Fékk bílinn í frekar slöku ástandi og með bognar undirlyftustangir eftir að tímareim slitnaði.
byrjaði á að fá annan mótor og setti hann.
En svo kom í ljós að það var farin heddpakning í honum.
Þá var heddið rifið af og ventlar slípaðir, stálheddpakning sett í staðin og ventlabil stillt.
Hann gengur eins og klukka eftir það en þjáðist af svakalegri jeppaveiki í kringum 70 þá ætlaði hann að takast á loft ! .
Þá var farið í að skipta um allar fóðringar og gúmmí í bílnum og er hann allt annar eftir það.
Svo var það þrif að innan og það þýddi ekkert minna en skrúbbur,brunaslanga og smúlaður að innan,
eins og sönnum Land-Rover sæmir hehe.
Í fyrsta prufurúntinum sneri ég síðan í sundur afturdrifskaptið í honum og þurfti að smíða mér nýtt.
Hér er svo listinn yfir það sem búið er að gera eða er eftir að gera fyrir hann.
Kastarar Framan (X)
Þokuljós ( )
Fóðringar (X)
Laga Brettakanta (/)
Breikka felgur í 18" ( )
44" ( )
Færa afturhásingu 6cm ( )
Reimdrifin Loftdæla (X)
Úrhleipibúnaður ( )
1:4.70 Hlutföll ( )
Skipta út sætum ( )
Leggja aukarafkerfi ( )
Stærri toppgrind ( )
Skipta um afturrúðu (X)
Svona var hann þegar ég fékk hann

Heddpakningin

Þarna er fyrsti prufurúnturinn

Drepleiðinleg Kantavinna

Toppgirnd af Series III mátuð :)

Og síðan er það 44" breyting byrjuð
