Kerlingaskarð

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Kerlingaskarð

Postfrá hobo » 21.maí 2010, 21:00

Veit einhver hvernig Kerlingaskarð á snæfellsnesi er yfirferðar?




Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Kerlingaskarð

Postfrá Ofsi » 21.maí 2010, 21:10

Meira en vel fær slyddujeppum. Fór þarna með tjaldvagnin á slyddara í fyrra

kv Ofsi

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kerlingaskarð

Postfrá hobo » 21.maí 2010, 21:29

Er semsagt komið sumar? Aurbleytu vesen að baki?


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Kerlingaskarð

Postfrá Ofsi » 22.maí 2010, 08:32

Ekki ætla ég að hald því fram að það sé komið sumarfæri almennt en: Kerlingarskarð er um 320 h.y.s þar sem það er hæst og þar er gömul olíumöl. Síðan lækkar vegurinn til suðurs. Ég reikna ekki með því að þarna sé aurbleyta enda var vegurinn byggður upp sem þjóðvegur á sínum tíma sem gerir hann burðarmeiri og frostfrírri en hefðbundna slóða sem liggja í landinu sem hjólför, og um moldarkenndan jarðveg. .
Það fór þarna CRV slyddari fyrir mig fyrir 2-3 vikum til þess að taka mynd af vegagerðarskálanum en ég hafði tínt myndinni. Hann talaði ekki um nein vandamál og er óvanur jeppaferðum.
Hvort það sé komið sumar eða ekki skal ég ekki segja, en það er mikill munur á uppbyggðum gömlum þjóðvegi eða t,d öðrum leiðum á svipuðum slóðum. Ég myndi t,d ekki reyna að aka leiðina um Langavatnsdal og Sópandaskarð. Eða um Jökulháls sem er tvöfalt hærri og þar liggja fannir oft fram í júlí.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kerlingaskarð

Postfrá hobo » 22.maí 2010, 09:36

Þakka þér fyrir mjög góðar upplýsingar.
Það er erfitt að vera þolinmóður þegar grasið er orðið grænt í Kópavogi..


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur