Eg lennti í því fyrir viku að Trooperinn minn hætti að ganag almennilega lausagang "rokkaði um 200 til ca 300 snúninga í hægaganginum. þetta skeði á Fimmtudegi eg var ekkert að stressa mig og fór í útilegu um síðustu helgi hann var leiðilegur þá. Eg fór með hann á verkstæði á Mánudag og hann var settur í bilanatölvu og ekkert kom í ljós en þegar þeir tóku í sundur plögg sem er á inngjafarhúsinu þá kom olía útúr því . þá kom í ljós að "Railsensorinn var orðinn lélegur og gaf eftir og olía hafði komist inn með vírunum á milli vírs og einangrunar og útí plöggið þetta var orsökinn á bilunni. Það var skipt um " lúmmið" og sensorinn og bíllin er allt annar eg er ekki frá því að hann sé aðeins skarpari á inngjöfinni.
Annað: Eg lærði einu sinni að þegar maður dregur þungan eftirvagn t.d hjólhýsi, kerru ofl. þá eigi maður að draga í fjórhjóladrifi og ekki nota "overdrive" á sjálfskiptum jeppum. hver er skoðun manna á þessu ?
Eg hef 4wd á og nota ekki OD .
k.v
S.L
Railsensor í Trooper
Re: Railsensor í Trooper
endilega slepptu því að draga í fjórhjóladrifinu.. það er bara aukin olíueyðsla. en það er hinsvegar rétt að maður á ekki að draga í overdrive-inu.
Re: Railsensor í Trooper
Sammála síðasta ræðumanni með fjórhjóladrifið, það er óþarfi nema þú sért í miklum átökum (veit ekki hvar ég á að setja mörkin en gætir kanski miðað við að ef álagið er það mikið að vélin er farin að erfiða mikið þá gæti borgað sig að setja í 4x4 til að dreyfa álaginu).
Varðandi OD þá er þetta rétt að það fer betur með skiptinguna að sleppa því í þungum drætti. Ég nota reyndar hiklaust OD í drætti ef álagið er innan marka en ef menn eru ekki með góða tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í jeppanum þá er kanski bara ágætis þumalputtaregla að sleppa OD í drætti.
Kv. Freyr
Varðandi OD þá er þetta rétt að það fer betur með skiptinguna að sleppa því í þungum drætti. Ég nota reyndar hiklaust OD í drætti ef álagið er innan marka en ef menn eru ekki með góða tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í jeppanum þá er kanski bara ágætis þumalputtaregla að sleppa OD í drætti.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Railsensor í Trooper
Í Trooper myndi ég aldrei nota fjórhjóladrifið í drætti nema þegar það vantar grip.
Ef það er fullt grip (malbik) þá gerir fjórhjóladrifið ekkert nema illt verra, semsagt eykur álagið á dótið útaf meiri þvingun í beygjum og svo framvegis af því að það er ekkert mismunadrif í millikassanum. Ef það er einhvern tímann nógu mikið grip og nógu mikið álag þá á eitthvað eftir að gefa sig á endanum hvort sem það er millikassi, öxull, hjöruliður eða drif.
Varðandi það að draga í overdrive eða ekki... það eru ekki allir bílar sem mega ekki draga í overdrive. Ef framleiðandinn segir það þá er sjálfsagt einhver ástæða fyrir því.
Til að mynda er sagt að það sé ekki ráðlegt að draga í O/D á GM 700 skiptingu af því að þá gengur dælan í skiptingunni það hægt að hún nær ekki að dæla vökvanum fram í kælinn nógu hratt og þá hitnar allt í drasl.
Ef það er fullt grip (malbik) þá gerir fjórhjóladrifið ekkert nema illt verra, semsagt eykur álagið á dótið útaf meiri þvingun í beygjum og svo framvegis af því að það er ekkert mismunadrif í millikassanum. Ef það er einhvern tímann nógu mikið grip og nógu mikið álag þá á eitthvað eftir að gefa sig á endanum hvort sem það er millikassi, öxull, hjöruliður eða drif.
Varðandi það að draga í overdrive eða ekki... það eru ekki allir bílar sem mega ekki draga í overdrive. Ef framleiðandinn segir það þá er sjálfsagt einhver ástæða fyrir því.
Til að mynda er sagt að það sé ekki ráðlegt að draga í O/D á GM 700 skiptingu af því að þá gengur dælan í skiptingunni það hægt að hún nær ekki að dæla vökvanum fram í kælinn nógu hratt og þá hitnar allt í drasl.
Re: Railsensor í Trooper
taktu rafm. plöggið úr sambandi aftur og klipptu rauf í grænu gúmmíþéttinguna og láttu snúa niður, þá fer olían út þarna og heldur ekki áfram uppí tölvu sem hæglega eyðilegst ef hún fær í sig olíu, þetta hefur gerst nokkrum sinnum,og þetta ættu allir trooper eigendur að gera.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur