Sælir TOYOTU menn
Skrapp vestur í dag sem er svosem ekkert merkilegur áfangi en hiluxinn ákvað að fá kvef í hjartað sitt
við litla hrifningu eigandans. Auðvita á besta tíma þar sem ég má ekki vera að neinu vegna vinnu
Tók eftir því fyrir svolitlu síðan að hann kokar vinnur ekki einsog hann á að gera, svipað og að
stiga gjöfina í botn og sleppa. Þetta skeður aðeins í stutta stund svo kemur bil rétt einsog púls
en hvarf svo hef síðan ekkert orðið var við þetta hérna innanbæjar. Skeði fyrst á leiðinni uppá skaga.
Olíuþrýstingur er fínn ásamt að rpm flöktir ekkert á meðan ef ég stig hann þá tekur hann við sér
kokar minna þó. En samt eitthvað erfiður í vinnslu svo stekkur hann af stað, ekki fylgir þessu vélarljós.
þetta virðist aðeins koma þegar ég keyri útá landi, kemur eftir smá tíma í keyrslu og svona kemur og fer dæmi, þegar ég loks kom vestur heyrði ég bubl í vatnskassa og bles hann í boxið ( dautt var á vélinni)
koma eingar bubblur eða loftbólur í boxið þegar hann er í gangi og mallar fínt.
Nema þegar ég er að keyra suður aftur fer þetta að ágerast og fínn ég meira fyrir höktinu.
Gæti þetta verið bensíndæla að gefa sig, inngjafarspjaldið skítugt og stirt
endilega ef þið hafið lent í eitthverju svipuðu eða hafið eitthverja hugmynd um þetta deilið henni
má ekki vera með bilaðann bil alveg versti tíminn fyrir eitthverja svoleiðis vitleysu.
Ætla að athuga kerti og þetta inngjafarspjald á morgun væri fínt að fá nokkrar hugmyndir til að skoða í leiðinni.
kv Hrannar
Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Pústskynjarinn var að hrekkja mig í vetur, það kom aldrei vélarljós, en bíllinn varð kraftlaus og leiðinlegur öðru hverju. Fékk mér notaðan og vandamálið er farið í bili.
Er með eins vél 22R-E.
Er með eins vél 22R-E.
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Skoðaðu hvort spjaldið í lofthreinsaralokinu er nokkuð laust. Þau eiga til að bila með ekkert ósvipuðum einkennum.
Kv. Smári.
Kv. Smári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
datt í hug að þetta gæti verið pústskynjari eða EGR er samt ekkert vélarljós, ekki nema peruna vanti eða eitthvað álika.
Athuga spjaldið seinnipartinn
Eins nú er ný búið að skifta um timakeðju og vatnsdælu, hann búbblar einsog það se loft inná kerfinu svo þegar ég opnaði
forðabúrið þá kom svona sog hljóð og búbblið hætti.
Það stendur 6.0 á lokinu á vatnskassanum spurning hvort það haldi rettum þrysting, hann tapar eingu vatni.
Eins er hugsanlegt að það sé loft inná kerfinu eftir að skift var um vatnsdæluna og það ?
Þakka svörin kv Hrannar
Athuga spjaldið seinnipartinn
Eins nú er ný búið að skifta um timakeðju og vatnsdælu, hann búbblar einsog það se loft inná kerfinu svo þegar ég opnaði
forðabúrið þá kom svona sog hljóð og búbblið hætti.
Það stendur 6.0 á lokinu á vatnskassanum spurning hvort það haldi rettum þrysting, hann tapar eingu vatni.
Eins er hugsanlegt að það sé loft inná kerfinu eftir að skift var um vatnsdæluna og það ?
Þakka svörin kv Hrannar
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
minn hilux var eins, hann var ekki með pústskynjara lengi vel, svo setti ég skynjara í og hann var allt annar á eftir, þinn mögulega bara bilaður eða vírar að losna , með vatnsvesenið þá gæti vel verið að það se loft á kerfinu eftir að það var skipt um dælu hjá þér
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Það er 0,9 ekki 6,0 ;-)... annars var mér að detta í hug, vinur minn lenti í því að háspennukefli var farið að leka. Bíllinn var fínn innanbæjar en þegar komið var útá veg og það farið að hitna þá fór hann að missa úr....
Varðandi loft á kerfi, þá nær vélin ekki að lofttæma sig nema að tappinn sé í lagi þ.e.a.s nær að byggja upp þrýsting. Getur prófað að kreista slönguna frá heddi inná vatnskassa og þá ættiru að sjá hvort að hann haldi einhverjum þrýstingi.
Varðandi loft á kerfi, þá nær vélin ekki að lofttæma sig nema að tappinn sé í lagi þ.e.a.s nær að byggja upp þrýsting. Getur prófað að kreista slönguna frá heddi inná vatnskassa og þá ættiru að sjá hvort að hann haldi einhverjum þrýstingi.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Mig grunar reyndar vatnslásinn og vatnskassalokið , fann að neðri slangan var líka heit, býst við hann hringsóli
og það sé loft inná kerfinu, getur hreinlega ekki annað verið, þar sem hann tapar eingu vatni eða ekki neitt og lætur bara svona þegar búið er að drepa á honum.
hvernig er best að loftæma kælikerfið?
skoða keflið og pústskynjarann :)
takk strákar
og það sé loft inná kerfinu, getur hreinlega ekki annað verið, þar sem hann tapar eingu vatni eða ekki neitt og lætur bara svona þegar búið er að drepa á honum.
hvernig er best að loftæma kælikerfið?
skoða keflið og pústskynjarann :)
takk strákar
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Það er eðlilegt að neðri slangan sé heit, byrjaðu á að skipta um tappann. Tala af reynslu, var lengi að berjast við þetta.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Hvað er gamall vatnskassi í bílnum ef hann er gamall þá getur hann verið byrjaður að stíflast.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Hilux 91 með vesen 2.4 EFI
Forsetinn wrote:Það er eðlilegt að neðri slangan sé heit, byrjaðu á að skipta um tappann. Tala af reynslu, var lengi að berjast við þetta.
Ekki alveg brennandi heit er það? Jap grunar lokið, ein leiðinlegasta bilunin, það er svo einfalt að maður fattar ekki að kikja á það :P
Sambandi við kassann guð má vita flest sem ég hef skift um er orginal í þessum bíl án djóks
en ætla ekki að segja til um vatnskassann, kæmi mér reyndar ekkert á óvart þó hann væri stíflaður eða
álika.
Mældi líka háspennukeflið KALT og það var innan marka uppgefið í viðgerðabókinni. Veit ekki hvað það
gerir heitt.
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur