Pæling
Pæling
Nú er ég að hugleiða hlutina. Er að velta því fyrir mér að selja galloperinn minn,sem er ágætis bíll og fá mér econoline sem er 38" breyttur skorinn og klár. Lakkið má vera ljótt og rispað,býttar engu. En kramvélbúnaður og allt sem heitir drifrás,verður að vera í lagi. Spurning er,er að velta fyrir mér með fornbílatrygginguna....er það eitthvað mál að tryggja svona bíl? Er að pæla í að taka viðkomandi bíl af númerum í einhvern tíma,1 eða 2 ár og gera góðan. Veit einhver um svona bíla,og hvaða árgerð þurfa bílar að vera til að komast á fornbíla skrá? Einhver sem getur aðstoðað mig í málinu?
-
- Innlegg: 13
- Skráður: 19.apr 2012, 22:40
- Fullt nafn: sigurþór eiðsson
- Bíltegund: nissan patrol
Re: Pæling
hann þarf að vera 1987 árgerð. ég átti vagoner og spurði um svona fornbílatrigingu og þá þarf það að vera bara svona sunnudags bíll.:S
Re: Pæling
Ef það eru jafn margir aðrir bílar á heimilinu og ökuskírteinin þá á ekki að vera vandamál að fá fornbílatryggingu. Það fer samt kannski eitthvað eftir félögum. Ég er m.a. í Krúser og er með mjög ódýra fornbílatryggingu (á Transam) hjá Sjóvá (svosem ekki notaður mikið þessa dagana greyið).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Pæling
Er að hugsa um að gera svona bíl að hálendisferðalag/veiðibíl sem notast á sumrin af og til og á haustin í bæði fugla og fiskveiðar. Ásamt að krúsa um og skoða landið þar sem yaris kemst ekki :)
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Pæling
Það er til hjá tryggingafélögunum ferðabílatrygging, ég er með hana á jeppanum þar sem ég útskýrði fyrir tryggingafélaginu að þetta væri bara fjallabíll og óhentugur og leiðinlegur í akstri til að nota sem almennan snattara, þa er eitthvað hámark á akstri á ári hef ég heyrt en tryggingafélagið hefur ekki minnst á það við mig.
Það er ekkert mál að taka bílinn af skrá til að spara tryggingar
Það er ekkert mál að taka bílinn af skrá til að spara tryggingar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Pæling
Borgar sig bara semsagt eins og hefur alltaf verið,geyma bara númerin í 4-6 mánuði á ári til að lækka tryggingarnar og bifreiðaskattinn.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Pæling
Ég er að tryggja pattann hjá Verði. Ég borga að mig minnir um 47þús á ári. Ég er auðvitað með búsetu á vestfjörðum. Þannig að áhættusvæðið er skilgreint sem svæði 3. En hinsvegar borga ég um 60þús á ári í bifreiða gjöld, sem er alveg grátlegt. Bíllinn er reyndar í mikilli notkun núna þar sem að ég á austfjörðunum í sumar að vinna á meðan að vinnan heima er lokuð. Þannig að ég nota jeppan nokkuð mikið miðað við heima. Ég er ekki með neina ferða jeppa tryggingu. Maður ætti kanski að hafa samband við Vörð og forvitnat um svoleiðis :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur