Stend frammi fyrir því skemmtilega vandamáli að hvarfakútarnir eru onýtir í bílnum hjá mer og mer vantar að fá nýja , virðist vera standard verð hvort sem það er brimborg eða önnur pústverkstæði að þau eru að rukka 150-170 þ fyrir einn kút , er fólk að mæla með einhverjum öðrum varahlutabúðum en ebay þegar að menn eru að versla frá Bandaríkjunum , maður er að sjá þessa kúta á 3-500 dollara úti kostar kannski 100 dollara að shippa þessu og svo er auðvitað þessi standard gjöld hérna heima !
með hverju mæla menn úti ?
þetta er í 2003 bíl
Ford Escape - Hvarfakútur
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
Bara taka þennan helvítis kút úr og setja hljóðtúpu......
Er allavega að fara að fjarlægja þennan sótstoppara í 6.0 ford hjá mér.
Er allavega að fara að fjarlægja þennan sótstoppara í 6.0 ford hjá mér.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
ég er svo heppinn að bíllinn skartar hvorki meira né minna en 3 hvarfakútum ... 1 á hvorri grein og svo einn undir bílnum , búið að taka þennan undir miðjum bílnum og setja rör í staðinn , hann var alveg mökkstíflaður , virðist vera að annar hvor kúturinn af pústgreininni se stíflaður líka
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
ég myndi taka hvarfakútinn udan, skera hann að ofan mylja þessa steypu drullu úr og sjóða saman aftur. þá er allavega ekkert sett útá þetta í skoðun. þessi bunaður virkar heldur ekkert á íslandi þar sem það er ekki nægur hiti og í flestum tilfellum er bíllinn ekinn í 15 til 20 min í einu og nær ekki að hitna nægilega vel. ég er buinn að gera þetta í öllum mínum bílum eftir að kúturinn stíflaðist á leiðinni upp hvalfjarðar göngin með tilheyrandi máttleysi og djöfulgangi.
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
þetta er kúturinn sem er á greininni , er jafnauðvelt að skera hann af og mylja úr honum eins og kút sem liggur undir bílnum á púströrinu ?
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
er það ekki skoðunaratriði af hafa hvarfakúta í bíl sem kemur eftir 95?
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
einhver segir að það þurfi bara að hafa einn í bílnum , þannig að samkv. þeirri lógík væri nóg að hafa einn undir miðjum bílnum
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 06.feb 2010, 15:18
- Fullt nafn: Elvar Örn Sigurðsson
- Staðsetning: Reykjarvík
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
ég á einn svona hvarfa kút sem er á eldgrein sem þú getur skoða ef þú hefur áhuga kveðja elvar Örn 8936092
Re: Ford Escape - Hvarfakútur
sendi þer einkaskilaboð Elvar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur