Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá Hfsd037 » 26.júl 2012, 22:50

Stjóni wrote:Hlynur Freyr, þú breyttir póstinum þínum svo minn meikar varla sens :(


Já, ég vildi ekki vera leiðinlega týpan


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Gísli
Innlegg: 47
Skráður: 05.nóv 2010, 19:54
Fullt nafn: Gísli Björn Rúnarsson

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá Gísli » 29.júl 2012, 21:39

Mér finst menn stundum gleyma að segja öðrum til og liðsinna og veita upplýsingar, mér finst það allavega betri aðferð til að tala við fólk heldur en að vera uppnefna fólk og rífast eins og ég veit ekki hvað. En þetta var góð byrjun á þráðinum að reyna að fá blákalt frá ferðamönnum hvernig vegirnir eru en svo var þetta algjörlega eiðilagt. Vona að það verði annar þráður stofnaður með þessu málefni og þessi settur til hliðar. Það eru svartir sauðir alsstaðar en tal um þá á ekki heima á þessum þræði.


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá vidart » 30.júl 2012, 13:01

Byrja á að segja að ég er á Patrol á 35" dekkjum

Ég var að koma úr vikuferð, fór í Landmannalaugar Sigölduleiðina og sá vegur er ekki góður, þvottabretti á löngum köflum. Á leiðinni inní Laugar var ég með 28 pund í dekkjunum og skrölti inneftir í 2. gír en var búinn að lækka í 20 pund þegar ég fór sömuleið til baka og þá var lítið mál að keyra í 3. gír þannig að það er ekki spurning að það borgar sig að taka úr dekkjunum.
Fór síðan Sprengisand uppí Nýjadal og sá vegar er mun betri en Sigölduleið, eitthvað um þvottabretti en auðvelt að hanga í 3. gír og stundum í 4. gír.
Ég fór síðan Gæsavatnaleið uppí Öskju og Gæsavatnaleiðin er mjög seinfarin á köflum en þó engin þvottabretti. Ég hefði ekki viljað vera á minni dekkjum að klöngrast yfir urð og grót en get þó alveg trúað því að með lagni er hægt að fara á minni bílum. Síðan þegar komið var á sandana fyrir sunnan Öskju var lítið mál að keyra á útopnu. Vegurinn uppí Herðubreiðalindir er líka nokkuð góður, allavega lítið sem ekkert um þvottabretti. Vegurinn úr Herðubreiðalindum og niðrá þjóðveg var líka að mestu leiti góður, allavega lítið mál að keyra í 3. til 4. gír mestalla leiðina og ég mætti bíl frá Vegagerðinni sem var að brjóta niður þvottabretti sem hafði myndast á nokkur hundrað metra kafla.
Fór síðan þaðan uppí Ásbyrgi og tók nýja veginn fyrir vestan Jökulána og var þá aftur kominn með 28 pund í dekkin og eftir að malbikinu lauk þá skrölti ég norður í 2. gír enda mikið um þvottabretti þarna.

Mér finnst ekkert að því að keyra fjallvegi í 3. gír á 40-50 km hraða. Maður er í fríi og er ekkert að flýta sér. Þeir sem kvarta yfir því að geta ekki ekið á 100 km hraða á fjallvegum eru eitthvað að misskilja hlutina. Ef þú ert að flýta þér frá Reykjavík til Akureyrar þá tekuru hringveginn og getur náð því á 4-5 tímum. Það tekur allavega 6 tíma að keyra sjálfan Sprengisand og þá bætist við að komast úr byggð og aftur í byggð.

Ég vona að þetta nýtist einhverjum.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá kjartanbj » 30.júl 2012, 14:43

Ég hefði farið neðar en 20 pund bara prufað mig áfram
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá vidart » 30.júl 2012, 15:21

Já ég hefði örugglega getað farið neðar, en ég er nýr í þessu og hef ekki á hreinu hver eru viðmiðin á hraða miðað við þrýsting í dekkjum svo þau fari ekki að ofhitna.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá Izan » 30.júl 2012, 16:38

Hvað ertu að gera við 20 pund í dekkjunum? Ég ætla bara rétt að vona, konunnar þinnar vegna að þú hafir hleypt meira úr á Urðarhálsinum.

Prófaðu næstu helgi að fara leiðinlegann veg á ca 12 pundum og vittu hvort þér líki Patrolinn.

Kv Jón Garðar

P.s. ég keyrði Urðarhálsinn á 8 pundum fyrir 4 árum síðan í brúðkaupsferðinni. Þá er Pattinn silkimjúkur. Ef þú ferð mikið niður fyrir 10 pund skaltu ekki keyra mikið yfir 50 km/hr

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá -Hjalti- » 30.júl 2012, 17:11

Er fólki alveg sama um bílana sína ? Akandi með malbiks loftþrýsting í dekkjunum yfir þvottabretti og annað. ( veit að margir vita ekki betur )
Meðan þú ert að passa dekkin þín hvernig heldur þú að þú farir með dempra og annað í bílnum sjálfum ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá hobo » 30.júl 2012, 19:07

Fór í Landmannalaugar áðan í gegn um Dómadal og síðan að Ljótapolli, Blautaveri og að Hófsvaði. Ók svo Sigölduleið norðurúr og til byggða.
Ég er á 38" Hilux, gormum að aftan og á klöfum með uppskrúfuðum vindustöngum, ekki besta fjöðrunin á jeppa að framan. En ég var í 12 pundum allan tíman og fann ekki mikið fyrir þessu.
Rétti hraðinn er líka lykilatriði.


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá vidart » 31.júl 2012, 00:01

Eins og ég sagði fyrr þá er ég að læra og það er greinilegt að ég þarf að prófa að fara niðrí svona 15 pund.
En þá er ég með spurningu. Hvað væri lágmarks þrýstingur ef maður ætlar að keyra á 60-80 km hraða?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá Izan » 31.júl 2012, 00:48

Sæll

Hvað telur þú þig vera að spara með að spara úrhleypingar?

Það er ekki til neitt lögmál hvað þú gettur hleypt mikið úr eða keyrt hratt annað en að ef þú sérð að dekkin eru farin að krumpast. Þá ertu farinn að ganga of langt. Felgubreiddin skiptir líka miklu máli í þessu því að þeim mun breiðari felgu sem þú notar getur þú hleypt meira úr áður en dekkin krumpast. T.d. stóð nissan pikkupp hjá mér í fullri hæð á 5 pundum á 13,5" felgum og 35" dekkjum. Draumabíll í fjallvegaakstri með mikið úrhleypt, hægt að keyra eins og hann kraftaði (sem var sosum engin ósköp)

98 Patrol myndi ég tæpast nota með meira en 20-22 pund alla að jöfnu (nema í löngum malbiksakstri) og fara niður undir 10 pund á grófum fjalvegum. Á grýttum og leiðinlegum slóðum myndi ég líklega prófa 6-8 pund en ekki fara mikið og lengi yfir 50-60. Á 12 pundum léti ég hann bara hafa það, 110 ef svo bæri undir. Pumpaðu bara aftur í þegar þú leggur á malbikið. Ég hef látið 38" gang hafa það óþvegið og þau dekk hafa enst mér í 5 eða 6 ár og mér finnst það ágæt ending, sérstaklega því að ég hef keyrt mikið suma vetur á þeim. Stærri dekk en það þola hinsvegar mjög illa miklar úrhleypingar og hraðann akstur nema næg kæling sé fyrir hendi.

Hjalti á nefninlega kollgátuna, með því að spara úrhleypingar þá eykur þú álagið til muna á legur, spindla og dempara titringurinn fer miklu verr með allann bílinn heldur en ef þú hleypir vel úr. Með því að endurnýja framhjólalegur keypta í umboðinu með pakkdósum, spindillegur og dempara ertu kominn í verð á nýjum dekkjagangi eða langt til.

Kv Jón Garðar.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá -Hjalti- » 31.júl 2012, 01:11

Sorglegt að horfa á útlendinga skrölta þetta á sínum trukkum í 30psi.. jafnvel á fjaðrablöðum í þokkabót
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá kári þorleifss » 31.júl 2012, 16:24

Þetta spilast auðvita allt saman. Hversu mikið loft þú ert með í dekkjunum, aksturslagið og hvort þú sért á bara í afturdrifinu eða í framdrifinu líka hvernig vegirnir taka við bílnum. Auðvita eru vegir ekkert sérstakir svona undan vetri en það munar helling að menn séu einmitt ekki spólandi á eindrifsdósum upp brekkur og jafnvel slætandi í beygjum á afturdrifinu einu eða einmitt svoleiðis skröltandi með grjótpumpað á góðri siglingu..

En hvað veit ég svo sem, hef ekki keyrt íslenska malar/hálendisvegi í alltof marga mánuði
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Postfrá Oskar K » 31.júl 2012, 21:27

það er nú yfirleitt fyrsta mál á dagskrá hjá mér að fara niður í 10psi um leið og ég keyri útaf malbikinu, maður khefur ekkert með það að gera að keyra hraðar en 50-60 uppá hálendi svo dekkin hjá manni ná aldrei að hitna
1992 MMC Pajero SWB


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur