Sælir
Ég var að fá mér '97 Pajero 2.8, og eru glóðakertin í eitthverju veseni.
Hvaða glóðakerti hafa menn verið að fá sér ? Og hvernig hafa þau verið að virka ?
Var búinn að heyra að einn sem er með 2.8 pajero hafi verið að lenda í bölvuðu veseni útaf þeim, endast ekki neitt.
Hvað segið þið?
Glóðakerti í Pajero
Re: Glóðakerti í Pajero
Ég þarf sennilega að endurnýja mín líka. Væri til í að heyra með hverju menn mæla ;)
Toyota LC90 41" Irok
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Glóðakerti í Pajero
Ég þekki ekki alveg nákvæmlega glóðarkertin í 2.8 vélina en ég veit fyrir víst að glóðarkertin sem þarf að nota í 2.5 mótorinn eru bara orginal kertin. Þau eru fjandi dýr í Heklu en það eru einu kertin sem virka eitthvað af ráði og endast. Það er hægt að fá haug af aftermarket glóðarkertum en þau virka 1/4 eða minna af líftíma hinna kertanna.
-Defender 110 44"-
Re: Glóðakerti í Pajero
Mæla viðnámið í þeim og athuga hvort öll séu ónýt, eða bara hluti þeirra. Getur þannig notast við óorginal nokkuð nokkuð vel ef þú skiptir þeim þannig "skipulega" út.
Re: Glóðakerti í Pajero
Dabbi Sig er með þetta. Orginal er það eina sem virkar.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Glóðakerti í Pajero
Til að versla ekki orginal þarf að ganga úr skugga um hvaða glóðarsystem er í bílnum. Það eru til nokkrar gerðir af kertum í 2.8 og 2.5 vélina og þarf að passa að aftermarket kertin gangi við tiltekna vél eða glóðartölvu, þetta þarf ekki í umboðinu þegar er verslað eftir bílnúmeri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Glóðakerti í Pajero
Versla Ngk CY55 ekki nipparts glóðakerti í þessa vél er einhverja hlutavegna ekki að duga í þá, er búinn að vera að vesenast í þessu hjá mér. Ngk er allavega enþá í lagi eftir ár.
Re: Glóðakerti í Pajero
Virðist vera cy57 í 2,5 From MY 11.93 To MY 01.98
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur