Fini kútur eða ekki

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Fini kútur eða ekki

Postfrá Eiður » 27.aug 2012, 21:39

Sælir er að setja fini inní inrabrettið á patrol það er kútur undir bílnum 10 eða 15 lítra. mín pæling er þessi:
er ég að græða einhvað á því að hafa kút? þó ég sé með einhverja 10 lítra af 8börum í fyrsta dekk þá er ég með auka tíu lítra sem þarf alltaf að pumpa í jafnhliða hinum dekkjunum, það kannski hefur engin áhrif

ennnnnn svo er rúsínan í pulsuendanum fini þarf kælingu það er lítið um hana inní brettinu og að vera að láta hana erfiða uppí 8 bör er það að borga sig varðandi endingu á dæluni?

óska eftir málefnalegri umræðu;)



User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá Hagalín » 27.aug 2012, 21:47

Pabbi lét Sigga Svans í Radioraf gera þetta fyrir sig í pattanum hjá sér.
Hefur komið vel út en smá hávaði þegar hún er í gangi.

Varðandi loftun held ég að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur, það loftar alveg nóg þessa stutta
stund sem hún er í gangi í einu.

Varðandi loftkútinn myndi ég mæla með því ef þú getur að hafa hann tengdann.
Alltaf gott að hafa kút til að skjóta af þegar til dæmis affelgar eða eitthvað sem þarfnast
mikils loft á skömmum tíma. Svo spara þú alltaf loftið sem annars fer út í andrúmsloftið þegar
þú ert að skipta um dekk......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá jeepson » 27.aug 2012, 22:45

Ég er með finidælu og vörubílskút í jeppanum mínum. Það er funkera nokkuð vel. Það tekur um 2 mín að fylla á kútinn. pressustatið slær út í 7börum þannig að dælan ætti að erfiða minna við að þurfa ekki að puða síðasta barinu í kútinn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá Izan » 27.aug 2012, 22:50

Sæll

Það er alveg óhætt að mæla með loftkút í bílnum. Ég lét sjóða snittbúta á hreindýragrindina hjá mér og hann er kúturinn í dag. Þegar ég fer á fjöll kveiki ég bara á loftinu og Fini dælan sér um að viðhalda 7-8 bara þrýstingi á pípunni. Þá hef ég alltaf loft fyrir framlæsinguna og til að byrja að pumpa í dekk. Síðan er ég með lítinn loka á loftslöngunni til að pumpa í dekk og þannig tapa ég ekki loftinu milli dekkja.

Mér finnst ég ekki hafa farið vel með finidæluna mína en hún er í fínu standi ennþá. Ég er með hana í kassa aftan á hleranum og hún er tengd við pressostat á hvalbaknum. Ég gerði einn feil í þessu því að þegar hún hættir að dæla þarf að aflesta dæluna sjálfa og sá búnaður er of langt frá dælunni. Miklu betra hefði verið að hafa loka sem fer á um leið og dælan byrjar að dæla og hleypir lofti út af dælunni þegar deyr á henni.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá Eiður » 27.aug 2012, 22:53

Izan wrote:Sæll

Það er alveg óhætt að mæla með loftkút í bílnum. Ég lét sjóða snittbúta á hreindýragrindina hjá mér og hann er kúturinn í dag. Þegar ég fer á fjöll kveiki ég bara á loftinu og Fini dælan sér um að viðhalda 7-8 bara þrýstingi á pípunni. Þá hef ég alltaf loft fyrir framlæsinguna og til að byrja að pumpa í dekk. Síðan er ég með lítinn loka á loftslöngunni til að pumpa í dekk og þannig tapa ég ekki loftinu milli dekkja.

Mér finnst ég ekki hafa farið vel með finidæluna mína en hún er í fínu standi ennþá. Ég er með hana í kassa aftan á hleranum og hún er tengd við pressostat á hvalbaknum. Ég gerði einn feil í þessu því að þegar hún hættir að dæla þarf að aflesta dæluna sjálfa og sá búnaður er of langt frá dælunni. Miklu betra hefði verið að hafa loka sem fer á um leið og dælan byrjar að dæla og hleypir lofti út af dælunni þegar deyr á henni.

Kv Jón Garðar


hvar fæ ég slíkan loka sem hleypir þrýstingnum af?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá Izan » 27.aug 2012, 23:16

Sæll

Venjulegt pressostat getur þetta sjálft en þú ættir að getað notað venjulegan 2/1 loka. Svo þarftu einstefnuloka í kerfið til þess að tæma ekki kerfið komplett.

Kv Jón Garðar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá AgnarBen » 28.aug 2012, 15:16

Eiður wrote:hvar fæ ég slíkan loka sem hleypir þrýstingnum af?


Færð hann td í Landvélum og sjálfsagt fleiri verslunum.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá Sævar Örn » 28.aug 2012, 22:25

Slitna dælurnar ekki hraðar ef menn eru sífellt að pressa upp í 7 bör í kúta, í stað þess að maxa kannski í 2 börum við það eitt að dæla beint í dekk?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá andrijo » 28.aug 2012, 23:46

Ég myndi bara nota dæluna sem kom fyrir traktorinn eiður, skal bara skella henni á rútuna á morgun...spara fini bara þangað til hún gefur upp öndina...

Bk að heiman


andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá andrijo » 28.aug 2012, 23:50

En sævar, án þess að ég viti neitt um það, ef það eru 7 eda 8 bör á kútnum, fer ekki dælan mögulega sjaldnar í gang ef tad er verid ad skjóta adeins a dekkin og ef tad er verid ad hardpumpa ta fer ekkert til spillis?

Þ.e. Er ekki haegt ad stilla vid hvada þrysting pressustatid raesir daeluna?

Hilsen úr morkinni


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá olei » 29.aug 2012, 08:53

Ef dælan er tengd við opna slöngu þá sér hún aldrei nema ríflega mesta þrýsting sem dekkin eru pumpuð upp í - kringum 2 bör eða svo. Álagið á dæluna undir þeim kringumstæðum er mikið minna en ef hún er látin vinna upp í hærri þrýsting eins og t.d 8 bör. Við þann þrýsting er jú fjórfalt meira átak á stimpilkollana en við 2 bör. Ég er á því að þeir sem eru með viðkvæmar dælur (t.d. sumar reimdrifnar ACdælur sem eru viðkvæmar) ættu að velta því fyrir sér hvort að kútur sé nauðsyn út af þessu atriði.

Jú, það er smá tímasparnaður við að pumpa í dekkin með því að hafa kút við dæluna, en ekki mikill. Og eitthvað hjálpar 10l kútur við að felga dekk sem farið hefur út af, en aftur - ekki mikið! Í bíl sem er ekki með loftlæsingar eða loftpúðakerfi er alveg spurning hvort að það tekur því að vera með kút Og í bílum sem eru með læsingar og/eða loftpúða er alveg spurning hvort að ekki sé betra að vera með litla rafmagnsdælu við kút til að sjá um það.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fini kútur eða ekki

Postfrá AgnarBen » 29.aug 2012, 13:20

Þetta er ágætar ábendingar hjá Ólafi og ég held að ef menn eru ekki loftlæsingar þá geti menn vel notað kútinn "skynsamlega", það ætti að bæta endingu dælunnar. Ég er með 7,5 lítra kút minnir mig og ég læt AC dæluna slá út í 7 börum. Ég er þó ekkert alltaf með þetta kerfi í gangi, hef kútinn bara tómann þegar ég keyri og smelli svo bara dælunni í gang þegar ég er að fara að pumpa, safna þá lofti á meðan ég er að tengja slönguna og svo á milli dekkja en safna svo ekki endilega upp loftinu eftir pumpun. Það munar aðeins um að hafa kút og safna lofti áður og meðan verið er að pumpa en þetta er svo enginn stórkostlegur tímasparnaður svona í heildina litið.

Svo er nú alveg hægt að vera kútlaus þótt þú sért með loftlæsingar. Á gamla 2001 Pattanum mínum var ARB framlæsing en enginn kútur, það var bara pumpað smá þrýstingi inn á kerfið og það látið duga, svínvirkaði. Það var síðan höfð sér dæla á bak við innréttinguna eingöngu fyrir þetta kerfi. Ég var svo bara með lausa Fini í skottinu sem ég tengdi við spiltengið og reyndist þetta setup mér vel.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur