Loftþrýstingur


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Loftþrýstingur

Postfrá ThOl » 30.jún 2010, 16:00

Sælir, nú vantar mig góð ráð. Er með Patrol ´99 á hálfslitnum 35 tommu BF Goodrich dekkjum og er að fara að þvælast um Fjallabaksleið, Sprengisand og þar um slóðir. Í bænum keyra ég á ca 32 pundum en vil hafa minna í þeim á grófum vegum. Hvað mælið þið með, er óhætt að fara í 20 pund eða fer það mjög illa með dekkin?
Þorgeir



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Loftþrýstingur

Postfrá HaffiTopp » 30.jún 2010, 16:03

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:33, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Loftþrýstingur

Postfrá ThOl » 30.jún 2010, 16:11

Takk fyrir. Um síðustu helgi fór ég inn að Kaldalóni við norðanvert Ísafjarðardjúp og vegurinn var eitt þvottabretti. Þá fór ég í 25 pund og ástandið batnaði til muna en næst prófa ég að fara enn neðar!

Kv
Þorgeir


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Loftþrýstingur

Postfrá birgthor » 30.jún 2010, 23:09

Ég keyrði vestfirðina um daginn og ég var í 30 ps ef mikið var um malbik en annars í 14ps og ók helling þannig á malbiki, dekkin hitnuðu mjög lítið við það en mjög gott að keyra á malarvegum.

Ég er á Isuzu Crew cap um 2 tonn og á 35", svo fyrir þig myndi ég segja svona 16-18 ps


Kv. Biggi
Kveðja, Birgir

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Loftþrýstingur

Postfrá andrig » 01.júl 2010, 00:10

ég hef yfirleitt ekki látið meira en 25psi í 35" dekkinn mín fyrir malbiks akstur, fer alveg niður í 15psi á malar og fjallvegum.
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Loftþrýstingur

Postfrá hobo » 01.júl 2010, 08:30

Hérna er viðmiðunartafla fyrir loftþrýsting frá arctic trucks.

Image


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Loftþrýstingur

Postfrá ThOl » 01.júl 2010, 12:08

Takk fyrir góð svör og ábendingar, ég hef auðsjáanlega verið með alltof mikið loft í dekkjunum.
Þorgeir


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur