gangtruflanir i patrol

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

gangtruflanir i patrol

Postfrá LFS » 08.júl 2010, 19:12

sælir eg er með 91 argerð af patrol og þar af leiðandi er hann með 2.8l velinni en hun er farinn að lata skringilega þo serstaklega þegar eg set bilinn fyrst i gang á morgnana þá er einsog hun missi ur slög og eru gangtruflanir svona fyrstu minutuna svo lagast hun en ef eg gef bilnum i botn skipti um gir og gef aftur i botn þá er einsog velinn choke-i kemst ekki strax a snuning likt og hun fai ekki næga oliu eða eitthvað ! hefur einhvert lent i svipuðu eða veit hreinlega einhver hvað gæti verið að ?


1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Jens Líndal » 08.júl 2010, 19:27

Glóðarkerti er það fyrsta sem kemur uppí minn haus :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Járni » 08.júl 2010, 22:57

Hvað er hráolíusían gömul?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Freyr » 08.júl 2010, 23:40

Byrja á að skipta um hráolíusíuna, einnig forsíu ef hún er til staðar. Ef þetta lagast ekki bá myndi ég næst blása í gegnum slönguna sem liggur afturí tank til að losa drullu úr "pikkup" rörinu í tanknum ef það skyldi vera málið. Þetta með að hiksta þegar gefið er í undir álagi er vísbending um olíuskort, hinsvegar er hikstið þegar hann er kaldur sennilega forhitunarvesen. Athugaðu hvort glóðakerti séu í lagi. Þau ættu að vera kringum eða tæplega 1 OHM þegar þau eru köld eða sjá bara hvort eitt eða tvö skeri sig úr (var nýlega með volgan bíl þar sem eitt mældist um 200 OHM (ónýtt) en hin 3 kringum 8 OHM). Fremri 3 kertin mælirðu milli toppsinns og gengjanna, þau aftari mælirðu milli staðana sem grindurnar koma á kertin. Hreinsa grindurnar fyrir samsetningu til að tryggja góða leiðni og passa að plastskinnurnar á aftari 3 kertunum rati á sinn stað. Skoða síðan relayin tvö sem stýra þessu og öryggið. Að lokum skoða sjálfa vírana, allar tengingar og tölvuna sem er staðsett við hægri löpp á farþega frammí.

Freyr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Freyr » 09.júl 2010, 00:43

Gæti líka verið leki á hráolíulögn. Þá kemst loft inn á lögnina og þegar þú setur í gang tekur hann loftbólur inn á sig og missir þá úr.

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá andrig » 09.júl 2010, 03:09

Freyr wrote:Gæti líka verið leki á hráolíulögn. Þá kemst loft inn á lögnina og þegar þú setur í gang tekur hann loftbólur inn á sig og missir þá úr.

ég lenti í þessu, þá kom gat á stútinn sem kemur uppúr tanknum.
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"

User avatar

Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Rauðhetta » 09.júl 2010, 08:21

Ef hann er bilaður..............þá er þetta ekki patrol :)

KV kristján


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Izan » 09.júl 2010, 11:51

Sæll

Ekki botngefa nýgangsettri vél. Það skemmir hana. Gefðu svolítið kannski 1500sn til 1800 sn en ekki meira.

Mér lýst vel á þetta með olíuslönguna. Ef það kemur loft inn á olíuverkið og þá gengur hann treglega er erfiður í gang og reykir óvenju mikið.

Spurning, tekur hann strax við sér í gangsetningu og gengur treglega eftir hitunina? Málið er að það er tvöföld glóðarhitun á 2,8 og seinni hitunin getur verið biluð. Virkar snúningshraðamælirinn?

Það er rétt patrol vél bilar venjulega bara einu sinni.

Kv Jón Garðar

(á Patrol með chevyvél)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Járni » 09.júl 2010, 19:26

Er hann hækkaður á boddí? Hráolíulagnirnar eiga það víst til að slitna við hvalbakinn ef svo er.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá LFS » 10.júl 2010, 18:39

nei hann er ekki hækkaður á boddy-i og nei eg er ekki að botngefa kaldri vél ! en vélinn höktir strax eftir gangsetningu og er erfið á snuning svo eg þarf yfirleitt að biða i einhverja halfa minotu eftir að billinn er kominn i gang og þá virkar allt fint en svo þegar að velinn er orðinn heit og óhætt að gefa henni þá fer petalinn i gólfið og ekkert gerist i sma stund hun choke-ar bara og tekur svo loksins við ser aftur þettað gerist ekki i hvert sinn sem henni er gefið en ansi oft !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Izan » 12.júl 2010, 12:58

Sæll

Þú þarft að vera handviss um að ekkert loft komi inn á olíulögnina frá tank og heim að olíuverki. Hráolíusían verður að vera vel þétt og allt í standi. Ég er ekki klár á því hvernig kaldræsingin á þessu virkar. Þar gæti eitthvað verið að bögga.

Ef þú ert pottþéttur að þetta er í lagi ættirðu að prófa að gangsetja hann og smella á hálfann tank ca líter af mótorolíu, tvígengisolíu eða sjálfskiptivökva. Að því búnu ferðu vænan rúnt og kannar hvort eitthvað breytist. Ég veit til þess að nær ógangfærir nýlegir bílar hafa þurft smá smurgusu í hráolíuna til að liðka mekanóið í olíuverkinu og spíssunum.

Mér finnst ég hafi ekki lesið afdráttarlaust frá þér hvort hann reyki mikið í gangsetningunni og hvort það varir á meðan hann gangi illa. Ef það er loft á olíukerfinu gengur hann eins og andskotinn og ætti að reykja mikið á meðan jafnvel heiðbláum reyk.

Athugaðu að hráolíulagnirnar liggja undir öllum bílnum og stálrörin geta eins hafa fengið grjót í sig og gatast eins og slöngurnar. Á mínum patta morknaði endinn á hráolíuslöngunni og smitaði smávegis lofti en þó nóg til að hann gekk lausangang ójafnt og það var hryllingur að gangsetja hann.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá LFS » 12.júl 2010, 18:21

ja eg ætla að fara yfir það sem hefur verið stungið uppa herna a spjallinu eg þakka fyrir góð svör !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá Sævar Örn » 12.júl 2010, 18:36

athugaðu rörin ofaná tankanum, það er lok með 4 10mm boltahausum í skottinu og þar sérðu ofaná, þessi rör ryðga mjög oft og fara að leka og þar með sýgur verkið falskt loft
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: gangtruflanir i patrol

Postfrá LFS » 26.feb 2011, 17:40

jæja þá er eg buinn að ath rörin ofan á tanknum leggja nyjar lagnir fra tank og frammúr skipta um hraoliusiu og ekkert virkar það koðnar enn niðri honum þegar honum er gefið ! ætti eg að snua mer að oliuverkinu næst ? btw hann reykir mikið þegar það koðnar niður i honum !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur