MILITEC


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

MILITEC

Postfrá stebbiþ » 01.jún 2012, 23:13

Hvað finnst ykkur um Militec? Hef sjálfur notað það af og til á mínum bílaferli, oft fundið mun (þýðari gangur o.s.frv.) en aldrei verið alveg viss um ágæti þessa bætiefnis. Ég notaði þetta alltaf þegar ég var í kvartmílunni, bæði á mótor og sjálfskiptingu og það veitti ákveðna hugarró. Nú hinsvegar snýst allt um minni eyðslu og hef heyrt sögur af 10% minni eyðslu. Er með þetta á Söbbanum og er ekki viss um að ég finni mun. Er að hugsa um að setja þetta líka á strumpastrætóinn minn.
Hvað finnst ykkur? Einhverjar reynslusögur? Getur einhver staðfest minni eyðslu?

Kv, Stebbi Þ.



User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: MILITEC

Postfrá Svenni30 » 01.jún 2012, 23:50

Sæll. Ég hef notað þetta í mörg ár á alskonar bíla, þetta hefur minnknað ventla glamur og undirlyftutikk en hef ekki orðið var við minni eyðslu svo teljandi sé.
Svo er líka vert að skoða efninn frá http://www.prolong.is/ hef trölla trú á því.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: MILITEC

Postfrá Hfsd037 » 02.jún 2012, 01:52

Sæll, ég hef prufað Millitech á Lúxann minn og ég gat ekki séð minnkandi eyðslu
ég er með Prolong bætiefnið á vélinni núna og sé heldur ekki minni eyðslu.
En það er til bætiefni í N1 sem er í svörtum brúsa, man ekki hvað það heitir en það kostar um 3 þús
það svínvirkar, eftir að ég lét það á eftir olíuskipti þá fór snúningurinn í fyrsta starti eftir ísetninguna úr 900 og upp í 1200 sn/min og ég sá minni eyðslu og ég fann hvernig vélin varð léttari í snúning, algjör snilld mæli eindreigið með þessu efni og auk þess er það 3 þús krónum ódýrara en Prolongið og húðin sem þetta myndar í vélina endist líka í 60.000 km alveg eins og í Prolong.

Mundu bara að ef þú ætlar að taka efnið í svarta brúsanum hjá N1 að þá verðurðu að kveikja á vélinni eftir olíuskiptin og ásetninguna og leyfa vélinni að ganga í minnsta lagi 15 min.
þú mátt ekki nota synt-olíu með.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Sveinn.r.þ
Innlegg: 106
Skráður: 27.feb 2012, 08:16
Fullt nafn: Sveinn Rúnar þórarinsson
Bíltegund: lc80

Re: MILITEC

Postfrá Sveinn.r.þ » 02.jún 2012, 10:22

Er með Prolong á á öllu sem snýst á mínum 80lc,er ekki viss með % en nálægt svona 8 ,hafði engar væntingar ,en þetta greinilega skiptir máli.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: MILITEC

Postfrá jeepson » 02.jún 2012, 12:54

Ég prufaði prolong á vélina í pattanum mínum. Og fann strax mun á því hvað hún varð léttari í gang í frostinu og þýðari. En ég varð aldrei var við eldsneytissparnað
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: MILITEC

Postfrá Startarinn » 02.jún 2012, 23:40

Nánast allir í kring um mig sem hafa prófað Militec hafa mjög fljótlega orðið varir við stóraukna olíubrennslu, ég lenti í lakkhúð á sílendrum í kjölfarið í gamla laurel sem ég átti, brennslan varð svo slæm að ég var farinn að bæta líter á eftir hverja ferð suður, sem var ekki nema 250 km akstur.

Eftir mína reynslu af þessu efni set ég það ekki á neitt annað en drif og millikassa, ég blandaði þessu 50/50 á afturdrifið í sama bíl og hávaðinn í því snarminnkaði
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: MILITEC

Postfrá Hrannifox » 03.jún 2012, 13:16

ég man að pabbi gamli setti þetta á alla sína bíla, hann keyfti gamla toyotu corollu sennilega 89 90 bíl hún gekk leiðinlega gamli skifti um olíu setti á hana militec og svo var tekin smá rúntur á hellu
vollah þegar við komum í bæinn stillti hann hægaganginn og hún mallaði voðalega blítt.


ég hef notað þetta á flesta mína bíla þá vél gír millikassa og drif.

er með þetta á luxanum hjá mér núna hreyfir ekki oliu og glamrar ekkert en hef ekki orðið var við minni eyðslu
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: MILITEC

Postfrá fordson » 03.jún 2012, 14:41

Endast drifin eitthvað með millitekinu á?, það verður að vera ákveðið seiga í olíu á drifum til að kambur og pinjónn grípi betur saman, millitec er sleipiefni sem er gott fyrir vélar en efast um að þetta sé holt fyrir drif. Það er ástæða fyrir þykkari olíu á drif
já ætli það nú ekki

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: MILITEC

Postfrá Startarinn » 03.jún 2012, 14:59

Ástæðan fyrir þykkari olíu á drif er þrýstingurinn á milli tannanna á kambi og pinjón, olían þarf að vera frekar þykk til að smurhimnan rofni ekki milli tannanna undir átaki. Militec sem sleipiefni gerir nákvæmlega það, heldur tönnunum sleipum svo járnið nuddist ekki saman og rifni, svo kælir olían líka.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: MILITEC

Postfrá fordson » 03.jún 2012, 15:36

en millitec er sleipt þannig að tennurnar eru þá að leitast við að fara í sundur en ekki grípa saman, en þetta er snilld á mótora veit til þess að mótorolía hafi farið af hondu accord það var engin olía með í för en það var einn brúsi af millitec sem var sett á og keyrt að næstu sjoppu, mótorinn bar engan skaða af þannig að þetta er töfra efni
já ætli það nú ekki

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: MILITEC

Postfrá Kiddi » 03.jún 2012, 19:56

Æ ég veit ekki, mér finnst bara fínt að nota þá olíu sem framleiðandinn gefur upp og passa bara uppá að það sé alltaf passlega mikið af henni á mótornum og hún sé ekki orðin gömul og léleg.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: MILITEC

Postfrá Startarinn » 03.jún 2012, 20:04

fordson wrote:en millitec er sleipt þannig að tennurnar eru þá að leitast við að fara í sundur en ekki grípa saman


Í öllum gírkössum drifum eða hverju sem er þar sem tannhjól knýr annað tannhjól leitast þau ALLTAF við að fara í sundur, PUNKTUR
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: MILITEC

Postfrá fordson » 03.jún 2012, 20:21

Drif með tregðulæsingu (sleikjulæsing) þarf spes gírolíu til að læsa, ef það er sett venjuleg gírolía td 80/90 þá hættir hun strax að virka. Þannig að það er ekki hægt að setja millitec á öll drif þetta þarf að hafa í huga og gott að kynna sér það áður en skipt er um olíu eða sett eru einhver bæti efni á drif eða gírkassa.
já ætli það nú ekki


pattigamli
Innlegg: 141
Skráður: 19.jún 2011, 11:44
Fullt nafn: Óskar Gunnarsson

Re: MILITEC

Postfrá pattigamli » 03.jún 2012, 21:26

sælir setti millitec á nýlega up tekna jeppasjálfskiptingu fyrir sirka 15 árum síðan,vegna þess að allir sögðu að þetta væri magnað efni sem mætti nota á allt fundið upp af hernum og endalausar tilraunir frá þeim.En jæja ég notaði skiftingu í tæpt ár með bros á vör en fór svo erlendis í tvo og hált ár og lagði græjuni á meðan.En svo fór ég að nota græjuna aftur þegar ég kom til baka allt í fína lægi fyrsta daginn en svo allt í leiðindi.Þá var ekkert annað að gera en að opna draslið og athuga hvað væri eiginlega í gangi og viti menn militekið aðskilur sig þegar það stendur og verður að nokurskonar plastsvarfi sem að blandast alldrei aftur upp.þetta stíflaði litlu rörnet síurnar í ventlaboxi og þá er ekkert gaman lengur.Eftir þetta gerði ég tilraun með þetta og fékk mér 5 L mállingarfötu og setti 3L af nýri mótorolíu í hana og millitec sæmkvæmt leiðbeiningum á brúsanum,sýðan fór ég í bíko og bað þá um að hrista fötuna fyrir mig duglega síðan var innihaldið siktað með venjulegu bökunar sikti fyrir hveiti og allt lítur fínt út ekkert í sigtinu,fatan með öllu saman sett upp í hillu og ég fór á sjóinn í þrá mánuði.Svo kom kallinn heim aftur og kíkti í fötuna góðu og sigtaði aftur með sama sigtinu og vitimenn millitecið var orðið að einhverskonar rauðleitu plastsvarfi.Mín skoðunn er að þetta er kanski bara fínt efni ef að það er alltaf verið að hræra í því eða dæla, en ekki ef að hlutir eiga að standa reglulega myndi ekki treista því. Besta kveðja

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: MILITEC

Postfrá Kiddi » 03.jún 2012, 21:29

Mér var bent á að nota Militec ekki á gírkassa, þar sem þá myndu sínkróin ekki virka almennilega.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: MILITEC

Postfrá Startarinn » 04.jún 2012, 09:55

Hvað sem stendur á militec brúsunum þá hentar það ekki á neitt sem vinnur á viðnámi, eins og syncro í gírkössum, diska í tregðulæsingum, sjálfskiptingar o.fl.

Og eftir mína reynslu af efninu set ég það aldrei á bílvél aftur, það hentar heldur ekki sem smurning á skotpinna í byssum, ég komst að því með haglabyssuna mína, militec verður svo þykkt í frosti að pinninn verður stífur og nær ekki að sprengja hvellhettuna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: MILITEC

Postfrá Hfsd037 » 04.jún 2012, 13:24

Kiddi wrote:Mér var bent á að nota Militec ekki á gírkassa, þar sem þá myndu sínkróin ekki virka almennilega.



Ég hef líka heyrt þetta, gírkassinn mundi eiga það til með að hrökkva úr gírum við akstur og erfiður í gíra..
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: MILITEC

Postfrá Stebbi » 04.jún 2012, 20:50

Startarinn wrote:það hentar heldur ekki sem smurning á skotpinna í byssum, ég komst að því með haglabyssuna mína, militec verður svo þykkt í frosti að pinninn verður stífur og nær ekki að sprengja hvellhettuna


Stoegerinn minn má nú ekki heyra minnst á smyrjandi efni ef það kólnar þá fer allt í lás. Annars er Millitec frábært efni til að bera á haglabyssur sem eru með polyhúðuðum hlaupum og skothúsum, litlar rispur og ákomur nánast hverfa og byssan fær á sig flotta silkimatta áferð sem endist vel. Gott að gera þetta áður en maður fer að skjóta við eða á sjó
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur