að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
er búin að setja vélina í gamla minn og er að laga til petala og annað sem þarf . nú er mér spurn að starta vél sem hefur staðið í um 3 ár hvað þarf ég að athuga áður en ég starta vélin snýst og ekkert esen með það vélin var í bíl sem stóð inni í volgu rými og þurru , þannig að starta ég bara og ekkert vesen eða þarf ég eithvað að gera fyrst
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
ég myndi byrja á því fyrst af öllu að tappa af henni allri olíu og setja nýja og skipta um síu.... ef þetta er bensínvél myndi ég líka taka háspennukeflið úr sambandi og starta henni þannig í svona 10-15 sekúntur hið minnsta.
ef allt hljómar eðlilega og svoleiðis, ætti þér að vera óhætt að setja hana svo bara í gang.
ef allt hljómar eðlilega og svoleiðis, ætti þér að vera óhætt að setja hana svo bara í gang.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
þetta er diesel vél
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
þá er fátt annað að gera en að skipta um olíu og síu, kanski skoða inní lofthreinsara og svona, sjá hvort þar sé eitthvað óæskilegt... ef það er intercooler í henni væri sniðugt að hreinsa hann með olíuhreinsi að innan og svo sjóðheitu vatni og þurrka hann svo á ofni í amk. sólarhring til að það sé pottþétt enginn raki eftir inní honum.... svo bara krossa fingur og setja í gang.
það eru talsverðar líkur á að pakkdósir og annað sé orðið morkið af hreyfingarleysi, sérstaklega sveifaráspakkdósin að aftanverðu. það borgar sig yfirleitt að skipta um hana eftir svona langan tíma. En ef vélin er komin ofaní og allt skrúfað saman þá er það nú kanski ekki fýsilegt nema hún fari að leka.
annað dettur mér ekki í hug fyrir dísel... hvaða díselvél er þetta annars?
það eru talsverðar líkur á að pakkdósir og annað sé orðið morkið af hreyfingarleysi, sérstaklega sveifaráspakkdósin að aftanverðu. það borgar sig yfirleitt að skipta um hana eftir svona langan tíma. En ef vélin er komin ofaní og allt skrúfað saman þá er það nú kanski ekki fýsilegt nema hún fari að leka.
annað dettur mér ekki í hug fyrir dísel... hvaða díselvél er þetta annars?
-
- Innlegg: 71
- Skráður: 31.jan 2010, 19:58
- Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
ég hugsa að ég myndi nú ekki byrja á því að skipta um olíu og síu því að eftir það þegar þú ferð að starta þá fer vélin ekki að smyrja sig fyrr en hún er búin að fylla síuna og ef vélin er búin að standa í 3 ár þá er væntanlega öll gamla olían lekin niður í pönnu þannig að vélin væri að snúast þurr þangaðtil að sían er orðin full og vélin nær upp smurþrýstingi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
Ingi wrote:ég hugsa að ég myndi nú ekki byrja á því að skipta um olíu og síu því að eftir það þegar þú ferð að starta þá fer vélin ekki að smyrja sig fyrr en hún er búin að fylla síuna og ef vélin er búin að standa í 3 ár þá er væntanlega öll gamla olían lekin niður í pönnu þannig að vélin væri að snúast þurr þangaðtil að sían er orðin full og vélin nær upp smurþrýstingi
þannig að það væri sniðugt þá að starta henni á núverandi olíu og láta gangasmá og skipta svo um síu og smurolíu
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
ég er algerlega ósammála þessu. auðvitað hellirðu nýrri olíu í síuna áður en hún er skrúfuð í. ef hún hallar þannig að það er engin olía í henni hvort eð er, þá breytir þetta engu og þú ert alltaf betur settur með nýja olíu.
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 19.jún 2011, 11:44
- Fullt nafn: Óskar Gunnarsson
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
starta með ádrebaran á þangað til að smurþristingur er kominn,ef að hann er handvirkur er það lítið máll annas að taka strauminn af honum ef að hann er í sviss.svoleiðis eru nýir mótorar settir í gang sama með mórora sem að eru búnir að standa lengi.endilega henda gömlu oliuni og síu olían er orðin skúmuð og sía er orðin þur að hluta og gler horð og hálf stífluð
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
Tékka á smurolíunni og starta henni í gang. Diesel sem hefur staðið í 2-3 ár inni í þurru og volgu húsi þarf engar refjar við gangsetningu.
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: að starta vél sem hefur staðið inni í 2 ár
Ég myndi skifta um smurolíu og sýu, jafnvel setja smá olíu (nokkra dropa) ofan á stimplana í gegnum spíssagötin eða kertagötin og blanda skvettu af sjálfskiftivökva eða tvígengisolíu í olíuna, og starta svo.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur