Grand cherokee 38"


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 02.aug 2012, 13:39

Fékk þennan ágæta cherokee í skiptum síðasta vetur.
um bílinn:
5,2l. v8, sjálfskiptur, bensín, keyrður tæp 200þ., leður, lúga og fl.

ég byrjaði á því að skipta um sílsa því að þeir voru búnir, ´bæði innri og ytri!. svo vantaði á hann stigbretti, drullusokka og sitthvað fleira. búinn að skipta um alla spindla að framan, stýrisstöng og stýtisdempara, hambremsuborða, og barka. Einnig öxla að aftan og ventlalokspakkningar.

ég fór í eina jeppaferð á honum í vetur og virkaði bara helvíti vel þó hann væri á vel slitnum 38".

eeenn þar sem ég vinn við bílamálun þá leið ekki á löngu að ég málaði bílinn í öðrum lit og varð þessi litur fyrir valinu....Það er búin að vera rosaleg vinna á bakvið þennan bíl og ég kem með myndir af verkefninu í heildsinni bráðlega.

tvær myndir fyrir og svo restin eftir að ég málaði hann...
Viðhengi
IMG_8210.jpg
IMG_8206.jpg
IMG_8203.jpg
IMG_8202.jpg
IMG_8200.jpg
IMG_8199.jpg
IMG_8195.jpg
IMG_8181.jpg
IMG_5198.jpg
IMG_5196.jpg




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá sukkaturbo » 02.aug 2012, 14:23

Finnst þessir bílar alltaf flottir svona breittir. En hvernig eru þessir bílar að drífa á fjöllum í þungu færi?


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 02.aug 2012, 17:19

hef lítið prufað hann á fjöllum, en hann viktar ca. 2 tonn og hefur aflið í að snúa þessum tuðrum. cherokee eigendur hvað segji þið? :D

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá hobo » 02.aug 2012, 17:22

Ég er ekki mikill áhugamaður um ameríska bíla en þetta er flottur litur :)


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá silli525 » 02.aug 2012, 17:38

Geggjaður litur!, Til lukku með hann


Guðmann Jónasson
Innlegg: 58
Skráður: 10.mar 2012, 11:05
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Bíltegund: Musso

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá Guðmann Jónasson » 02.aug 2012, 19:43

Átti svona bíl með 6 cyl vélinni í nokkur ár, hann var skráður 1900 kg og var ca 2.2-2.3 tonn tilbúinn í 4 daga túr :)
Virkilega þægilegir bílar og lág bilanatíðni (allavega í mínu tilviki) drífa bara fjandi vel og gaman þegar maður nær þeim á ferðina :D
Ódýrir varahlutir og auðvelt að fá allt í þá sem manni vantar.
Eini gallinn að þeir eiga við drykkjuvandamál að stríða :/

Kv.Guðmann


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá JeepKing » 03.aug 2012, 12:29

Flottur Bíll hjá þér..
ég á einmeitt einn egilega alveg eins..
alveg fínir bílar gaman af þeim og leiðist ekkert að hafa hann 8 strokka :)
en eg er ekki samála því að þeir bili lítið og eiða miklu.
Ég hef alltaf ethvað að gera þegar ég kem úr vinnunni og mjög gaman af því, átti einusinni toyotu og gat elveg eins sturtað jeppadellunni niðu um klósettið og farið að spila gólf bara til að gera ethvað.. ekki er það nú gaman :)
Talandi um eiðslu þá er hann minst í 15l gamli parollin minn með 2,8 var með 20 og öll 84 hestöflinn í Hiluxnum var með 13 þannig að ég er nokku sátttur með það svona allavega meðað við aldur og afl..
enda var þetta eiðslugrensta bensín vélinn sem kom út á þessum tíma í jeppa í einhverskonar hestakerru testi og eiddi minna en lína 6 vélinn frá chrysler sem vár þá sparneitnari og afl meiri en hvaða bensín vél sem japanar voru að setja í sína jeppa..
(las þetta einhverstaðar) :o

Go! Jeep
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 03.aug 2012, 19:37

ja það er alltaf nóg að gera við þegar maður kemst í það. en þessi ætti nú að vera nokkuð klár í skoðun! vona bara að hann fái fulla skoðun.


Geir-H
Innlegg: 182
Skráður: 02.aug 2010, 21:59
Fullt nafn: Geir Harrysson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá Geir-H » 04.aug 2012, 12:07

JeepKing wrote:Flottur Bíll hjá þér..
ég á einmeitt einn egilega alveg eins..
alveg fínir bílar gaman af þeim og leiðist ekkert að hafa hann 8 strokka :)
en eg er ekki samála því að þeir bili lítið og eiða miklu.
Ég hef alltaf ethvað að gera þegar ég kem úr vinnunni og mjög gaman af því, átti einusinni toyotu og gat elveg eins sturtað jeppadellunni niðu um klósettið og farið að spila gólf bara til að gera ethvað.. ekki er það nú gaman :)
Talandi um eiðslu þá er hann minst í 15l gamli parollin minn með 2,8 var með 20 og öll 84 hestöflinn í Hiluxnum var með 13 þannig að ég er nokku sátttur með það svona allavega meðað við aldur og afl..
enda var þetta eiðslugrensta bensín vélinn sem kom út á þessum tíma í jeppa í einhverskonar hestakerru testi og eiddi minna en lína 6 vélinn frá chrysler sem vár þá sparneitnari og afl meiri en hvaða bensín vél sem japanar voru að setja í sína jeppa..
(las þetta einhverstaðar) :o

Go! Jeep


Ertu að reyna að segja að svona Cherokee á 38" sé minnst í 15l ?? Er þá búið að skipta um millikassa eða er hann enn full time 4x4?
00 Patrol 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá íbbi » 04.aug 2012, 14:15

til að ná grand í 15l held eg að það þurfi að leggja inn plöturnar og kyrrsetja bílinn!


nei annars gæti ég trúað að það sé hægt að ná 38" grand á léttri keyrslu úti á vegi í 15l, þar sem það er hægt að ná venjulegum grand í 12ish úti á vegum, hvort sem um er að ræða 4.0l eða 318cid, þeir moka aðalega í innanbæjarakstri.

annars hef ég átt nokkra granda. durango og dakotu með þessum mótor t.d. og get ekki fyrir mitt littla tekið undir að hann sé almennt sparneytin,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá fordson » 04.aug 2012, 19:12

Djöfull er þessi grand flottur, fyrir utan leitarljósið, einn flottasti litur sem ég hef séð á bíl
já ætli það nú ekki


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 11.nóv 2012, 13:42

jæja þessi löngu kominn með skoðun og önnur dekk. fór á fjöll síðustu helgi með nokkrum velvöldum. fínt að kíkja svona eina ferð áður en snjórinn kemur að einhverri alvöru!

myndir teknar m.a. í kringum landmannahelli, íshellir, hrafntinnusker og krakatind.

Image

Image

Image

Image


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 11.nóv 2012, 13:44

ein hérna enn af cherokee ;)

Image

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá jeepson » 11.nóv 2012, 14:37

Gríðalega flottur litur og fer þessum eðalvagni mjög vel. Ég hef altaf séð fyrir mér að setja svona lit kanski pínu dekkri á cherokee xj. Ég hef aldrei fílað þetta boddý sem að þú ert með neitt sérlega vel. En þessi er bara svo svakalega flottur :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
guðlaugsson
Innlegg: 120
Skráður: 13.mar 2011, 21:18
Fullt nafn: Þórhallur Guðlaugsson

Re: Grand cherokee 38"

Postfrá guðlaugsson » 11.nóv 2012, 16:25

ja mér fannst þetta einmitt ekkert sérlega flott fyrst þegar ég sá þá fannst gömlu heilla mig frekar, en þetta hefur bara komið ágætlega út.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: muggur og 1 gestur