Rúðu vesen í 4runner
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Rúðu vesen í 4runner
Þannig er að í sumar keyrði ég 4runnernum inní skúr og var með rúðuna á bílstjórahurðinni skrúfaða niður. En núna vill hún ekki upp aftur og engar rúður í bílnum virka. Ég hlóð geymanna á þessu tímabili og átti ekkert við rafrkerfið. Ég fann ekkert öryggi fyrir þetta.
Endilega ausið úr viskubrunninum.
Kv. Hjörvar
Endilega ausið úr viskubrunninum.
Kv. Hjörvar
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
gætir prófað að fá annað stjórnborð í bílstjórahurðina lánað og prófa og ef þetta virkar þá ertu kominn með lausnina..
finnst það ekki ólíklegt kv Kristján
finnst það ekki ólíklegt kv Kristján
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Sæll, ég á stjórnborð og var búinn að prufa þetta, en það gerðist ekkert.
Re: Rúðu vesen í 4runner
góð byrjun að finna öriggið, það er sér öriggi fyrir rúðurnar
1992 MMC Pajero SWB
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Oskar K wrote:góð byrjun að finna öriggið, það er sér öriggi fyrir rúðurnar
Hvar??????
Re: Rúðu vesen í 4runner
held það sé nú bara þar sem öll hin öriggin eru, meira en ár síðan ég var að grúska í þessu, en það eru bara tvö öriggjabox í bílnum og ég er 90% viss að öriggið fyrir rúðurnar er ekki frammí húddi
1992 MMC Pajero SWB
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Oskar K wrote:held það sé nú bara þar sem öll hin öriggin eru, meira en ár síðan ég var að grúska í þessu, en það eru bara tvö öriggjabox í bílnum og ég er 90% viss að öriggið fyrir rúðurnar er ekki frammí húddi
Ég gat ekki fundið það þar. Ég mældi samt öll öryggin sem ég fann og voru þau í lagi.
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
mæla hvort það komi straumur að stjórnboxinu en ef enginn straumur er mælanlegur þar og öll öryggi í lagi gæti verið sniðugt að skoða lúmið hvort það geti verið skemmdur vír
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
hvaða árg er bíllinn
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
ef þetta er gamla boddýjið s.s. sama og ´86 ca þá er relay fyrir rúðurnar en í nýrri bílnum er heili skilst mér. Veit að menn hafa bjargað sér með því að tengja framhjá þessu með því að leiða vír frá góðum svissstraum inní bílstjórahurðina, á þessum vír þarftu að hafa öryggi ekki stærra en 30 amp. og tengir nýja vírinn inná blánn vír með rauðri rönd þá áttu að fá straum á allt rúðukerfið
Síðast breytt af Stjáni þann 22.sep 2012, 22:57, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
nýrri bíllinn sem er með heilanum td. ´89 bíll þá er heilinn bak við panelinn fyrir framan farþegahurðina skilst mér ef þú tekur coverið þar innan úr ætti svartur kubbur með rafmagnsplöggi að koma í ljós og það stendur á því "Door control"
vona að þetta hjálpi eitthvað :)
kv. Kristján
vona að þetta hjálpi eitthvað :)
kv. Kristján
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Rúðu vesen í 4runner
Það er öryggjabox í kickpanelinu bílstjóra megin held ég alveg örugglega. Þeas. þar sem að þú ert með vinstri fótinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Sælir, og takk fyrir góð svör, en ekkert af þessu er búið að nýtast, því miður. Ég fór í umboðið í gær og spurðist fyrir um þetta þar og sögðu þeir mér að það væri útsláttarrofi sem hefði líklegast slegið út (meinið er í '95 diesel 4runner). Ég fór heim og skoðaði þetta og fann engan útsláttarrofa, en ég fann hann aftur á móti í v-6 4runnernum.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Rúðu vesen í 4runner
Eru einhver hitunarmerki í tenginu sem tengist við stjórnborðið? ef stjórnborðið er ekki tengt þá virka engar rúður..
Ég mundi líka kanna tengið sem fer frá hurð og inn bíl, tengið er í hliðinni vinstra megin,
prufa taka tengið úr sambandi og tengja það aftur í..
virkar allt annað í bílnum fyrir utan rúðumótorana, ljós rúðuþurrkur og þess háttar?
Hvað varstu að gera þegar þetta hætti að virka? segðu aðeins frá því
Ég mundi líka kanna tengið sem fer frá hurð og inn bíl, tengið er í hliðinni vinstra megin,
prufa taka tengið úr sambandi og tengja það aftur í..
virkar allt annað í bílnum fyrir utan rúðumótorana, ljós rúðuþurrkur og þess háttar?
Hvað varstu að gera þegar þetta hætti að virka? segðu aðeins frá því
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Jæja. Ég er búinn að prófa tvö önnur stjórnborð og ekkert virkað, búinn taka allt úr sambandi og tengja aftur. Ég prófaði að fylgja vírunum frá bílstjórahurð og inní spaghetti-flækjuna á bakvið innréttinguna, og hvað haldið þið, þar fann ég svartann kubb sem stendur á door control eins og Stjáni var búinn að minnast á :) Þá fór ég yfir í v-6 bílinn minn og tók door control kubbinn úr honum, en þá kom í ljós að það er með öðruvísi innstungu. Ef einhver getur lánað mér door control kubbinn úr sínum diesel 4runner, að þá væri það mjög vel þegið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Enginn sem vill lána mér door control kubbinn til að prófa?
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
hefuru prófað að tala við Jamil í mosó?
þykir það ekki ólíklegt að hann eigi þetta til og ef svo er þá er um að gera að fá að prófa hann hjá honum :)
þykir það ekki ólíklegt að hann eigi þetta til og ef svo er þá er um að gera að fá að prófa hann hjá honum :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Það kemur bifvélavirki í heimsókn annað kvöld og ætlar að fara yfir þetta með mér, en ég efast um að jamil vilji lána mér kubbinn til að fara með inní hafnarfjörð og prófa, þar sem bíllinn er númerslaus inní skúr.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Rúðu vesen í 4runner
Hjörvar Orri wrote:Það kemur bifvélavirki í heimsókn annað kvöld og ætlar að fara yfir þetta með mér, en ég efast um að jamil vilji lána mér kubbinn til að fara með inní hafnarfjörð og prófa, þar sem bíllinn er númerslaus inní skúr.
Jújú, þú getur alveg talað við hann.. hann er örugglega til í að gera þér þennan greiða, hann er með einn hand ónýtan 3.0 dísel í portinu hjá sér sem þú getur fengið þetta úr..
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Hfsd037 wrote:Hjörvar Orri wrote:Það kemur bifvélavirki í heimsókn annað kvöld og ætlar að fara yfir þetta með mér, en ég efast um að jamil vilji lána mér kubbinn til að fara með inní hafnarfjörð og prófa, þar sem bíllinn er númerslaus inní skúr.
Jújú, þú getur alveg talað við hann.. hann er örugglega til í að gera þér þennan greiða, hann er með einn hand ónýtan 3.0 dísel í portinu hjá sér sem þú getur fengið þetta úr..
Ég ætla að tjakka á honum, takk fyrir ábendinguna.
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
Jájá ég hef nokkrum sinnum fengið lánaða skynjara og svona smádót til að prófa hjá honum þegar maður er í einhverju basli og aldrei neitt verið sjálfsagðara hjá honum :) Efa að það hafi orðið einhver breyting á því :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Rúðu vesen í 4runner
Jamil vildi ekki lána mér door control kubbinn þar sem hann var ennþá í bíl og vildi ekki eyða tíma í að rífa hann úr nema hann ætlaði að selja hann. Þannig ég spyr enn og aftur, getur enginn mögulega lánað mér door control kubbinn til að ganga úr skugga um að þetta sé mögulega hann, ég nenni ekki að versla varahluti sem ég hef síðan ekki not fyrir, búinn að brenna mig á því áður! Það er bifvélavirki og vélfræðingur/vélstjóri búnir að kíkja á þetta með mér, og við lentum alltaf í strandi þegar við komum að þessu!
Var ekki einhver hérna á spjallinu sem var með það ráð að skjóta á bílinn með haglabyssu og nokkrum dögum seinna lagaðist hann við það?
Var ekki einhver hérna á spjallinu sem var með það ráð að skjóta á bílinn með haglabyssu og nokkrum dögum seinna lagaðist hann við það?
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rúðu vesen í 4runner
mér skilst að þú getir tengt framhjá þessu boxi með því að finna blánn vír með rauðri rönd í lúminu í bílstjórahurðinni og tengja svissstraum inná hann bara hafa öryggi á milli ca (30 amp) ertu búinn að ath hvort þú sjáir þennan vír?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur