Sælir
Ég lét loks gamlan draum rætast og keypti mér breyttan jeppa. Það sem varð fyrir valinu er 1992 Patrol, 2,8 diesel á 38“ Ground Hawk og 5.42 hlutföllum.
Ég keypti bílinn af manni sem átti hann í stuttan tíma. Samkvæmt honum þá var bíllinn upphaflega með bensínvél en er nú með dieselvél sem á að vera keyrð 80þús km. Bíllinn var tekinn í gegn árið 2008 og á að hafa staðið í skemmu í Borgarfirði þar til síðustu áramót. Skv. bifreiðaskráningu var hann tekinn af númerum 2008, fór á númer í nokkra mánuði 2009 og svo aftur síðustu áramót svo sagan getur alveg staðist.
Þegar ég fór svo að nota bílinn og föndra eitthvað í honum þá kemur fljótlega í ljós að rafkerfið er í algjöru rusli. Það er búið að klippa á víra hér og þar, í húddinu eru nokkrir litir af teipi, lausir afklipptir vírendar, tengi sem hefur verið vafið utanum hitt og þetta. Ég á því spennandi tíma fyrir höndum.
Ef einhver kannast við bílinn þá væri gaman að fá sögu bílsins staðfesta. Eins hef ég mikinn áhuga á að komast yfir litanúmer bílsins, þetta er víst að Alfa Romeo litur.
Nissan Patrol Y60 38"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Nissan Patrol Y60 38"
Fottur patti. Liturinn fer honum rosalega vel. En varðandi rafkerið. Ertu þá best settur með að ná þér í svona bíl í slátur færa rafkerfið yfir? Annars til lukku með gripinn. Vonandi fær maður á sjá fleiri myndir af honum :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Nissan Patrol Y60 38"
oft er það betra of fljótlegra að ná sér í heilt lúm og swappa yfir, bætir að litið ef þetta hefur verið bensin bíll áður fyrr
og ekki gengið vél frá rafkerfinu.
laglegur patti þó eimeitt draumabill hja mer lika
og ekki gengið vél frá rafkerfinu.
laglegur patti þó eimeitt draumabill hja mer lika
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Nissan Patrol Y60 38"
Ég bý í grend við þig, og hef nokkru sinnum rekið augun í bílinn hjá þér, og það verður að segjast að liturinn fer honum einstaklega vel.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur