Má henda Toyota ballansstöng úr??


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá sukkaturbo » 05.sep 2012, 22:39

Sælir félagar nú er ég að gera upp Toyota Hilux Extracab disel með klafa fjöðrun að framan 1989 bíll. Spurningin til ykkar sem vita er í lagi að taka ballansstöngina úr og henda henni??.

Svo spurning nr 2. Er með Grand Cherokee limeted 1997 V-8 5,2 vél sem hefur verið með leiðindi sem lýsir sér þannig að eftir að hafa verið eðlilegur á langkeyrslu og ég svo hægi á og gef svo í aftur fer hann að koka eða nær ekki snúning nema helst að setja í N eða 2 gír og þá er hann fínn í einhvern tíma. Hann gefur mér núna Check engine ljósið og þegar ég las hann kemur hann með kvóta P0-132 er einhver ráð eða einhver með svipaða sögu og reynslu kveðja Guðni
Viðhengi
snilli að sjóða.JPG



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá hobo » 05.sep 2012, 22:41

Tók stöngina strax úr mínum og henti henni. Ekki sett út á í skoðun ef hún er ekki til staðar.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá StefánDal » 05.sep 2012, 23:20

Breyting til batnaðar að taka þessa stöng úr. Ég ákvað að geyma hana en það var bara í nokkra daga, svo fór hún á haugana:)


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá Brynjarp » 05.sep 2012, 23:37

ég heyrði einhver staðar að ef maður tæki hana úr að framan þá væri bara meira álag á klafana. en ég er svo sem enginn sérfræðingur
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá sukkaturbo » 05.sep 2012, 23:54

Sælir búinn að henda henni takk félagar þá er það cherokeeinn kanski bara að henda honum líka


lettur
Innlegg: 130
Skráður: 02.feb 2010, 14:24
Fullt nafn: Jóhann Stefánsson
Bíltegund: Gr Cherokee 38

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá lettur » 06.sep 2012, 09:48

Google veit allt. Kódi po 132 í Grand Cherokee er fyrir súrefnisskynjara.

http://www.jeepscanada.com/jeep-grand-c ... tr-122546/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá sukkaturbo » 06.sep 2012, 11:59

Takk lettur maður fær kuldahroll þegar maður fer að hugsa um viðgerðir á þessu tölvudóti. Við þessa einu gangtruflun er búið að benda mér á að skipta um rafgeymi því bíllinn fái ekki næga spennu kostar 30.000 skipta um bensíndælu og síu sem er í tankanum kostar kanski 75.000 með vinnu. hægagangs skynjara sem er við trottlebodýið kostar 22.000 Cranksensor sem kostar 25.000 súrefniskynjara sem kostar 15.000 lok og hamar kostar 6000. Þetta er listinn við kóda 132 og þessa gangtruflun sem kemur ekki upp nema annarslagið og þegar búið er að aka bílnum rólega og farið er í brekku og gefið í þá byrjar þetta kok eða dregur niður í bílnum eins og hann sé vitlaus á tíma.En pantaði súrefnisskynara og kveikjulok og hamar frá H Jónsson. skynjarinn kostaði 11.500 og hamar og lok um 4500 sirka og ætla að byrja á því.kveðja guðni


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá JeepKing » 06.sep 2012, 16:10

Gæti líka verið TPS skynjarinn hann á að sína 1 og uppí rúm 6v ef ég man rétt 6 volt þá í botni..
Annars er bnesíndælan líkleg.. það er test plögg á lögninni upp við vél gætir prófað að mæla þrístinginn..

ps. hef hent mörgum ballansstöngum
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá sukkaturbo » 06.sep 2012, 18:08

Takk fyrir þetta ætla á morgun að prufa súrefnisskynjarann en hver á bensínþrystingurinn annars að vera ég ætla að smíða mér mæli úr loftmælum frá Landvélum sem ég nota í úrhleypibúnaðinn ég á einn sem sýnir 35 pund og annan sem sýnir 120 pund hann nær botngjöf og vinnur vel og heldur fullum snúning og þessi skot eru að koma svo óreglulega


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Má henda Toyota ballansstöng úr??

Postfrá JeepKing » 07.sep 2012, 12:10

fann á netinu að 97 & later... 44.2-54.2 psi
eldri bílar um 39
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur