range rover fram stífur að aftan
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
range rover fram stífur að aftan
hafa menn einhverja reynslu af því að setja range rover framstífur að aftan í jeppa, getur það virkað eða er það glórulaust, er að hugsa þetta í wrangler?
Re: range rover fram stífur að aftan
Margir nota radíusarma að aftan og mörgum líkar það vel, en fyrir mína parta þá er leiðinlegt að keyra svoleiðis jeppa, þeir lyfta sér svo að aftan þegar gefið er í
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: range rover fram stífur að aftan
já var einmitt smeykur um það, en breytir lengdin á bílnum engu um það hvort hann lyfti sér mikið eða ekki?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: range rover fram stífur að aftan
þetta er svona orginal í 70 krúser stutta og hann er nú fjandi stuttur :) og ekki fannst mér þetta neitt óþægilegt í þau 10 ár sem ég átti hann. síðustu 2-3 árin var hann með fourlink að aftan og ég tók ekki eftir neinum geðveikum mun þegar ég skipti þessu út á sínum tíma.
-
- Innlegg: 264
- Skráður: 31.jan 2010, 00:32
- Fullt nafn: Magnús Blöndahl
- Bíltegund: WranglerScrambler
Re: range rover fram stífur að aftan
Það er í góðu lagi að nota þetta að aftan. Ég myndi samt reyna finna afturstýfur úr til dæmis Pajero sport frekar til að nota. Þær eru ekki úr pottstáli og eru með þverbolta uppí grind.
það að bíllinn lyfti sér getur verið út af hallanum á þeim.
kv
Maggi
það að bíllinn lyfti sér getur verið út af hallanum á þeim.
kv
Maggi
Wrangler Scrambler
-
- Innlegg: 68
- Skráður: 23.aug 2012, 19:32
- Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
- Bíltegund: JEEP CJ5
Re: range rover fram stífur að aftan
Èg er med svona ad framan og aftan í willys, reyndar bronco stífur en næstum eins, bíllinn hækkadi sig og lækkadi mikid eftir tví hvort madur tók á afturábak eda áfram en svo lagadi ég hallann á stífunum núna alveg láréttar tegar bíllinn er lestadur og hann hætti alveg ad hækka/lækka sig. svo ég get alveg mælt med tessu.
Re: range rover fram stífur að aftan
Mig rámar í einhverja bíla með RR framstífur á afturhásingunni þar sem eigendur kvörtuðu yfir því að fóðringarnar niðri við hásingu entust fremur stutt. Það er ekki víst að það komi að sök í Wrangler á 38".
Re: range rover fram stífur að aftan
Vissulega spilar hallinn á stýfunum inn í það hversu mikið hann lyftir sér að aftan. En sama hver hallinn er þá er þessi hegðun til staðar, við inngjöf áfram vindur hásingin upp á sig (pinnjónninn fer upp) með krafti sem jafngildir drifkraftinum sem dekkin skila í götuna. Í stuttum 70 cruiser finnst þetta lítið því hann er svo máttlaus, minnir reyndar að Lárus hér að ofan hafi verið með línu sexu úr 60 cruiser en þar sem hann skilar aflinu hægt en örugglega þá hefur þetta kannski ekki svo mikil áhrif. Þetta finnst mikið betur í bílum með frískum bensínvélum því þær koma aflinu niður í götu á styttri tíma en dieselvél með sömu afköst. Þegar tekið er af stað hefur bíllinn vissa tregðu til að fara af stað, diesel vélin skilar aflinu það hægt í götuna að bíllinn er kominn á smá "ferð" áður en fullt afl kemur en með bensínvélinni getur stór hluti aflsins verið kominn í götuna nánast áður en bíllinn mjakast úr kyrrstöðu.
Varðandi lengdina á bílnum þá hefur hún mjög mikil áhrif. Áhrifin eru minni í stuttum bíl þar sem stýfurnar festast að framanverðu e.t.v. ekki svo langt frá þyngdarmiðju bílsins. Þá þurfa þær að lyfta hárri % af þyngd bílsins og upp hreyfinginn verður jafnvel sæmilega lágrétt. En á löngum bíl þrýsta stýfurnar upp langt aftan við þyngdarmiðjuna, þá veitir þyngd bílsins mun minni mótstöðu sem leiðir til þess að hann reisir sig mikið að aftan við inngjöf.
Þessi jeppi er gott dæmi um þetta, hann er sæmilega langur og með radíusarma að aftan, hann reisir sig mikið við inngjöf:

Kv. Freyr
Varðandi lengdina á bílnum þá hefur hún mjög mikil áhrif. Áhrifin eru minni í stuttum bíl þar sem stýfurnar festast að framanverðu e.t.v. ekki svo langt frá þyngdarmiðju bílsins. Þá þurfa þær að lyfta hárri % af þyngd bílsins og upp hreyfinginn verður jafnvel sæmilega lágrétt. En á löngum bíl þrýsta stýfurnar upp langt aftan við þyngdarmiðjuna, þá veitir þyngd bílsins mun minni mótstöðu sem leiðir til þess að hann reisir sig mikið að aftan við inngjöf.
Þessi jeppi er gott dæmi um þetta, hann er sæmilega langur og með radíusarma að aftan, hann reisir sig mikið við inngjöf:
Kv. Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: range rover fram stífur að aftan
þakka svörin þau eru alveg í samræmi við það sem ég hélt, en ég reikna með að prufa þetta og læt þær vera nánast láréttar, svo fer ég bara í 4 link ef þetta verður glórulaust
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: range rover fram stífur að aftan
Rover stífur aftan geta alveg svínvirkað og sést það vel í mörgum torfærujeppunum sem eru með þennan búnað enn þann dag í dag eins og td. heimasætan,jeppinn hans Ragga Róberts og svo norski gaurinn í sérútbúnu götubílunum sem vann báða dagana á akureyri í sumar og fyrri daginn var með flest stig overall allt bílar með mega power og bara virka,svo er þetta bara einfaldur búnaður sem er viðhaldslítill og traustur.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: range rover fram stífur að aftan
ef það á að nota þennan jeppa í snjó getur það nú varla verið gott að hann sé að spyrna hásingunni niður við gjöf, hlýtur þá að sökkva að aftan um leið og stigið er á gjöfina. Bara pæling :)
kv. Kristján
kv. Kristján
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: range rover fram stífur að aftan
það er alveg rétt hjá þér stjáni en ég vonast til að það verði óverulegt sem hann gerir það með því að hafa stífurnar láréttar og í stuttum bíl, það er ekkert annað að gera en að prófa;)
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: range rover fram stífur að aftan
jáþað má þá bara breyta þessu ef þetta er ekki að gera sig, verður gaman að fylgjast með hvernig hann verður það er svo einfalt og þægilegt að smíða þennan búnað undir :P
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur