Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Hvað er mikið bil frá hásingu í samsláttarpúðana hjá ykkur. Finnst bíllinn minn slá of fljótt saman, er sennilega siginn á gormunum. Veit enhver hvað eðlilegt bil mundi teljast?
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Samsláttarpúðarnir eru þarna auðvitað til þess að stoppa hásinguna áður en eitthvað fer að rekast saman, t.d. dekk í bretti eða fjöðrun í grind og svo framvegis. Það er það sem ræður því hversu mikið bil er og ef þú eykur bilið þá geta dempararnir farið að slá saman og eyðilagst við það.
Til þess að svara svona spurningu þá þyrftu menn að vita hvernig bíll þetta er og hvað er búið að gera við hann, er hann breyttur eða hvað?
Gormarnir og dempararnir geta líka verið þreyttir og valdið þessu
Til þess að svara svona spurningu þá þyrftu menn að vita hvernig bíll þetta er og hvað er búið að gera við hann, er hann breyttur eða hvað?
Gormarnir og dempararnir geta líka verið þreyttir og valdið þessu
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Það er einmitt málið, ég held að gormarnir séu orðnir eitthvað slappir. Þetta er Lc 60 á gormum allan hringinn. Það sem ég er að hugsa um er hvað bilið er svona almennt hjá mönnum því ég þarf að fá mér nýja gorma og get svolítið ráðið því hvað bilið verður með þeim. Undir bílnum eru núna orginal 80 krúsergormar og ef ég fengi svoleiðis gorma í lagi reikna ég með að þeir mundu lyfta bílnum um 4 - 5 cm, þá væri bilið milli hásingar og púða orðið 13 - 14 cm. Er bara að velta fyrir mér hvort það sé eðlilegt mikið eða lítið.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Það er frekar mikið en ertu með púða sem leggjast saman eða eru þetta svona harðir kubbar?
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
er með bens púða sem eiga að fjaðra um 7 cm held ég
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Þá er þetta slatta bil
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Sorry að ég skuli aðeins vera að skipta um umræðuefni, en undan hverju eru þessir blessuðu benz púðar sem eru undir öðrum hverjum jeppa og vitið þið hvar er best að fá þá?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Ég keypti þessa ofurmerkilegu Benz samsláttarpúða um daginn og ætla að setja þá í hjá mér einn góðan veðurdag. Ég fékk þá í Stáli og stönsum.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Járni wrote:Ég keypti þessa ofurmerkilegu Benz samsláttarpúða um daginn og ætla að setja þá í hjá mér einn góðan veðurdag. Ég fékk þá í Stáli og stönsum.
Þeir eru nú bara því miður ekkert merkilegir, í það minnsa er eftirlíkingin af þeim sem er seld hér heima full mjúk og get kiknað til hliða við samslátt ...bara mínar 10 kr (samsvarar það annars ekki 5centum:)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Það er örugglega rétt hjá þér, dreg það ekki í efa. En það er þó skömminni skárra en að halda áfram að nota brettin sem samslátt.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Mér finnst þeir einmitt of stífir frekar en mjúkir!
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Hvað er þá málið að nota?
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Þessir bessuðu "Bens púðar" eru nú bara hundómerkilegir púðar sem eru framleiddir í Gúmmísteypu Þ.Lárussonar í Grafarvogi. Færð þá á besta verðinu þar og hjá Stáli og stönsum, eru dýrari í hjá N1. Stífleikinn þykir mér nokkuð passlegur fyrir bíla á borð við Patrol og 80 krúser. Hinsvegar hef ég notað þá með góðum árangri í margar gerðir léttari jeppa og bora bara í þá göt til að mýkja þá.
En í sambandi við krúserinn hjá þér þá er allt of mikið að hafa 13 cm í samslátt ef púðinn gengur síðan saman um 7 því þá gefa dempararnir nær ekkert svigrúm til að fjaðra sundur. Ég reyni að hafa mína bíla með ekki minna en 50 % fjöðrun sundur og hef verið með jafnvel 75% sundur í einum bíl (lá á samsláttarpúðunum ef hann var töluvert hlaðinn) og það bara svínvirkaði og sleppti nær aldrei hjólum þó ekið væri hratt í ójöfnum heldur náðu dekkin að elta jörðina.
Freyr
En í sambandi við krúserinn hjá þér þá er allt of mikið að hafa 13 cm í samslátt ef púðinn gengur síðan saman um 7 því þá gefa dempararnir nær ekkert svigrúm til að fjaðra sundur. Ég reyni að hafa mína bíla með ekki minna en 50 % fjöðrun sundur og hef verið með jafnvel 75% sundur í einum bíl (lá á samsláttarpúðunum ef hann var töluvert hlaðinn) og það bara svínvirkaði og sleppti nær aldrei hjólum þó ekið væri hratt í ójöfnum heldur náðu dekkin að elta jörðina.
Freyr
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Takk fyrir þetta Freyr. Ég er reyndar orðinn fullur efasemda um að það sé rétt að hann fari í 13 cm 10 - 11 væri nær lagi. ÉG er búinn að pæla svolítið í þessu og kominn á þá niðurstöðu ( sem er svosem ekki ný ) að gormarnir séu bara orðnir svo mjúkir að bíllinn slái alltaf í púðana af minnsta tilefni. Fyrir svona 6 árum var þetta með mýkstu bílum sem ég hafði keyrt og ég gat sett annað framdekkið upp á rúllubagga og samt stóð bíllunn í öll hjól, hef ekki prufað þær æfingar nýlega en hinsvegar er bíllinn orðinn allt öðruvísi í akstri en hann var. Ég þarf bara að fá mér nýja cruiser gorma í hann eða einhverja sem eru eins og þeir þe. spírallinn þrengist neðst þar sem hann sest á hásinguna. Búinn að fara í BSA á Smiðjuveginum en ef ég kaupi gorma hjá þeim þarf ég að breyta gormafestingunum að neðan og ég nenni ekki að standa í því. Vandinn er bara að Cruiser gormar kosta eins og 10 gormar í BSA. Og í AT vita menn að því er virðist ekkert um gormana sem verið er að selja þar, hef talað við þá og svörin sem ég fékk þar voru á þá leið að það væri svo langt síðan menn voru að breyta þessum bílum að enginn vissi neitt um stífleika og þh. upplýsingar sem þeir í BSA höfðu allar á hreinu td, hvað gormurinn leggst mikið saman við ákveðna þyngd. Ég er með langa dempara sem myndu sennilega gefa næga sundurfjöðrun (45 cm í sundur) svo það verður varla vandamál. Af því að ég er með A - stýfu á afturhásingunni getur hún hreyfst nokkuð frjálst svo maður vill að fjörunin njóti sín til fulls. Held að þegar nýju gormarnir verða komnir væri gaman að skella sér á rampinn ;)
Og já ég veit varla af hverju þessir púðar ganga undir nafninu "bens púðar" heyrði þó einhverntíman að þeir væru í sendibílum frá Bens, sel það ekki dýrara en ég stal því.
Kv Beggi
Og já ég veit varla af hverju þessir púðar ganga undir nafninu "bens púðar" heyrði þó einhverntíman að þeir væru í sendibílum frá Bens, sel það ekki dýrara en ég stal því.
Kv Beggi
-
- Innlegg: 170
- Skráður: 03.feb 2010, 17:23
- Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Vopnafjörður
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Smá svona off topic um benz púðana. ég er nú með svona benz púða í súkkunni minn. þegar hún er full hlaðinn þeas komnir 60L af bensíni og smávegis drasl þá liggur hún orðið alveg á þeim og það er bara nokkuð gott að keyra hana þannig. en hinsvegar eiga þeir það til að leita út til hliðanna sérstaklega í snjó, en því má redda með því að sjóða rörbút sem er rúmur utann um hann, bara svona 1 cm.
mér finnst þetta bara nokkuð góðir púðar og ég næ alveg að kremja þá nokkuð vel samann.
mér finnst þetta bara nokkuð góðir púðar og ég næ alveg að kremja þá nokkuð vel samann.
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
geta þeir ekki harðnað líka með tímanum ;) td. væri ekki munur á 10 ára gömlum púða og nýlegum ? bara pæling :) en ég var með þessa bens púða á gömlum willys cj5 og voru þeir alveg grjótharðir en fékk mér svo nýja sömu tegundar og bíllinn varð mikið skárri en að vísu var bíllinn búinn að standa einhver ár á gömlu púðunum þannig þeir voru ekki alltaf í notkun.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Held að málið sé hjá þér að fá gorma hjá BSA og láta þig hafa það að breyta festingum. Þá ertu að fá það sem þú vilt og veist hvað þú ert að fá.
Annars er þetta málið í samsláttarpúðum strákar, svona er í mínum;)

Annars er þetta málið í samsláttarpúðum strákar, svona er í mínum;)

-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Já sæll
Svona púðar verða aldrei neitt nema rusl í besta falli.

Samsláttarpúði sem á að gera gagn verður að vera eins og cortínu,bens og land cruiser púðarnir í uppbyggingu sem sagt holur hólkur sem lokar loft inni í smá stund og drepur þannig samláttinn.Þetta eru bara samláttar loftpúðar og svínvirka rétt uppsettir.Það eina sem skákar svoleiðis búnaði eru nýju gasbumpstopin.
Svona púðar verða aldrei neitt nema rusl í besta falli.

Samsláttarpúði sem á að gera gagn verður að vera eins og cortínu,bens og land cruiser púðarnir í uppbyggingu sem sagt holur hólkur sem lokar loft inni í smá stund og drepur þannig samláttinn.Þetta eru bara samláttar loftpúðar og svínvirka rétt uppsettir.Það eina sem skákar svoleiðis búnaði eru nýju gasbumpstopin.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Nei nú ertu að bulla. Þeir eru allir farnir að nota þetta í torfærunni og þetta er lang best.
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Það eru til afturgormar í lc 80 í AT, en verðlagningin á þessu drasli hjá þeim er í besta falli fáránleg, settið að aftan kostar 56,272 krónur sem er ansi ríflegt finnst mér. Samt sem áður er það sennilega ódýrara en að breyta gormaskálunum.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
stedal wrote:Nei nú ertu að bulla. Þeir eru allir farnir að nota þetta í torfærunni og þetta er lang best.
Er allt sem er notað í torfæru alltíeinu orðið bezt ??
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Þetta hefur sennilega ekki verið notað í torfærunni síðan fyrir 90 og er heldur ekki best. Sagði bara svona;)
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
.
Síðast breytt af birgthor þann 16.jan 2022, 16:24, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Sæll Biggi, ég talaði við þá í Breyti um daginn einhverntíma en þá áttu þeir ekki neitt handa mér nema afturgorma. Ég ætla að láta gormana lyfta bílnum um 8-10 cm þannig að ég ætla að nota framgorma, jafnvel svolítið progressíva til að ná því. þá hef ég ca 20 cm í samanfjöðrun með púðafjöðrunninni sem er nokkurnveginn það sem ég vil.
Annars long time no see, bið að heilsa ykkur þarna á nesinu
Kv Beggi
Annars long time no see, bið að heilsa ykkur þarna á nesinu
Kv Beggi
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Bil frá hásingu í samsláttarpúða
Var einmitt í sama veseni, keypti undir bílinn gamla notaða gorma þegar ég var að breyta honum, hann lá á n1 púðunum alla jómfrúarferðina,, högg högg högg högg.
Keyptum gorma í BSA , og við það myndaðist um 10cm bil á milli púða og hásingar. Passlegt. 50cm fjöðrunarsvið.
Keyptum gorma í BSA , og við það myndaðist um 10cm bil á milli púða og hásingar. Passlegt. 50cm fjöðrunarsvið.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur