Syðri-Ófæra í Álftavatnakrók

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
Sigfush
Innlegg: 15
Skráður: 02.aug 2012, 16:20
Fullt nafn: Sigfús Helgi Helgason

Syðri-Ófæra í Álftavatnakrók

Postfrá Sigfush » 14.aug 2012, 16:32

Daginn hérna,

Veit einhver hérna hvernig vaðið yfir Syðri-Ófæru er þessa dagana? Er þetta alltaf sami tuddinn?
Hugmyndin var að taka hringinn; Dómadalur-Landmannalaugar-Álftavatnakrók og svo niður Öldufellsleið.

Kannski best að taka fram að ég yrði á 33" Pathfinder.

Bestu þakkir og kveðja,
Sigfús




kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Syðri-Ófæra í Álftavatnakrók

Postfrá kjartanbj » 14.aug 2012, 17:03

þetta er yfirleitt mjög svipað , getur nátturulega farið yfir þetta á þurru ef þörf krefur skilst mér , ekkert mjög langt síðan ég fór þetta og eina sem er leiðinlegt er að botninn er grýttur, flestar jökulár landsins í miklum vatnavöxtum þessa dagana, en Syðri ófæra ætti samt ekkert að vera farartálmi enda bergvatnsá
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Syðri-Ófæra í Álftavatnakrók

Postfrá kjartanbj » 14.aug 2012, 17:05

ef þú ætlar mælifellsandinn þá gætirðu hinsvegar lent í vandræðum með Hólmsánna , hún er mjög líklega vatnsmikil þessa dagana
legði ekki í hana í miklum vatnavöxtum á 33"
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur