Slöngusmíð ?

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Slöngusmíð ?

Postfrá Haffi » 27.aug 2012, 18:05

Sælir

Ég þarf að láta smíða smá stubb af bemsuslöngu fyrir mig, gúmmíslöngu með endum sem eru krumpaðir uppá.
Hverjir eru ódýrastir og öruggastir í þessu í höfuðborginni?

Þetta er svona, þarf nýjar slöngur í staðinn fyrir þessar sem eru skornar í sundur:

Image

kv


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá KÁRIMAGG » 27.aug 2012, 18:15

Þú ættir að geta fengið þetta hjá stillingu.
Ef þarf að smíða þá landvélar


Blazer K5
Innlegg: 35
Skráður: 11.aug 2010, 12:24
Fullt nafn: Diðrik Vilhjálmsson

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Blazer K5 » 27.aug 2012, 19:14

af hverju losaðir þú þetta ekki bara í sundur í staðinn fyrir að saga!!? ;)

en er allt í lagi að láta smíða fyrir sig bremsuslöngur, hélt alltaf að þetta yrði að vera keypt sem eitt stykki, stimplað og fíntfínt, en ef það er í lagi að láta smíða fyrir sig þá er það bara flott mál því þessar helvítis bremsuslöngur kosta alltaf alltof mikið..
Diðrik Vilhjálmsson
8204787

Chevrolet Suburban K20 1986
Volvo 244 GL(E) 1979
Volvo 264 GLE 1980
Volvo 240 GL 1981
Volvo 740 GL 1984
Volvo 740 GL steisjon 1988


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá stjanib » 27.aug 2012, 19:32

Barki eða landvélar, þeir geta smíðað þetta fyrir þig.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Eiður » 27.aug 2012, 19:39

mæli með barka, hef fengið betra viðhorf og þjónustu hjá þeim en í landvélum


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá siggisigþórs » 27.aug 2012, 20:19

ég efast um að þú fáir þetta smíðað í landvélum eða barka,held að þeir eigi ekki efni í svona grannar slöngur sem þola allan þann þrýsting sem er á bremsuslöngum eða um 1000 bar meðan venjuleg glussaslanga er 350 til 400 bar kveðja siggi

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Óskar - Einfari » 27.aug 2012, 20:22

Bremsurör hef ég látið græja fyrir mig í Barka... þeir gera það yfirleytt bara á staðnum. Veit ekki hvernig er með svona slöngur en það er væntanlega best að bjalla bara í þá eða koma við hjá þeim
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Haffi » 27.aug 2012, 20:27

Blazer K5 wrote:af hverju losaðir þú þetta ekki bara í sundur í staðinn fyrir að saga!!? ;)

en er allt í lagi að láta smíða fyrir sig bremsuslöngur, hélt alltaf að þetta yrði að vera keypt sem eitt stykki, stimplað og fíntfínt, en ef það er í lagi að láta smíða fyrir sig þá er það bara flott mál því þessar helvítis bremsuslöngur kosta alltaf alltof mikið..

haha Diddi minn, ég sagaði þetta ekki í sundur og hefði aldrei gert það, m.v. hvað það var auðvelt að losa þetta eins og ég gerði. Þetta var svona þegar ég fékk bílinn.

En já, ég tékka á þessu! takktakk
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Óli ágúst
Innlegg: 103
Skráður: 03.sep 2011, 07:24
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Pálsson

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Óli ágúst » 27.aug 2012, 20:34

Sæll
Barki er að smíða bremsuslöngur og þrýstiprófar þær.
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá stebbiþ » 27.aug 2012, 20:50

Aldrei fara í Landvélar.
Þeir í Barka eru almennilegir og vilja hjálpa þó þeir verði ekki ríkir af jeppaköllum sem eru með séróskir. Hef alltaf verslað við þá, maður fær að koma á bakvið og sýna þeim hvað maður vill.

Landvélar: Okur og óliðlegheit

Barki: Sanngjarnt verð, gott viðmót og hjálpsemi.


Þetta er engu að síður dýrt (smíði á bremsuslöngum)


Kv, Stebbi Þ.

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá Haffi » 27.aug 2012, 20:56

Hvað flokkið þið sem dýrt?
Það er kannski líka spurning að fá þetta bara úr annarri súkku, örugglega haugur til af þessu.

Þetta er nú ekki stórt stykki ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Slöngusmíð ?

Postfrá stebbiþ » 27.aug 2012, 21:29

Tveir svona slöngubútar, ca. 50 cm langir.
Kannski 8 - 10 þusund kall.
Það er ekki lengdin á slöngunni sem ræður verðinu, a.m.k. ekki að neinu ráði. Það kostar bara sitt að láta splæsa endunum á og þrýstiprófa. Svo held ég að það sé ólöglegt að vera með lengri bremsuslöngu en 70 - 80 cm.

Mig minnir að verðið hafi verið svipað og á sambærilegri slöngu úr Bílanaust, þ.e.a.s. þú ert ekkert að græða á því að láta sérsmíða þetta. Þú getur hinsvegar ráðið lengdinni og valið þér enda á slönguna.

Kv, Stebbi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur