Vantar vinkilborvél

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Vantar vinkilborvél

Postfrá AgnarBen » 29.apr 2012, 13:43

góðan dag

Býr einhvers svo vel hér að eiga vinkilborvél sem er tilbúinn að lána mér, leigja eða bara selja ? Eitthvað líkt þessu:
Image

Ég braut tvo bolta sem halda mótorfestingunni við blokkina og þarf að bora út boltana og aðgengið er ekki gott. Ég er með vinkildrif en næ ekki að beita því nógu vel þar sem þessir boltar eru harðari en andskotinn ...

kveðja
Agnar
agnarben@gmail.com
893 0557
Síðast breytt af AgnarBen þann 29.apr 2012, 15:22, breytt 1 sinni samtals.


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá Hjörvar Orri » 29.apr 2012, 14:49

Athugaðu verkfærasöluna, þeir eru með milvauke línuna og líklegt að þeir séu með svona vél til sölu hjá sér.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá olei » 29.apr 2012, 17:49

Ef boltarnir eru brotnir slétt við blokkina, eða þar um bil, þá virkar rafsuðan best. Yfirleitt er talsvert á sig leggjandi til að sleppa við bor- og öfuguggaæfingar.


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá Hjörvar Orri » 29.apr 2012, 18:06

Tek undir með olei. Hef sjálfur lent í að slíta boltahausa, og þá virkaði vel að sjóða ró á, og slapp við allar bor og öfuguggaaðgerir.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá Kiddi » 29.apr 2012, 18:57

Er ekki tilvalið að smella inn eins og einni mynd af þessu og þá geta menn sem hafa ef til vill verið í sömu sporum komið með tillögur!

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá AgnarBen » 29.apr 2012, 20:59

Boltarnir eru brotnir inn í blokkinni, alveg við gengjurnar einhverja millimetrar fyrir innan gatið. Við teljum að það verði erfitt að sjóða ró á þetta og ætlum því að reyna að bora fyrst og nota pinna með hólk til að koma þeim af stað. Ég náði þriðja boltanum út með skrúfjárni og hamri en hann stóð út úr, hann var frekar laus í. Ef mér tekst að bora aðeins í þetta og berja pinnanum í þá vona ég að ég nái að koma þessu af stað.

Hérna er mynd:
brotnir boltar.jpg
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá StefánDal » 30.apr 2012, 01:45

Uss þetta er ekki skemmtilegt.
Ég myndi samt reyna að leggja stóra ró á planið og sjóða í miðjuna. En hitt getur sjálfsagt virkað líka.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vantar vinkilborvél

Postfrá Startarinn » 30.apr 2012, 07:06

Fyrst boltarnir eru svona lausir myndi ég ekki hika við að punkta á endana þar til þú ert kominn með nóg grip fyrir töng, að því gefnu að þú sért með suðu og sért sæmilega laginn með hana.
Það er miklu minna vesen heldur en þetta borstúss, þetta er allt hreint og óryðgað svo það ætti ekki að vera mikið mál
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur