Gerði við Tacomu um daginn og langaði að pósta því hérna inn því þetta ku vera galli í Tacoma frá 2005-2006.
Málið er að festingarnar fyrir mótorpúðana eiga það til að rífa grindina þar sem þeir eru festir (sjá mynd) og það er töluvert skemtilegra að gera við þetta áður en allt fer í hund og kött.

Hérna sést brotið (bílstjóramegin), vélinn var farin að halla töluvert og slóst í framdrifið.

Svona var þetta farþegamegin, ég hreinsaði þetta upp og setti svo styrkingu

Svo soðið í ræmur


Þurfti svo að tjakka vélina upp og sauð í sárið, eins og sést var þetta orðin myndarlegasta sprunga.


Svo samskonar styrking.
Svo annað, ef menn ákveða að gera þetta er lang best að taka framdrifið undan og fyrst menn eru að því er annar galli í þessum bílum sem má laga í leiðinni, en það er í A.D.D. búnaðnum á framdrifinu sem tengir og aftengir öxulinn við drifið.
Rafmótirinn sem snýr gúanóinu er bara "pressfittaður" við pólana frá tenginu, en svo missa pólarnir stífnina með aldrinum og þá hættir þetta að virka (svona tæki kostar $300
) en það er lítið mál þarna að lóða pólana á mótornum við vírapólana.

Pólarnir eru þarna aftast á mótornum.
Vona þetta komi einhverjum að gangi :)