Postfrá Izan » 31.júl 2012, 00:48
Sæll
Hvað telur þú þig vera að spara með að spara úrhleypingar?
Það er ekki til neitt lögmál hvað þú gettur hleypt mikið úr eða keyrt hratt annað en að ef þú sérð að dekkin eru farin að krumpast. Þá ertu farinn að ganga of langt. Felgubreiddin skiptir líka miklu máli í þessu því að þeim mun breiðari felgu sem þú notar getur þú hleypt meira úr áður en dekkin krumpast. T.d. stóð nissan pikkupp hjá mér í fullri hæð á 5 pundum á 13,5" felgum og 35" dekkjum. Draumabíll í fjallvegaakstri með mikið úrhleypt, hægt að keyra eins og hann kraftaði (sem var sosum engin ósköp)
98 Patrol myndi ég tæpast nota með meira en 20-22 pund alla að jöfnu (nema í löngum malbiksakstri) og fara niður undir 10 pund á grófum fjalvegum. Á grýttum og leiðinlegum slóðum myndi ég líklega prófa 6-8 pund en ekki fara mikið og lengi yfir 50-60. Á 12 pundum léti ég hann bara hafa það, 110 ef svo bæri undir. Pumpaðu bara aftur í þegar þú leggur á malbikið. Ég hef látið 38" gang hafa það óþvegið og þau dekk hafa enst mér í 5 eða 6 ár og mér finnst það ágæt ending, sérstaklega því að ég hef keyrt mikið suma vetur á þeim. Stærri dekk en það þola hinsvegar mjög illa miklar úrhleypingar og hraðann akstur nema næg kæling sé fyrir hendi.
Hjalti á nefninlega kollgátuna, með því að spara úrhleypingar þá eykur þú álagið til muna á legur, spindla og dempara titringurinn fer miklu verr með allann bílinn heldur en ef þú hleypir vel úr. Með því að endurnýja framhjólalegur keypta í umboðinu með pakkdósum, spindillegur og dempara ertu kominn í verð á nýjum dekkjagangi eða langt til.
Kv Jón Garðar.