Sælir
Hvaða 35" dekkjum mæla menn með fyrir 15" felgur sem eru 12" breiðar? Hef verið að keyra á Dick Cepek dekkjum á 15" felgum sem eru 10" breiðar og líkar ágætlega við þau en er að spá hvort það séu önnur dekk sem henti betur á breiðari felgum.
35" dekk
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 35" dekk
Ég pínu spenntur fyrir toyo dekkjunum. þau eru 13,5" semsagt tommu breiðari en þessi heðbundna 35" ég talaði við einn sem að var með svona dekk undir g wagon og hann er mjög ánægður með þau. það virðist nást gott flot í þeim þegar að það er hleypt úr. þannig að ég myndi vilja prufa svoleiðis dekk á 12" breiðum felgum ef að ég væri með 35" bíl.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: 35" dekk
Persónulega líst mér best á Dick Cepek Mud Country. Þau fá góða dóma . http://www.offroaders.com/reviewbox/showproduct.php?product=21&cat=3. Arctic Trucks hafa verið að selja þessi dekk
Re: 35" dekk
Er með grófu 35x13,5 Toyo á 12" felgum og er mjög ánægður með þau. Þau eru mjög góð í ballans, slitna hægt, hljóðlát miðað við önnur álíka gróf dekk, fletjast fínt út. Svo eru þau bara svo helvíti flott ;)
Toyota LC90 41" Irok
Re: 35" dekk
Ég keyri um á toyo open country M/T á 4runner reyndar sem keyrsludekk hann er 38" breyttur, en þessi dekk eru á 13" breiðum felgum hjá mér og hann er bara skemmtilegur hjá mér, þau eru frekar hörð en þau voru mjög góð í snjónum síðasta vetur
síðan er ég með DC mud country 38", ef að 35" er eitthvað lík í gæðum þá get ég ekkert sett á móti þeim, æðisleg dekk í alla staði
síðan er ég með DC mud country 38", ef að 35" er eitthvað lík í gæðum þá get ég ekkert sett á móti þeim, æðisleg dekk í alla staði
Ford F-150 2006
Re: 35" dekk
Ég endaði á að kaupa Toyo M/T 13.5 dekkinn og sé ekki eftir því. Þetta er snilldar dekk og virkuðu vel í snjónum sem er fyrri norðan núna.
Ég setti þetta á 12" breiðar felgur og er ég viss um að það er rosalega lítill munur á belgnum á þessu dekki og síðan 36" dekki.
Ég setti þetta á 12" breiðar felgur og er ég viss um að það er rosalega lítill munur á belgnum á þessu dekki og síðan 36" dekki.
Re: 35" dekk
Hvað kosta Toyo M/T dekkin?
Eru einhverjir hérna með reynslu af Maxxis M/T dekkjunum?
Eru einhverjir hérna með reynslu af Maxxis M/T dekkjunum?
Re: 35" dekk
Toyo M/T kosta 231 þús undir kominn hjá Dekkverk í Garðabæ. Þetta eru ekki ódýrustu dekkinn en ég er ánægður með þau.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur