Postfrá spazmo » 24.jún 2010, 21:28
minnsta mál.
það eru 2.5 cm upphækkunnarklossar að aftan, svo var hann skrúfaður sundur á vindufjöðrum að framan um eithvað smotterí, er ekki alveg með töluna á hreinu.
það þarf ekkert að gera fyrir þessa bíla að aftan, en að framan þar að taka aðeins úr horninu á stuðaranum og taka plast aurhlífarnar og skipta þeim út fyrir þynnri hlífar.
að öðru leiti er ekkert meira búið að gera fyrir hann.
98 módel, ekinn 218.000 2.5l tdi mótor og beingíraður með 4.88 drif.
væri svo sem til í örlítið meira búst á bínuna og sverara púst, og almennilegar læsingar í drifin, en það er ekkert nauðsinlegt. svo væri auðvitað gaman að bodyhækka og taka úr könntum og svona, og setja 36" undir. (efast samt um að það verði nokkurtíma gert)
svo maður far nú í óþarfa upplýsingar: síðan ég fékk hann hefur verið skipt um tímareim, það er búið að skipta um startarann, púst- og soggreinar pakkningu, plana flansinn á pústgrein og á túbínu, svo brottnaði vippuásinn og 2 vippuarmar en sem betur fer skemmdist ekkert meira útfrá því þannig að það var lán í óláni, skipta pinion pakkdós, og hráolíu áfyllingarstútinn.
þannig að þetta bilar eins og annað, sem betur fer eru ekki dýrir í þetta varahlutirnir.
og já, hann á við það eiðni að strýða að mótstaðan í miðstöðinni virkar bara á 2 hröðum, en mér skillst að það sé næstum orginal í þessum bílum.
Patrol 44"