Sælir - þetta er fyrsti pósturinn minn hér og nú eru góð ráð dýr.
Ég á Korando jeppa '98, ekinn ca 130þ, og ég fæ óþægilega hávært bank öðrum megin að framan þegar ekið er í holur, eða á malarvegi. Demparafestingin virtist í lagi svo það næsta sem mér datt í hug var að skipta um tengistautinn frá balansstöng niður í neðri klafann ásamt tilheyrandi gúmmífóðringum. Það virkaði ekki og þá beindist grunurinn að efri klafafóðringunum sem virtust aðeins byrjaðar að morkna. Skipti um þær (og efri spindilkúluna í leiðinni, svona til öryggis) en ekkert batnaði við það. Bíllinn flaug nýlega í gegn um skoðun þótt ég bæði skoðunarmanninn um að athuga framstellið sérlega vel og segði honum frá þessu banki þannig að samkvæmt því ættu spindilkúlur, stýrisliðir og maskínan að vera í sæmilegu standi.
Nú er spurningin; vitið þið um einhvern spámann hér á Reykjavíkursvæðinu sem getur fundið út úr þessu fyrir mig áður en ég eyði meira púðri í óþarfa tilraunastarfsemi?
Kveðja - Þórður
Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Búinn að skoða demparagúmmí?
Var búinn að skipta um allta sem mér datt í hug á pæjunni minni nema gúmmíið sem var svo orsakavaldurinn.
Var búinn að skipta um allta sem mér datt í hug á pæjunni minni nema gúmmíið sem var svo orsakavaldurinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Þetta er ekki demparagúmmí, þau eru í fínu lagi. En ég tékkaði aðeins á demparanum sjálfum núna áðan og fannst hann undarlega mjúkur að ýta honum út og inn. Hafi þetta verið gasdempari er hann líklega bilaður.
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Demparar geta bankað svona ég lenti í því með bíl sem ég átti þá var dautt slag í honum þá myndaðist bank þegar maður keyrði í holur.
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
er þetta ekki bara brotin boddyfesting ?
1992 MMC Pajero SWB
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Ég held að næsta skref sé að taka úr báða framdemparana og bera þá saman. Víxla þeim kannski og sjá hvort vandamálið færist yfir á hina hliðina. Ættu ekki annars örugglega að vera gasdemparar bæði að aftan og framan í svona 33" jeppa?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Athugaðu gúmmíin sem halda uppi balancestöngini við grind, ef þetta er svona frekar hávært glamur sem leiðir um allan framendan og gerir bílinn druslulegan í akstri þá geta þau verið ónýt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Jæja, loksins fannst lausn á þessu. Dragliðurinn niður í stýrisvélina var gróinn gjörsamlega fastur og þess vegna var þetta bank sem leiddi upp í stýrið. Nýr kominn í og málið dautt.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur