaða mörk er miðað þegar það þarf að breyta hraðamælinum við breytingu á jeppum?
Ég hef heyrt 10% reglu einhverja, bæði um þá 10% stærri dekkjastærð umfram orginal hjólbarða og 10% af hraðamælinum... finnst síðari kosturinn ólíklegri samt
En ástæðan fyrir pælingunni er það að ég ætla að breyta bílnum hjá mér og finnst 30 þús helvíti mikið fyrir hraðamælisbreytingu, er einhver leið að komast hjá þeim kostnaði eða halda honum í lágmarki, þetta fæst sennielgast sjaldan notað
Hraðamælisbreyting
-
- Innlegg: 33
- Skráður: 01.feb 2010, 01:37
- Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
- Staðsetning: hveragerði
Re: Hraðamælisbreyting
10 % skekkja á hraðamæli er í lagi... allavega þá er hiluxinn minn með breytingaskoðun og hann hefur altaf verið 10% skakkur
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 53
- Skráður: 26.apr 2010, 21:48
- Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: Hraðamælisbreyting
Já ok, þá kanski prufar maður að láta reyna á það að fara með hann í breytingaskoðunina án hraðamælisbreytingu
Kv.
Eyjólfur
Eyjólfur
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Hraðamælisbreyting
skv. því sem ég hef heyrt má hraðamælir sýna mest 10% meiri hraða en raun-hraði er en aldrei minna en raunhraða. það þarf alltaf að skila inn hraðamælavottorði ef dekkjastærð er breytt í sérskoðun. (hvort sem þú ert innan eða utan 10% reglunnar um dekkjastærð).
þetta held ég örugglega að sé rétt... en endilega leiðréttið ef þetta er vitlaust.
þetta held ég örugglega að sé rétt... en endilega leiðréttið ef þetta er vitlaust.
Re: Hraðamælisbreyting
hvert fer maður til að fá þessa vottun?
Re: Hraðamælisbreyting
Sælir
Það má stækka dekk um 10% áður en þú þarft að skila inn hraðamælavottorði við breytingaskoðun. Venjulegir jeppar sleppa á 33" dekkjum en litlir jeppar geta verið í hremmingum. Dekkjastækkunin miðast við skráða dekkjastærð í skráningarskírteini.
Kv Jón Garðar
Það má stækka dekk um 10% áður en þú þarft að skila inn hraðamælavottorði við breytingaskoðun. Venjulegir jeppar sleppa á 33" dekkjum en litlir jeppar geta verið í hremmingum. Dekkjastækkunin miðast við skráða dekkjastærð í skráningarskírteini.
Kv Jón Garðar
Re: Hraðamælisbreyting
þeir sjá um hraðamæla vottorðið í breytingarskoðuninni og það er eitthvað um 10 prósent allavegana minn hilux(22re á 5.29 með enga breytingu á hraðamælir) er með fulla breytingarskoðun!!! er að skeika á 4-6 km
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Hraðamælisbreyting
Aðalskoðun í hafnafirði prófa hraðamælin í sérskoðun. Láttu bara reyna á þetta áður en þú kaupir þér breytinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 53
- Skráður: 26.apr 2010, 21:48
- Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: Hraðamælisbreyting
Já ok, ég læt bara reyna á þetta helvíti... :)
Takk fyrir upplýsingarnar
Takk fyrir upplýsingarnar
Kv.
Eyjólfur
Eyjólfur
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur