Sælir félagar.
Er einhver sem hefur sett svona apparat á ca 33" dekk,lækkað hlutföll oþh. og ef svo er hversu mikið mál er að koma dekkjum fyrir,hvaða hlutföll henta best og síðast en ekki síst hvernig hefur útkoman verið?
Finnst þessir bílar svolítið spennandi í svona verkefni :)
Kv.
Guðmann
Hyundai Starex sem alhliða ferðabíll
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 58
- Skráður: 10.mar 2012, 11:05
- Fullt nafn: Guðmann Jónasson
- Bíltegund: Musso
Re: Hyundai Starex sem alhliða ferðabíll
Sæll
Er búinn að setja svona bíl á 33" dekk og er útkoman góð.
Þetta eru fínir ferðabílar og bara ágætlega duglegir.
Mæli með að þú fáir þér Common rail bíl í þetta verkefni því vélin í þeim er skemmtilegri og höndlar 33" vel á original hlutföllum.
Ég ætlaði reyndar að setja lægri drif í minn þar sem ég er stundum með þungar kerrur en hefur gengið erfiðlega að finna þau.
Common rail bíllinn er á 3.90 hlutföllum og var ég búinn að finna út að terracan væri með 4.22 hlutföllum sem gætu hentað vel fyrir 33" en Terracaninn er með sverara afturdrif þannig að það gékk ekki.
Meiningin er svo að setja afturlæsingu úr Pajero í hann og er ég að vonast til í að skoða það mál á næstu dögum.
Það er ekkert mál að koma dekkjunum fyrir en ef þú ætlar að nota 10" felgur eins og ég gerði verður þú að fá þér felgur með 13-14cm backspace út af rennihurðinni.
Stærsta aðgerðin í þessu ferli er sennilega þynningin á rennihurðinni en það er ekkert stór mál samt.
Þér er velkomið að bjalla í mig ef þú vilt forvitnast eitthvað frekar um þetta.
Kv. Smári 896-7719
Er búinn að setja svona bíl á 33" dekk og er útkoman góð.
Þetta eru fínir ferðabílar og bara ágætlega duglegir.
Mæli með að þú fáir þér Common rail bíl í þetta verkefni því vélin í þeim er skemmtilegri og höndlar 33" vel á original hlutföllum.
Ég ætlaði reyndar að setja lægri drif í minn þar sem ég er stundum með þungar kerrur en hefur gengið erfiðlega að finna þau.
Common rail bíllinn er á 3.90 hlutföllum og var ég búinn að finna út að terracan væri með 4.22 hlutföllum sem gætu hentað vel fyrir 33" en Terracaninn er með sverara afturdrif þannig að það gékk ekki.
Meiningin er svo að setja afturlæsingu úr Pajero í hann og er ég að vonast til í að skoða það mál á næstu dögum.
Það er ekkert mál að koma dekkjunum fyrir en ef þú ætlar að nota 10" felgur eins og ég gerði verður þú að fá þér felgur með 13-14cm backspace út af rennihurðinni.
Stærsta aðgerðin í þessu ferli er sennilega þynningin á rennihurðinni en það er ekkert stór mál samt.
Þér er velkomið að bjalla í mig ef þú vilt forvitnast eitthvað frekar um þetta.
Kv. Smári 896-7719
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur