Jæja þá er "fínstillingin" eftir vélarskiftin að verða búin. Það slitnaði einn af boltunum sem herðir saman soggreinina og þar dróg hann að sjálfsögðu falskt loft. Búinn að laga það. Svo fékk ég að kíkja í húddið hjá Herði "Hobo" en hann er með samskonar vél og sá ég þá að ég hef tengt vitlaust í vacum slöngu súpuni. Eitthvað í sambandi við einhvern kút sem retúr rörin fara í gegnum. Nú er það komið í lag og kominn fínn gangur í lúxann. Nú á ég bara eftir að skifta um pústpakkningu og tengja hraðamælinn aftur. Er búinn að komast að því hvað gerði hann óvirkann en það er svo heimskulegt að ég ætla ekki að segja frá því...
Þá fer þessi Hilux að verða nokkuð góður og klár í veturinn. Næsta mál á dagskrá er að ryðbæta og sjæna.
Ég reikna með því að hafa hann á 35" í vetur. Sé svo til hvað gerist seinna. Er farið að gruna að það séu í honum 5.29 hlutföll frekar en 5.71. Ef ég breyti honum á 38" þá boddýhækka ég hann um 4cm í viðbót og vill þá helst nota 5.71. Rökin á bakvið það eru að mér finnst það mjög passleg hlutföll fyrir 38" dekk með þessum mótor. Auk þess hef ég góða reynslu af þeim. Var með svoleiðis hlutföll í 38" Double Cap með 22RE og tók vel á honum án þess að brjóta neitt.
Já og svo ryðbætti ég hann í Paint núna áðann ;)
