Sælir/ar
Ég er með Patrol 3,0. Það er búið að finna út að kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni/lokinu, en fyrst var haldið að lekinn væri frá vatnsdælu. BFÓ segir þetta mikla vinnu (2 dagar) og þ.a.l. hár kostnaður að koma þessu í lag.
Hefur einhver ykkar lent í þessu og hversu raunhæf er þessi greining hjá verkstæðinu?
Kveðja
Hans M
Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Ef þetta er það sem ég held þá er þetta mikil vinna þá kemur þetta ekki undan keðjhlífinni heldur tímagírshúsinu framan á vélinni og það þýðir ALLT framan af vélinni , tímagír olíuverk, olíupönnu undan og fl skemmtilegt svo þarf að skipta um eða þétta plötuna sem þetta boltast allt á sem er úr ca 6mm stáli með plasthúð eða lakki (það er hún sem gefur sig eða lakkið)og svo raða öllu saman aftur. Þetta er klárlega tveggja daga vinna á verkstæði. Þetta hefur gerst nokkuð oft áður.
kv Gísli
kv Gísli
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Þetta stemmir sem Gísli segir að því gefnu að þetta komi undann plötunni sem er aftan við tímabúnaðinn. Lakkhúðin flagnar frá stálinu og veldur leka. Til að laga þetta þarf að skipta um plötuna eða sandblása hana með fínum sandi og grunna/lakka upp á nýtt. Til að ná plötunni framanaf vélinni þarf olíupannan að fara undann vélinni og til að ná henni undann þarf að losa skiptinguna/kassann frá vélinni því tveir af boltunum í olíupönnunni eru inn í kúplingshúsinu. Þægilegasta leiðin (kaldhæðnislegt að segja svo í þessu tilfelli) er að taka vélina úr bílnum og gera þetta í vélastandi. Fyrir mína parta þá er tilboð með 2 daga vinnu bara býsna sanngjarnt fyrir þetta verk.
Kveðja, Freyr
Kveðja, Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 221
- Skráður: 01.feb 2010, 13:00
- Fullt nafn: Hans Magnússon
- Bíltegund: Lexus LX470
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Ég hef oft keypt þjónustu hjá þessu verkstæði því þeir virðast vita mikið um þessa bíla sérstaklega og ef þeir vita það ekki (gerist ekki oft) þá bara segja þeir það, það kann ég að meta.
Mig langaði bara að fá "second opinion":) ...og þið lýsið þessu nákvæmlega eins og þeir.
takk fyrir þetta og fleiri mega tjá sig, endilega.
Kveðja
Hans M
Mig langaði bara að fá "second opinion":) ...og þið lýsið þessu nákvæmlega eins og þeir.
takk fyrir þetta og fleiri mega tjá sig, endilega.
Kveðja
Hans M
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Freyr wrote:Þetta stemmir sem Gísli segir að því gefnu að þetta komi undann plötunni sem er aftan við tímabúnaðinn. Lakkhúðin flagnar frá stálinu og veldur leka. Til að laga þetta þarf að skipta um plötuna eða sandblása hana með fínum sandi og grunna/lakka upp á nýtt. Til að ná plötunni framanaf vélinni þarf olíupannan að fara undann vélinni og til að ná henni undann þarf að losa skiptinguna/kassann frá vélinni því tveir af boltunum í olíupönnunni eru inn í kúplingshúsinu. Þægilegasta leiðin (kaldhæðnislegt að segja svo í þessu tilfelli) er að taka vélina úr bílnum og gera þetta í vélastandi. Fyrir mína parta þá er tilboð með 2 daga vinnu bara býsna sanngjarnt fyrir þetta verk.
Kveðja, Freyr
Er þetta þá ekki galli sem BL á að borga.
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Kalli wrote:Freyr wrote:Þetta stemmir sem Gísli segir að því gefnu að þetta komi undann plötunni sem er aftan við tímabúnaðinn. Lakkhúðin flagnar frá stálinu og veldur leka. Til að laga þetta þarf að skipta um plötuna eða sandblása hana með fínum sandi og grunna/lakka upp á nýtt. Til að ná plötunni framanaf vélinni þarf olíupannan að fara undann vélinni og til að ná henni undann þarf að losa skiptinguna/kassann frá vélinni því tveir af boltunum í olíupönnunni eru inn í kúplingshúsinu. Þægilegasta leiðin (kaldhæðnislegt að segja svo í þessu tilfelli) er að taka vélina úr bílnum og gera þetta í vélastandi. Fyrir mína parta þá er tilboð með 2 daga vinnu bara býsna sanngjarnt fyrir þetta verk.
Kveðja, Freyr
Er þetta þá ekki galli sem BL á að borga.
Hvaða árgerð er þessi bíll og hvað er hann ekinn mikið? Þetta mál er ekkert frábrugðið öllum öðrum bilunum sem geta komið upp í bílum, ef hann er dottinn úr ábyrgð þá lendir þetta á eigandanum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 221
- Skráður: 01.feb 2010, 13:00
- Fullt nafn: Hans Magnússon
- Bíltegund: Lexus LX470
Re: Kælivökvi lekur með tímakeðjuhlífinni!!!
Þetta er eldgamalt brak... ekinn 210.000.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur