Sælir,
Hvernig er færðin þarna núna? kemst ég á óbreyttum LC 120 yfir kaldaklofshvísl og markarfljótið í fljótsdal?
mér er nokk sama hvort þetta sé þvottabretti eða ekki, aðalega að spá í vatnsföllunum,
mbk
Dabbi
Færð á fjallabaksleið syðri
-
- Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Sæll Kaldaklofskvísl er oftast fær óbreyttum bílum en það getur vaxið fljótt í henni og hún
orðið ófær öllum bílum á innan við klukkutíma en þá þarf að vera töluverð rigning.
Líklegast áttu við Gilsá en ekki Markarfljótið Það fer enginn yfir það á þessum tíma nema á öflugustu bílum og vel kunnugur vatnasulli en Gilsáin var brúuð í fyrra þannig að þú ættir að leika þér að þessu þú skoðar bara steinana í vaðinu á Kaldaklofi og ef þú ert ekki öruggur borgar sig að tala við skálavörðinn í Hvanngili.
orðið ófær öllum bílum á innan við klukkutíma en þá þarf að vera töluverð rigning.
Líklegast áttu við Gilsá en ekki Markarfljótið Það fer enginn yfir það á þessum tíma nema á öflugustu bílum og vel kunnugur vatnasulli en Gilsáin var brúuð í fyrra þannig að þú ættir að leika þér að þessu þú skoðar bara steinana í vaðinu á Kaldaklofi og ef þú ert ekki öruggur borgar sig að tala við skálavörðinn í Hvanngili.
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
HHafdal wrote:Sæll Kaldaklofskvísl er oftast fær óbreyttum bílum en það getur vaxið fljótt í henni og hún
orðið ófær öllum bílum á innan við klukkutíma en þá þarf að vera töluverð rigning.
Líklegast áttu við Gilsá en ekki Markarfljótið Það fer enginn yfir það á þessum tíma nema á öflugustu bílum og vel kunnugur vatnasulli en Gilsáin var brúuð í fyrra þannig að þú ættir að leika þér að þessu þú skoðar bara steinana í vaðinu á Kaldaklofi og ef þú ert ekki öruggur borgar sig að tala við skálavörðinn í Hvanngili.
Hvenær brúuðu þeir Gilsá ??
http://www.landsbjorg.is/Article.aspx?c ... wDate=true
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Það er rétt þetta er víst ekki markarfljótið.
hef nokkrumsinnum farið yfir kaldaklofshvísl og gilsánna, en aldrei á óbreyttum. hef einmitt meiri áhyggjur af Gilsánni, maður fer þá bara aftur til baka ef manni líst ekki á hana :( trúi því varla að þarna sé komin brú þar sem þetta er nú síbreytilegt
mbk
dabbi
hef nokkrumsinnum farið yfir kaldaklofshvísl og gilsánna, en aldrei á óbreyttum. hef einmitt meiri áhyggjur af Gilsánni, maður fer þá bara aftur til baka ef manni líst ekki á hana :( trúi því varla að þarna sé komin brú þar sem þetta er nú síbreytilegt
mbk
dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Gilsá er ekki brúuð. hægt er að fara yfir hana á eyrunum eða upp í hlíðinni. Ef efra vaðið er valið. Þá er þar meiri straumur og ógleggra vað. auk þess dýpra og krappara. Neðra vaðir er hinsvegar grinnra og augljósara hvernig ekið er yfir. Þar er töluverð umferð og gætir þú einfaldlega dokað við, við vaðið eftir að einhver kæmi. Áin breiðir venjulega töluvert úr sé þarna og er því venjulega ekki djúp. Kaldaklofskvíslinn er venjulega ekkert mál. Í vaðinu er smá malar/sand hryggur. Göngubrú er rétt ofan við vaðir og um 1 km ganga að skálanum í Hvanngili ef ég man þetta rétt.
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Áin var nú eitthverntíman brúuð, skálaverðinir héldu það allavega,
þegar að var komið var það ekki þannig
Lítið gagn í henni þarna.
Reyndist vera nokkuð djúp þarna í gær áin var seinnipartin í gær á þvælingi þarna og mikil sólbráð væntanlega spilað inn í það.
Stoppaði einn sem var að spá í að fara fyrir markarfljótið í húsadal fyrir ofan gilsánna. (hann var samt á 4x4 starex) :)
þegar að var komið var það ekki þannig
Lítið gagn í henni þarna.
Reyndist vera nokkuð djúp þarna í gær áin var seinnipartin í gær á þvælingi þarna og mikil sólbráð væntanlega spilað inn í það.
Stoppaði einn sem var að spá í að fara fyrir markarfljótið í húsadal fyrir ofan gilsánna. (hann var samt á 4x4 starex) :)
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
-
- Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:06
- Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Þessi brú ef brú skyldi kalla hefur líklega verið sett upp í fyrra þar sem Gilsáin rennur meðfram Þórólfsfelli að austan. Frá brúnni var svo ruddur beinn tvíbreiður vegur ca. þriggja kílómetra langur að þeim stað þar sem heitir Hellisvellir og Fífuhvammar. Í sumar er ég tvívegis búinn að aka þessa leið og í bæði skiptin rann Gilsáin öll undir þessa brú þannig að hvergi þurfti að bleyta dekk í ánni.
Patrol 2002 38"
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Èg var i Emstrum i dag og frètti ad Gilsàin væri òfær. Farvegurinn hefdi fært sig einhvad til. Fekk ekki nànari ùtskyringar à tvi en thetta hefdi skjèd i dag.
En èg fòr thà bara nidur mælifellsandinn og øldufellsleid eins og èg hafdi ætlad mèr.
Mælifellsandurinn var slèttur og fÌnn og øldufellsleidin alltaf jafn skemmtileg, allavegna fyrir thà sem hafa gaman af tvi ad gefa soldid ì.
En èg fòr thà bara nidur mælifellsandinn og øldufellsleid eins og èg hafdi ætlad mèr.
Mælifellsandurinn var slèttur og fÌnn og øldufellsleidin alltaf jafn skemmtileg, allavegna fyrir thà sem hafa gaman af tvi ad gefa soldid ì.
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Fór upp í Emstrur síðastliðinn fimmtudag og þá var ekki búið að flæða yfir veginn. Gat keyrt yfir brúnna yfir Gilsá og vegurinn alveg þurr.
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Ég veit nú ekki betur en að vaðið á Gilsánni sé fært. var þarna á laugardaskvöld að leika mer í henni og fór hún ekki einusinni upp í stigbretti á 38" bíl og ekki upp á húdd þegar hún var tekin upp í móti straumi. og svo var bílinn minn að fara innúr áðan og var Gilsánin nú lítill faratálmi á efra vaðinu:). og jú gilsáinn hefur verið á brú síðastliðin 2 ár síðan suðuverk var að laga varnagarðana eftir flóðið úr Eyjafjallajökli
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
Magnús Ingi wrote:Ég veit nú ekki betur en að vaðið á Gilsánni sé fært. var þarna á laugardaskvöld að leika mer í henni og fór hún ekki einusinni upp í stigbretti á 38" bíl og ekki upp á húdd þegar hún var tekin upp í móti straumi. og svo var bílinn minn að fara innúr áðan og var Gilsánin nú lítill faratálmi á efra vaðinu:). og jú gilsáinn hefur verið á brú síðastliðin 2 ár síðan suðuverk var að laga varnagarðana eftir flóðið úr Eyjafjallajökli
vaðið er vel fært, fór þarna á óbreyttum 120 krúser, ekkert mál að þræða ánna, en ég þurfti að fara nokkrum sinnum yfir hana
mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 22.sep 2011, 18:40
- Fullt nafn: sigurður már sigþórsson
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
er búið að færa fjallabaksleið sýðast þegar ég vissi lá hún upp lánvíuhraun meðframm laugafelli yfir markarfljót og austur í skaftárdal
Re: Færð á fjallabaksleið syðri
siggisigþórs wrote:er búið að færa fjallabaksleið sýðast þegar ég vissi lá hún upp lánvíuhraun meðframm laugafelli yfir markarfljót og austur í skaftárdal
Það sem þráðarhöfundur talar um er Emstruleið Og þú ert væntanlega að tala um langvíuhraun og Laufarfell ,
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir