Cherokee gangturflun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Cherokee gangturflun
Sælir félagar ætla að spara mér vinnu og peninga með því að leita ráða hér hjá ykkur. Ég er með Jeep Cherokee limetd árgerð 1997 5,2 V-8 alveg fínasta bíl með öllu.Núna síðustu tvo daga hefur hann í tvö skipti verið að vanganga fyrra skiptið var hann í lausagangi hann hökti eða var við það að drepa á sér. Í seinna skiptið á um 50 km hraða byrjaði hann að deyja út en jafnaði sig þegar gefið var í og varð eðlilegur vinnur fínt. Það eru nýleg kerti í honum. Fyrir mér er þetta eins og skortur á bensíni eða hvað segið þið.kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee gangturflun
Sælir er þetta nokkuð amperkötturinn?
Re: Cherokee gangturflun
Skoðaðu þennan þráð
viewtopic.php?f=50&t=11142&p=62764&hilit=Cherokee#p62764
viewtopic.php?f=50&t=11142&p=62764&hilit=Cherokee#p62764
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee gangturflun
Sælir það er aldeilis saga hérna en án niðurstöðu ætli bíllinn sé kominn í lag?
Re: Cherokee gangturflun
Það er svo aftur á móti góð spurning. Ég keypti þennan skynjara vegna svipaðra vandamála en er ekki búinn að koma honum í.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee gangturflun
sæll hvað kosta þessir skynjarar?
Re: Cherokee gangturflun
ég fékk einhvern aftermarket skynjara á Ljónsstöðum fyrir einhvern 10 þús. kall.
Re: Cherokee gangturflun
Sæll Guðni,
ég myndi heira í Kjartani gutta ef ég væri þú
Kv. Eyjo
ég myndi heira í Kjartani gutta ef ég væri þú
Kv. Eyjo
Re: Cherokee gangturflun
Sæll Guðni
Nei, það er ekki kominn niðurstaða í þetta leiðindamál. Þessi Cherokee er bíllinn hennar mömmu gömlu og ég sagði henni að lokum að hún yrði að fara með hann til strákanna í Bíljöfri. Ef þeir gætu ekki kveðið niður þennan draug, þá væri fokið í flest skjól. Sú gamla gerði það og þeir í Bíljöfri standa ráðþrota gagnvart þessu. Tölvan sendir alltaf sömu skilaboðin (bilaður MAP-sensor), en það er ekki málið. Það sannreyndi ég í byrjun og svo fékk ég staðfestingu á því hjá þeim. Mamma gamla hefur ekki efni á frekari bilanaleit sem skilar svo kannski engu.
Ætli tölvan/heilinn sé ekki bara orðin rugluð. Veit einhver um svoleiðis handa mér?
Hverjum datt eiginlega í hug að setja tölvuheila í bíla?
Mér sýnist nú eitthvað annað vera að plaga bílinn hjá þér, miðað við lýsinguna. Hjómar eins og fastur eða bilaður lausagangsventill (Idle Air Control Valve). Ég vona að þér gangi betur að finna lausn í þessum sensora-frumskógi.
Kv,
Stebbi Þ.
Nei, það er ekki kominn niðurstaða í þetta leiðindamál. Þessi Cherokee er bíllinn hennar mömmu gömlu og ég sagði henni að lokum að hún yrði að fara með hann til strákanna í Bíljöfri. Ef þeir gætu ekki kveðið niður þennan draug, þá væri fokið í flest skjól. Sú gamla gerði það og þeir í Bíljöfri standa ráðþrota gagnvart þessu. Tölvan sendir alltaf sömu skilaboðin (bilaður MAP-sensor), en það er ekki málið. Það sannreyndi ég í byrjun og svo fékk ég staðfestingu á því hjá þeim. Mamma gamla hefur ekki efni á frekari bilanaleit sem skilar svo kannski engu.
Ætli tölvan/heilinn sé ekki bara orðin rugluð. Veit einhver um svoleiðis handa mér?
Hverjum datt eiginlega í hug að setja tölvuheila í bíla?
Mér sýnist nú eitthvað annað vera að plaga bílinn hjá þér, miðað við lýsinguna. Hjómar eins og fastur eða bilaður lausagangsventill (Idle Air Control Valve). Ég vona að þér gangi betur að finna lausn í þessum sensora-frumskógi.
Kv,
Stebbi Þ.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee gangturflun
Sæll Stebbi þetta eru óþolandi bilanir. Jú það er ekki ólíklegt að þetta sé tengt kaldstartinu eða hægagangs stjórnun einhverri. En ég setti blöndungs vél í Ofur foxinn og henti 2,9 litra töluvélinni og kveikti í töluheilanum. Þetta var aldrei til friðs. kveðja guðni
Re: Cherokee gangturflun
Góð lausn hjá þér Guðni. Sumir segja eflaust að við séum fastir í steinöldinni, hvað bíla varðar. Ég er samt viss um að margir vildu eiga heilalausan bíl, eins og okkar.
Kv, Stebbi
Kv, Stebbi
Re: Cherokee gangturflun
athugaðu hægagangsrofa, hann er við throttleboddýið. hann bypassar lofti framhjá spjaldinu þegar gjöfin er uppi.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee gangturflun
Sæll takk Íbbi geri það
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur