Er einhver að selja þetta hérna á klakanum? Ég er kominn með ógeð á því að þrífa smurolíu og að vera að hella úr skornum brúsum í heila brúsa til að farga olíunni. Mig langar bara til að geta sett slöngu í 20L brúsa og lokað svo brúsanum og fargað eftir 3 olíuskipti!
Þetta er víst orðið orginalbúnaður í mörgum vinnuvélum og fleiri tækjum þar sem aðgengi er erfitt og menn eru að taka olíusýni.
Vonandi er það óbreytt. Heyri í þeim eftir helgi og uppfæri þráðinn. Er einhver áhugi fyrir svona krönum? Ef ég þarf að panta að utan get ég alveg eins tekið nokkra krana.
Þetta opnast ekki fyrirvaralaust. Þetta er mjög þéttur kúluloki og handfangið er einnig með öryggi upp á það að það geti ekki snúist nema því sé þrýst úr örygginu og snúið jafnóðum. Svo er líka hægt að setja hosuklemmu við handfangið til að gera þetta alveg 250% öruggt.
Það er hægt að fá þetta í tveimur útfærslum, með nippli og án nippils, eins og sést á myndinni. Nippillausi er ekki nema kannski hálfri tommu lengri en flestir tappar og er því ekki mikil hætta á að reka hann niður. Þeir mæla ekki með lokanum með nippli í lága bíla en ég hef ekki áhyggjur af því á mótornum i 38" Cruiser. Ef eitthvað á að rekast í kranann þarf það að fara framhjá hásingu eða klafabita í flestum tilfellum.
Þeir eru með gengustærðir og grófleika í allt mögulegt, allt frá litlum slátturvélum upp í stórar vinnuvélar og trukka. Það er allt útlistað á síðunni hjá þeim, svo passar þetta í margt sem ekki er listað hjá þeim.