Olíuskipti á jeppann ykkar ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Hvar látið þið smyrja bílinn ykkar ?
Hvað kostar það ?
Mælið þið með einhvejum sérstökum stað sem er ódýrari en annar staður ?
Veit að það kostar held ég 8500 krónur að smyrja Pajero disel sjálfskiptan hjá Kvikk Fix en hvernig er það með olíuna þarna ?
Man að ég lét einhvertíman smyrja Terranóinn minn gamla, beinskiptan bensín bíl hjá Shell og borgaði fyrir það 14.000 !
Getið þið mælt með góðum og ódýrum smurstöðvum ?
Hvað kostar það ?
Mælið þið með einhvejum sérstökum stað sem er ódýrari en annar staður ?
Veit að það kostar held ég 8500 krónur að smyrja Pajero disel sjálfskiptan hjá Kvikk Fix en hvernig er það með olíuna þarna ?
Man að ég lét einhvertíman smyrja Terranóinn minn gamla, beinskiptan bensín bíl hjá Shell og borgaði fyrir það 14.000 !
Getið þið mælt með góðum og ódýrum smurstöðvum ?
35" Trooper ´00
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
afc wrote:Hvar látið þið smyrja bílinn ykkar ?
Hvað kostar það ?
Mælið þið með einhvejum sérstökum stað sem er ódýrari en annar staður ?
Veit að það kostar held ég 8500 krónur að smyrja Pajero disel sjálfskiptan hjá Kvikk Fix en hvernig er það með olíuna þarna ?
Man að ég lét einhvertíman smyrja Terranóinn minn gamla, beinskiptan bensín bíl hjá Shell og borgaði fyrir það 14.000 !
Getið þið mælt með góðum og ódýrum smurstöðvum ?
Ég kaupi bara olíusíu og vélarolíu hjá N1 og hef smurt núverandi bíl sjálfur frá því að ég eignaðist hann. Ég hugsa að ég sé að borga aðeins vinstra megin við 10.000 - en ég er líka að nota frekar dýra og fína olíu.
Það er mikið betra að gera þetta sjálfur heldur en að láta einhvern smurstöðvarsnilling gera þetta... og ef þú ert eitthvað óöruggur á þessu að fá þá einhvern sem kann á þetta til að vera með þér í fyrsta skiptið. En hinsvegar ef að ég myndi fara á smurstöð, þá myndi ég fara á Olís Fosshálsi. Jeppakallar þar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Takk fyrir svarið Guðni.
Ég er nú enginn svaka bílakall.
En ég myndi nú væntanlega ná að skipta um olíu á jeppanum, hef allavega náð því á fólksbíl :) en að smyrja gírkassann yrði meira mál eða hvað ?
Hvað með smurbókina, þá er maður ekki að fá stmpilinn frá smurstöð varðandi olíuskipti, veikir það þá ekki smurbókina í bílnum ?'
Ég er nú enginn svaka bílakall.
En ég myndi nú væntanlega ná að skipta um olíu á jeppanum, hef allavega náð því á fólksbíl :) en að smyrja gírkassann yrði meira mál eða hvað ?
Hvað með smurbókina, þá er maður ekki að fá stmpilinn frá smurstöð varðandi olíuskipti, veikir það þá ekki smurbókina í bílnum ?'
35" Trooper ´00
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Það er minna mál en maður hefði haldið.
Ég er ekki menntaður í vélageiranum - ég er bara áhugamaður einsog þú sjálfur þannig að ég ber enga ábyrgð á því sem ég segi.
Ég fór í verkfæralagerinn og keypti mér svona dall með stútt til að hella af honum - það auðveldar alla vinnuna í kringum þetta. Úrgangsolíuna seturðu bara á brúsa og ferð með niðrí Sorpu. Smursugu (smursprauta?) er hægt að fá í N1 og örugglega fleiri búðum fyrir lítið, ég held að ég hafi borgað ~2.000 fyrir mína úr N1.
Ef þú ert með Pajero þá myndi ég vera búinn að hringja í Heklu og fá að vita hvernig og hve mikið af olíu fer á vélina, gírkassan, millikassan og bæði fram og afturdrif. Þá veistu hvað þú þarft að kaupa mikið af hvernig olíu.
Einsog þetta er í Hilux (og líklega eins í flestöllum jeppum) þá eru bara tveir tappar á gírkassanum.. aftöppunar og áfyllingar. Þetta er þá bara tappa af og setja svo tappan aftur í (stundum eru svona þéttihringir á töppunum, ath. það í umboði - ég fékk nýja svona bara í Toyota af því að þetta vantaði á vélina hjá mér). Svo er bara smursugan notuð til að sjúga úr brúsanum og sprauta innum átöppunargatið. Þetta vill verða sóðalegt, myndi vera með nóg af tissjú eða tuskum. Ég held að það sé oftast bara fyllt þangað til að það byrjar að leka aftur útum áfyllingargatið.
Hjá mér í Hilux er þetta svo eins á millikassanum og nær alveg eins á fram og afturdrifunum. Kostur við það að skipta t.d. sjálfur á drifunum að þú getur betur fylgst með hvort að það sé mikið af svarfi í olíunni.
Ég hef hinsvegar bara átt beinskipta bíla og hef aldrei skipt um á sjálfskiptingu - ég ímynda mér að það sé eitthvað meira mál þar sem þú ert þá líklega með sjálfskiptikæli og eitthvað meira. Það er örugglega einhver hérna sem getur frætt okkur um þetta :-)
Góða skemmtun og passaðu þig á að skemma ekki neitt.
Ég er ekki menntaður í vélageiranum - ég er bara áhugamaður einsog þú sjálfur þannig að ég ber enga ábyrgð á því sem ég segi.
Ég fór í verkfæralagerinn og keypti mér svona dall með stútt til að hella af honum - það auðveldar alla vinnuna í kringum þetta. Úrgangsolíuna seturðu bara á brúsa og ferð með niðrí Sorpu. Smursugu (smursprauta?) er hægt að fá í N1 og örugglega fleiri búðum fyrir lítið, ég held að ég hafi borgað ~2.000 fyrir mína úr N1.
Ef þú ert með Pajero þá myndi ég vera búinn að hringja í Heklu og fá að vita hvernig og hve mikið af olíu fer á vélina, gírkassan, millikassan og bæði fram og afturdrif. Þá veistu hvað þú þarft að kaupa mikið af hvernig olíu.
Einsog þetta er í Hilux (og líklega eins í flestöllum jeppum) þá eru bara tveir tappar á gírkassanum.. aftöppunar og áfyllingar. Þetta er þá bara tappa af og setja svo tappan aftur í (stundum eru svona þéttihringir á töppunum, ath. það í umboði - ég fékk nýja svona bara í Toyota af því að þetta vantaði á vélina hjá mér). Svo er bara smursugan notuð til að sjúga úr brúsanum og sprauta innum átöppunargatið. Þetta vill verða sóðalegt, myndi vera með nóg af tissjú eða tuskum. Ég held að það sé oftast bara fyllt þangað til að það byrjar að leka aftur útum áfyllingargatið.
Hjá mér í Hilux er þetta svo eins á millikassanum og nær alveg eins á fram og afturdrifunum. Kostur við það að skipta t.d. sjálfur á drifunum að þú getur betur fylgst með hvort að það sé mikið af svarfi í olíunni.
Ég hef hinsvegar bara átt beinskipta bíla og hef aldrei skipt um á sjálfskiptingu - ég ímynda mér að það sé eitthvað meira mál þar sem þú ert þá líklega með sjálfskiptikæli og eitthvað meira. Það er örugglega einhver hérna sem getur frætt okkur um þetta :-)
Góða skemmtun og passaðu þig á að skemma ekki neitt.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Takk kærlega fyrir þetta.
Alltaf gott og gaman að fá svona lið fyrir lið hvað maður eigi að gera fyrir svona kjána eins og mig :)
Það er sko engin hætta á öðru en að ég passi mig, ég þori sem minnst að fikta í bílnum mínum, held alltaf að ég skemmi eitthvað ef ég skrúa eitthvað í sundur og þess háttar :s :)
Alltaf gott og gaman að fá svona lið fyrir lið hvað maður eigi að gera fyrir svona kjána eins og mig :)
Það er sko engin hætta á öðru en að ég passi mig, ég þori sem minnst að fikta í bílnum mínum, held alltaf að ég skemmi eitthvað ef ég skrúa eitthvað í sundur og þess háttar :s :)
35" Trooper ´00
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Passaðu þig bara á því að nota akkúrat réttu týpuna af olíu á gír og millikassa. Hún er minnir mig 75w-90 Hypoid olía, ef þú notar venjulega gírolíu þá brennur hún upp á mettíma og verður svört og ógeðsleg. Þessi olía hefur verið til frá Texaco á Olís stöðvunum og sjálfsagt hægt að fá hana í N1/Bílanaust.
Staðallin er held ég API-GL 5 eða API-GL 6, bara að passa að hún sé örugglega ættluð í Hypoid drif.
Staðallin er held ég API-GL 5 eða API-GL 6, bara að passa að hún sé örugglega ættluð í Hypoid drif.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
strákar ef þið komið í POULSEN þá er hægt að fletta upp í forriti sem við höfum hvaða olia hentar best á bilinn og magn þetta á við um alla vökva á bilnum svo eru við lika með oliu síu og loft sia á mjög góðu verði.
Patrol 4.2 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Takk fyrir upplýsingarnar Stebbi.
Frikki, vað er þetta að kosta hjá ykkur þ.e.a.s. smyrja ssk Pajero dísel ?
Frikki, vað er þetta að kosta hjá ykkur þ.e.a.s. smyrja ssk Pajero dísel ?
35" Trooper ´00
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
við erum verslun ekki verkstæði............ seljum flesta varahluti og oliur og siur.
kv
kv
Patrol 4.2 44"
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Svo er hægt að fletta upp á netinu hvað á að fara á bílin td http://www.valvolineeurope.com/english/products/for_consumers/cars_and_vans/finding_the_right_oil
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:35, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
afc wrote:Veit að það kostar held ég 8500 krónur að smyrja Pajero disel sjálfskiptan hjá Kvikk Fix en hvernig er það með olíuna þarna ?
Man að ég lét einhvertíman smyrja Terranóinn minn gamla, beinskiptan bensín bíl hjá Shell og borgaði fyrir það 14.000 !
Hvernig Pajero er þetta, það er hvaða árgerð og típa?
Þetta er 2,8 disel sjálfskiptur 11´1998
Annars er hér önnur spurning.
Hvort er betra að vera með verri olíu sem endist í 5000 km ca eða vera með betri olíu sem endist í 10.000 km ca
Las einhverstaðar í öðrum rþæði hér að það væri betra að vera með verri olíu ó-og skipta á 5000 km fresti, hver er ykkar skoðun á því ?
35" Trooper ´00
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Svo er hægt að fletta upp á netinu hvað á að fara á bílin td http://www.valvolineeurope.com/english/ ... _right_oil
Þetta er poulsen staðallinn og poulsen olian :)
Þetta er poulsen staðallinn og poulsen olian :)
Patrol 4.2 44"
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:36, breytt 1 sinni samtals.
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Sælir
Ég skipti oftast nær á Pattanum sjálfur allavega á mótornum. Ég eftirlæt smurverkstæðum kassana og drifin, sparar mér vesen og þeir eru vel græjaðir í svoleiðis vesen. Koppa smyr ég sjálfur með mótornum.
Ég veit ekkert um pajeróinn þannig en ég spjallaði fyrir nokkrum árum við mann sem hafði verið í póstdreifingu um sveitina austanmegin við Víkurskarðið og hann sagði að eina leiðin til að halda bílnum gangandi væri að skipta nógu oft um olíur. Ef maður gerir það oft er mun minni ástæða til að nota dýrar olíur. Hann notaði hilux sem entist honum starfið í póstinum og meira til.
Vélfræðingur, fyrrverandi mágur minn, sagði að í stærri skipum væri olían sett í gegnum skilvindur til að skilja sótið frá olíunni. Eftir það væri bætiefni sett saman við hana til að nýta hana sem best. Málið er að sérstaklega díeselvélar sem eru farnar að slitna (eknar 100-150þ km) sóta sig. S.s. mótorinn sótar sig að innan. Olíunni er ætluð 2 hlutverk, sleipefni fyrir vélahlutina og þrífa vélina að innan. Með tímanum mettar olían sig af sóti og hættir að geta hreinsað sótmyndunina í burtu. Hluti sótsins verður eftir í síunni en hluti sótsins er það fín korn að sían nær því ekki. Með olíunni er svolítill basi sem á að vinna á sótinu sem er súrt og þegar sótið mettar olíuna súrnar hún og hættir að hreinsa. Basi er bætiefnið sem er sett í olíuna í skipum EFTIR skilvindurnar.
Ég ætla ekki að efast um að það sé munur á olíum sem kosta 390kall líterinn eða 200kall. Ég er hinsvegar að segja að mín skoðun er sú að þegar vélarnar slitna og þær fara að sóta sig meira skiptir mun meira máli að nota hreina olíu frekar en dýra. Það má kannski hugsa dæmið þannig að þú notar alltaf svipaða krónutölu. Olíumagn skiptir líka miklu máli því að það þarf að skipta mun sjaldnar um olíu á t.d. gamla krúser sem var með 12l. olíukerfi. Pattinn er með rétt rúmlega 6l. kerfi og þá má segja að ef skipt er á Pattanum á 5000km fresti ætti 10000km að passa fyrir cruiserkarlinn. 6.2 vélin sem ég nota núna er ekki með nema 5-5,5 lítra og kem ég trúlega til með að skipta um olíu á 3-3500 km fresti en síuna trúlega bara annað hvert skipti.
Þó að menn ætli sér að nota ódýrari olíur verður að passa það að hún uppfylli skilyrðin sem vélaframleiðandinn setur. Þetta er að finna í öllum handbókum sem fyljga bílunum og allir betri olíusalar hafa bækur eða gagnagrunn sem þetta er að finna. Sömuleiðis er spurning hvort bíllinnn verði stöðugt notaður í miklu frosti eða oft gangsettur í miklu frosti. Það eru dæmi um að nýlegar vélar eyðileggist á Grímsfjalli við eina kaldræsingu með semi synþetíska olíu.
Olíur á drifum og kössum eru í mínum huga þannig að ef jeppinn er lítið í snjó eða vatni dugar að skipta á kössunum annað hvert ár og jafnvel framdrifinu en þá þarf að skipta skilyrðislaust án tillits til hvernig olían er sem er á. Mikið notaða fjallajeppa þarf að skipta á kössum árlega og feiti á framhjólalegum, drifum árlega OG ef eitthvað af þessu fer á kaf í vatn. Allt án tillits til ástands olíunnar sem er á.
Málið er að það kostar ca 2000 kall að láta skipta á drifinu á smurstöð, 500 kall ef heima. Hvað kostar drifið í bílinn, læsingin, legurnar o.s.frv.
Gamla Patrolvélin mín var smurð reglulega en í seinni tíð var ég orðinn latur við þetta. Gerði ýmislegt til að auka aflið t.d. auka við túrbínuþrýstinginn og olíumagnið og fyrir rest fór stangarlega. Þá var mótorinn keyrður 340.000 km. Hugsanlega hefði mátt bjarga vélinni en fyrt var hljóðið svo dauft aðég var sannfærður um að eitthvað annað væri að. keyrði rólega áfram þar til ég heyrði staðfestingu á hvað væri að.
Það þarf líka að smyrja í drifskaptið í ALLA krossa og dragliðina og stýrisenda og spindla. Alla koppa þarf að smyrja reglulega og það er hverjum manni meinhollt að leggjast undir jeppann sinn með koppafeitissprautu og horfa, spöglera og banka í hluti sem ekki á að svara með hljóði. Banka í ballancestangarendana, hamast á drifskaftinu, stýfum og stýfugúmmíum, stýrisstöng, millibilsstöng o.s.frv.
Besta við þetta er að maður þarf aldrei að hafa áhyggjur að maður verði ríkur og manni þarf aldrei að leiðast ef maður á svona tæki.
Kv Jón Garðar
Ég skipti oftast nær á Pattanum sjálfur allavega á mótornum. Ég eftirlæt smurverkstæðum kassana og drifin, sparar mér vesen og þeir eru vel græjaðir í svoleiðis vesen. Koppa smyr ég sjálfur með mótornum.
Ég veit ekkert um pajeróinn þannig en ég spjallaði fyrir nokkrum árum við mann sem hafði verið í póstdreifingu um sveitina austanmegin við Víkurskarðið og hann sagði að eina leiðin til að halda bílnum gangandi væri að skipta nógu oft um olíur. Ef maður gerir það oft er mun minni ástæða til að nota dýrar olíur. Hann notaði hilux sem entist honum starfið í póstinum og meira til.
Vélfræðingur, fyrrverandi mágur minn, sagði að í stærri skipum væri olían sett í gegnum skilvindur til að skilja sótið frá olíunni. Eftir það væri bætiefni sett saman við hana til að nýta hana sem best. Málið er að sérstaklega díeselvélar sem eru farnar að slitna (eknar 100-150þ km) sóta sig. S.s. mótorinn sótar sig að innan. Olíunni er ætluð 2 hlutverk, sleipefni fyrir vélahlutina og þrífa vélina að innan. Með tímanum mettar olían sig af sóti og hættir að geta hreinsað sótmyndunina í burtu. Hluti sótsins verður eftir í síunni en hluti sótsins er það fín korn að sían nær því ekki. Með olíunni er svolítill basi sem á að vinna á sótinu sem er súrt og þegar sótið mettar olíuna súrnar hún og hættir að hreinsa. Basi er bætiefnið sem er sett í olíuna í skipum EFTIR skilvindurnar.
Ég ætla ekki að efast um að það sé munur á olíum sem kosta 390kall líterinn eða 200kall. Ég er hinsvegar að segja að mín skoðun er sú að þegar vélarnar slitna og þær fara að sóta sig meira skiptir mun meira máli að nota hreina olíu frekar en dýra. Það má kannski hugsa dæmið þannig að þú notar alltaf svipaða krónutölu. Olíumagn skiptir líka miklu máli því að það þarf að skipta mun sjaldnar um olíu á t.d. gamla krúser sem var með 12l. olíukerfi. Pattinn er með rétt rúmlega 6l. kerfi og þá má segja að ef skipt er á Pattanum á 5000km fresti ætti 10000km að passa fyrir cruiserkarlinn. 6.2 vélin sem ég nota núna er ekki með nema 5-5,5 lítra og kem ég trúlega til með að skipta um olíu á 3-3500 km fresti en síuna trúlega bara annað hvert skipti.
Þó að menn ætli sér að nota ódýrari olíur verður að passa það að hún uppfylli skilyrðin sem vélaframleiðandinn setur. Þetta er að finna í öllum handbókum sem fyljga bílunum og allir betri olíusalar hafa bækur eða gagnagrunn sem þetta er að finna. Sömuleiðis er spurning hvort bíllinnn verði stöðugt notaður í miklu frosti eða oft gangsettur í miklu frosti. Það eru dæmi um að nýlegar vélar eyðileggist á Grímsfjalli við eina kaldræsingu með semi synþetíska olíu.
Olíur á drifum og kössum eru í mínum huga þannig að ef jeppinn er lítið í snjó eða vatni dugar að skipta á kössunum annað hvert ár og jafnvel framdrifinu en þá þarf að skipta skilyrðislaust án tillits til hvernig olían er sem er á. Mikið notaða fjallajeppa þarf að skipta á kössum árlega og feiti á framhjólalegum, drifum árlega OG ef eitthvað af þessu fer á kaf í vatn. Allt án tillits til ástands olíunnar sem er á.
Málið er að það kostar ca 2000 kall að láta skipta á drifinu á smurstöð, 500 kall ef heima. Hvað kostar drifið í bílinn, læsingin, legurnar o.s.frv.
Gamla Patrolvélin mín var smurð reglulega en í seinni tíð var ég orðinn latur við þetta. Gerði ýmislegt til að auka aflið t.d. auka við túrbínuþrýstinginn og olíumagnið og fyrir rest fór stangarlega. Þá var mótorinn keyrður 340.000 km. Hugsanlega hefði mátt bjarga vélinni en fyrt var hljóðið svo dauft aðég var sannfærður um að eitthvað annað væri að. keyrði rólega áfram þar til ég heyrði staðfestingu á hvað væri að.
Það þarf líka að smyrja í drifskaptið í ALLA krossa og dragliðina og stýrisenda og spindla. Alla koppa þarf að smyrja reglulega og það er hverjum manni meinhollt að leggjast undir jeppann sinn með koppafeitissprautu og horfa, spöglera og banka í hluti sem ekki á að svara með hljóði. Banka í ballancestangarendana, hamast á drifskaftinu, stýfum og stýfugúmmíum, stýrisstöng, millibilsstöng o.s.frv.
Besta við þetta er að maður þarf aldrei að hafa áhyggjur að maður verði ríkur og manni þarf aldrei að leiðast ef maður á svona tæki.
Kv Jón Garðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Þetta var aldeils frábært svar.
Gaman að fá svona fróðleik þar sem maður veit lítið sem ekkert um jeppa.
Gaman að fá svona fróðleik þar sem maður veit lítið sem ekkert um jeppa.
35" Trooper ´00
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Izan wrote:Mikið notaða fjallajeppa þarf að skipta á kössum árlega og feiti á framhjólalegum, drifum árlega OG ef eitthvað af þessu fer á kaf í vatn.
Ég ætla að dirfast að vera ósammála þessu. Ég herti uppá notuðum hjólalegum í pajero hjá mér á því herrans ári 2004, þreif og skipti um feiti á sama tíma. Afþví að ég var að koma af 3ja Hiluxinum þá þorði ég ekki annað en að kaupa hjólalegu afþví það var aðeins laust uppá annari þegar ég keypti bílinn.
Þessi hjólalega sem ég keypti í Fálkanum er enþá í hanskahólfinu hjá mér 70 þús kílómetrum seinna og það er ekki að finna að legurnar séu nokkuð að fara að stimpla sig út. Til að undirstrika MMC gæði þá er þessi bíll búin að vera notaður sem jeppi á fjöllum og í veiði allan þann tíma sem ég hef átt hann.
Patrol eigendur mega eiga þessa þumalputtareglu um að vera endalaust að hamast í hjólalegunum á bílunum sínum, ég læt mér duga að kaupa bíl með viðunandi hjólabúnað sem heldur vatni og vindum og endist.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Sælir
Ég hefði verið hissa ef enginn væri mér ósammála en það er akkúrat tilfellið með þetta eins og annað. Trúabrögðin eru slík enda er engin ein aðferð hinn heilagi sannleikur.
Hættan með hjólalegurnar er sú sama og búkkalegur í snjósleðum: þær hitna tölvert mikið, sérstaklega í átökum við stór hjól og er síðan skellt í kalt vatn þegar ekið er yfir á. Þá snöggkólnar olían og loftið inní leguhúsinu og dregst saman (eðlisfræði). Við það dregur leguhúsið vatn inní sig og blandar saman við legufeitina eða olíuna. Ef bíllinn stendur lengi ryðgar legan og skemmist. Þetta er það sem ég hef fyrir mér í þessu.
Pattinn minn er á legusetti nr 3, bíll ekinn 340.000 km. Gefur augaleið að legurnar eru ekki að hrynja árlega enda fyrr mætti vera. Ég er ekki svo duglegur að skipta um feiti árlega á legunum heldur hef ég séð þetta gert á hinum ýmsu jeppum í kringum mig Landcruiser, Dana 44, Dana 60 skiptir engu. Málið er að það eru mikið til sömu framleiðendur af þessum legum og feitinni og bílarnir keyra í sama snjónum og sama vatninu og sama eðlisfræðin á við alla óháð því herjir pússla dótinu saman.
Sú staðreynd að það sé stutt á milli lega í Patrol breytir engu um að það er alltaf best að vera með nýja feiti á legunum og það markmið næst ekki nema með því að skipta feitinni út reglulega óháð því hvernig hún er. Einmitt það kemur í veg fyrir leguskiptin enda kostar legufeitisskammturinn um 250 kall í hvora legu en legusettið sjálfsagt um 30.000 hvort. Ef legar fer kostar nafið líklega um 60.000 kall svo að ég tími alveg 500 kalli í nýja feiti.
Kv Izan, sem nýtur þess að menn séu ekki sammála sér!
Ég hefði verið hissa ef enginn væri mér ósammála en það er akkúrat tilfellið með þetta eins og annað. Trúabrögðin eru slík enda er engin ein aðferð hinn heilagi sannleikur.
Hættan með hjólalegurnar er sú sama og búkkalegur í snjósleðum: þær hitna tölvert mikið, sérstaklega í átökum við stór hjól og er síðan skellt í kalt vatn þegar ekið er yfir á. Þá snöggkólnar olían og loftið inní leguhúsinu og dregst saman (eðlisfræði). Við það dregur leguhúsið vatn inní sig og blandar saman við legufeitina eða olíuna. Ef bíllinn stendur lengi ryðgar legan og skemmist. Þetta er það sem ég hef fyrir mér í þessu.
Pattinn minn er á legusetti nr 3, bíll ekinn 340.000 km. Gefur augaleið að legurnar eru ekki að hrynja árlega enda fyrr mætti vera. Ég er ekki svo duglegur að skipta um feiti árlega á legunum heldur hef ég séð þetta gert á hinum ýmsu jeppum í kringum mig Landcruiser, Dana 44, Dana 60 skiptir engu. Málið er að það eru mikið til sömu framleiðendur af þessum legum og feitinni og bílarnir keyra í sama snjónum og sama vatninu og sama eðlisfræðin á við alla óháð því herjir pússla dótinu saman.
Sú staðreynd að það sé stutt á milli lega í Patrol breytir engu um að það er alltaf best að vera með nýja feiti á legunum og það markmið næst ekki nema með því að skipta feitinni út reglulega óháð því hvernig hún er. Einmitt það kemur í veg fyrir leguskiptin enda kostar legufeitisskammturinn um 250 kall í hvora legu en legusettið sjálfsagt um 30.000 hvort. Ef legar fer kostar nafið líklega um 60.000 kall svo að ég tími alveg 500 kalli í nýja feiti.
Kv Izan, sem nýtur þess að menn séu ekki sammála sér!
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Sælir , ég smyr minn bíl sjálfur og geri það sem þarf við hann sjálfur..
Allar fullyrðingar um kílómetrafjölda milli olíuskipta á drifum og gír- og millikössum á breyttum fjallajeppum get ég ekki verið sammála um því ef þú ert, eins og ég, á ferð á fjöllum, í vatni, snjó og krapa verðurðu að fylgjast betur með drifum og kössum því vatn í olíum er dauðadómur og öskrar hreinlega á ónýt drif.
Ég athuga olíur á drifum og kössum og feiti í legum eftir hverja einustu ferð ef ég kem nálægt vatni.
kv Kári
Allar fullyrðingar um kílómetrafjölda milli olíuskipta á drifum og gír- og millikössum á breyttum fjallajeppum get ég ekki verið sammála um því ef þú ert, eins og ég, á ferð á fjöllum, í vatni, snjó og krapa verðurðu að fylgjast betur með drifum og kössum því vatn í olíum er dauðadómur og öskrar hreinlega á ónýt drif.
Ég athuga olíur á drifum og kössum og feiti í legum eftir hverja einustu ferð ef ég kem nálægt vatni.
kv Kári
Re: Olíuskipti á jeppann ykkar ?
Sæll
Að sjálfsögðu er þetta rétt. Trúlega er maður alltof latur við þetta. Reyndar, mér til málsbóta þá nota ég bílinn tölvert mikið, bæði á þjóðvegi og ófærð (reyndar bæði á þjóðvegum og fjallvegum og jöklum einstaka sinnum) en er yfirleitt lítið í vatnaakstri.
Þetta er samt akkúrat pungturinn sem vantaði uppá.
Kv Jón Garðar
Að sjálfsögðu er þetta rétt. Trúlega er maður alltof latur við þetta. Reyndar, mér til málsbóta þá nota ég bílinn tölvert mikið, bæði á þjóðvegi og ófærð (reyndar bæði á þjóðvegum og fjallvegum og jöklum einstaka sinnum) en er yfirleitt lítið í vatnaakstri.
Þetta er samt akkúrat pungturinn sem vantaði uppá.
Kv Jón Garðar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur