Þórsmörk

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
hjálmar
Innlegg: 41
Skráður: 10.jan 2012, 23:15
Fullt nafn: Hjálmar Örn Leifsson

Þórsmörk

Postfrá hjálmar » 16.maí 2012, 08:04

Hvernig er Þórsmörk á þessum tíma árs, er mikið í ám og er búið að opna skála í Básum? Er að gæla við þá hugmynd að fara um helgina og gista eina nótt í skála. Hver rekur skálana þarna?

Kv. Nýliði.




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Þórsmörk

Postfrá ivar » 16.maí 2012, 10:09

Skálana í básum rekur Útivist, Ferðafélagið í Langadal og man ekki alveg hver tók við skálunum í húsadal núna síðast. Gott ef ekki ferðafélagið sé með það núna líka.

Ég fór þarna fyrir 2 vikum og þá var ný heflaður vegur og ég var ekki nema 25mín frá þjóðvegi og inn í bása. Ekkert vatn í ánum að ráði og óvenju lítið.

Ég gisti í tjaldi og það fór níður í -1, -2°C um nóttina en fór bara vel um okkur.

Ef það verður áfram jafn kalt og er núna er sjaldan auðveldara að komast þangað inneftir.

Ívar


andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: Þórsmörk

Postfrá andrijo » 16.maí 2012, 11:13

Er búinn að vera inn í langadal í að verða 3 vikur og hér er hálfgerður vetur, snjóar af og til og mjög kalt í veðri.

Jökulsá, steinsholtsá og hvanná eru bara sprænur og allar nánast tærar.

Krossá er einnig mjög lítið í en samt borgar sig að vanda valið á vaði, það eru pyttir í henni og gildir þá einu hvort um ræðir vaðið við húsadal eða langadal.

Vegurinn er góður og í raun besti tíminn til að renna núna innúr.

Svo er ekkert að því að slá bara á þráðinn í skálasímana ef menn eru ad spá í færið innúr.

Þeir sem reka húsadal heita volcano huts.

Bk.andri


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Þórsmörk

Postfrá Brynjarp » 16.maí 2012, 14:37

eru einhverjir að fara á morgunn (fimmtudaginn). Var að spá að kikja inni húsadal jafnvel ef veður leyfir
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir