Úrhleypibúnaður - útfærsla
Úrhleypibúnaður - útfærsla
Jæja, þá eftir páskana hef ég ákveðið að setja úrhleypibúnað í bílinn hjá mér og lendi ég þá í vandræðum með útfærsluna.
Það sem ég er í vandræðum með er framsetning inni í bíl af því ég vil helst ekki sjá neinn mæli og engan takka í mælaborðinu :)
Eins og ég er með hugsunina stadda núna sé ég fyrir mér 1 mæli með 5 nemum og vír (ekki rör) inní bíl þannig að ég geti valið hvaða dekk ég sé þrýstinginn á eða kút.
Þá varðandi það að hafa stýringu á hverju dekki er það sennilega rofi á hvert dekk, í og svo úr (helst í sama takka) og aftur sé ég fyrir mér að hafa þetta ekki sem rör með kúluloka heldur segulloka og takka.
Það sem ég hefði viljað heyra frá ykkur er hvort þið sjáið mikla ágalla á þessu og jafnvel betri lausn og mjög mikilvægt er að komast hjá þessu sem ódýrast þar sem þetta er farið að verða fínn búnaður og þá fara íhlutir að kosta sitt.
Hefur einhver farið svipaða leið eða eru allir með loftkistu og nokkra loka?
Það sem ég er í vandræðum með er framsetning inni í bíl af því ég vil helst ekki sjá neinn mæli og engan takka í mælaborðinu :)
Eins og ég er með hugsunina stadda núna sé ég fyrir mér 1 mæli með 5 nemum og vír (ekki rör) inní bíl þannig að ég geti valið hvaða dekk ég sé þrýstinginn á eða kút.
Þá varðandi það að hafa stýringu á hverju dekki er það sennilega rofi á hvert dekk, í og svo úr (helst í sama takka) og aftur sé ég fyrir mér að hafa þetta ekki sem rör með kúluloka heldur segulloka og takka.
Það sem ég hefði viljað heyra frá ykkur er hvort þið sjáið mikla ágalla á þessu og jafnvel betri lausn og mjög mikilvægt er að komast hjá þessu sem ódýrast þar sem þetta er farið að verða fínn búnaður og þá fara íhlutir að kosta sitt.
Hefur einhver farið svipaða leið eða eru allir með loftkistu og nokkra loka?
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Þú getur fengið rafstýrða segulloka í landvélum það á ekki að vera vandamál.
perónulega ef ég myndi ekki ætla að hafa bara kistu og loka þá myndi ég hafa sér mæli og tvívirkan rofa (sem hangir í miðjuni og upp myndi opna frá kút í dekk og niður myndi opna frá dekki og eitthvert út) fyrir hvert dekk.
þessa mæla er hægt að fá mjög netta en ég held að ég myndi hafa þá frekar mekkaníska en að hafa skynjara og rafmagnsmæli.
heildar verð fór ekki yfir 70 þús þegar frændi minn setti svona upp í 49" F-350
ég held ég sé ekki að ljúga neinu um þessa útfærslu og ég vona að þetta skiljist....
perónulega ef ég myndi ekki ætla að hafa bara kistu og loka þá myndi ég hafa sér mæli og tvívirkan rofa (sem hangir í miðjuni og upp myndi opna frá kút í dekk og niður myndi opna frá dekki og eitthvert út) fyrir hvert dekk.
þessa mæla er hægt að fá mjög netta en ég held að ég myndi hafa þá frekar mekkaníska en að hafa skynjara og rafmagnsmæli.
heildar verð fór ekki yfir 70 þús þegar frændi minn setti svona upp í 49" F-350
ég held ég sé ekki að ljúga neinu um þessa útfærslu og ég vona að þetta skiljist....
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
hvar hafa menn verið að versla ihluti og hvað er verið að notast við sverar lagnir er ekki betra hafa hafa svolitið svert i þessu til að flyta fyrir þvi að hleypa ur og pumpa í ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Þetta hljómar vel hjá þér Ívar, persónulega myndi ég velja að hafa tvo mæla, en þetta er líka spurning um að vera með nógu stóra loka til anna flæðinu í blöðrurnar.
Það væri gaman að heyra reynslusögur af mismunandi sverum lögnum, þarf til dæmis jafn mikinn kraft til þess að rífa 12mm og 6mm slöngu út úr hraðtenginu eða fer brettakanturinn með?
49cm wrote:hvar hafa menn verið að versla ihluti og hvað er verið að notast við sverar lagnir er ekki betra hafa hafa svolitið svert i þessu til að flyta fyrir þvi að hleypa ur og pumpa í ?
Það væri gaman að heyra reynslusögur af mismunandi sverum lögnum, þarf til dæmis jafn mikinn kraft til þess að rífa 12mm og 6mm slöngu út úr hraðtenginu eða fer brettakanturinn með?
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Það á að fást allt í þetta á landvélum.
ég tel stærra betra, en góð pæling hvort 6mm springi á undan 12. en auðvitað er meiri tregða í 6mm og nær því kannski að mynda meiri þrýsting í lögnini á leið frá kút og út í dekk og springur því fyrr
ég tel stærra betra, en góð pæling hvort 6mm springi á undan 12. en auðvitað er meiri tregða í 6mm og nær því kannski að mynda meiri þrýsting í lögnini á leið frá kút og út í dekk og springur því fyrr
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Sæll!
Mér líst vel á að nota segulloka til að stjórna úrhleypibúnaðinum, engar slöngur inn í bíl.
Það sem ég er búinn að sjá að það er lítill skjár staðsettur á mælaborðinu sem sýnir þrýsting í hverju dekki.
Þetta kostar nálægt 60 Þús. og er þráðlaust með sendum í dekkjum (felgum) svo er svolítið sem er mjög sniðugt, en það eru sendar í ventilhettunum sem er kostur, getur notað líka á sumardekkin.
Kosturinn við skjáinn er þú getur sett hann þar sem þú þarft ekki að líta mikið til hliðar eða niður á milli sætana, það er jú alltaf hætta á því að missa atyglina frá akstri.
Hafa rofana eins staðsetta þar sem maður sjái sem best fram fyrir sig við akstur, einhverstaðar ofarlega t.d. á mælaborðinu.
Þessi búnaður kom frá Bretlandi.
k.v. Vilhjálmur
Mér líst vel á að nota segulloka til að stjórna úrhleypibúnaðinum, engar slöngur inn í bíl.
Það sem ég er búinn að sjá að það er lítill skjár staðsettur á mælaborðinu sem sýnir þrýsting í hverju dekki.
Þetta kostar nálægt 60 Þús. og er þráðlaust með sendum í dekkjum (felgum) svo er svolítið sem er mjög sniðugt, en það eru sendar í ventilhettunum sem er kostur, getur notað líka á sumardekkin.
Kosturinn við skjáinn er þú getur sett hann þar sem þú þarft ekki að líta mikið til hliðar eða niður á milli sætana, það er jú alltaf hætta á því að missa atyglina frá akstri.
Hafa rofana eins staðsetta þar sem maður sjái sem best fram fyrir sig við akstur, einhverstaðar ofarlega t.d. á mælaborðinu.
Þessi búnaður kom frá Bretlandi.
k.v. Vilhjálmur
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Sko, það er eitt lykilatriði í þessu sem ég er að smíða og fæstir aðrir notast við.
a) ég vil ekki slöngur inn í bíl
b) þetta á að vera fyrirferðalítið inní bíl og helst ekki að sjást.
Við vorum aðeins að teikna og gera einfalda mynd í gær og út kom þetta.
Þá er loftkista undir bíl/í húddi/í palli eins og myndin. Segulloki til að virkja hvert dekk og svo segullokar inn og út.
Einnig mun ég setja yfirþrýstiventil svo dekkin séu ekki að springa hjá mér.
Þá er virkni þannig innan úr bíl að ég hef 4 takka fyrir hvert dekk sem er í raun að "virkja" dekkið. Síðan ef ég er hvorki að dæla í né úr þá er ég bara að mæla viðkomandi dekk. Þá get ég einnig opnað á milli þeirra allra og jafnað í dekkjunum. Með það eða þau dekk virkjuð sem ég vil get ég síðan virkjað úrhleypingu eða dælingu eftir þörfum.
Mælirinn sé ég fyrir mér að verði með mælapung og vír svo loftlögn þurfi ekki að koma inní bíl.
Ef mælirinn er skífumælir frá 0-2bar þá ætti hann alveg að geta verið þokkalega nákvæmur á neðri sviðum og sér í lagi þar sem ég þarf varla að fara niðurfyrir 3psi á fordinum :)
Hinsvegar þetta mælaborð digital með þráðlausu mælunum eða jafnvel með þráð væri áhugavert að fá nánari upplýsingar um. Einnig ef menn hafa notað eitthvað sniðugt.
Þannig að með svona kerfi eins og ég er að lýsa þarf 6 litla takka (þrýstirofa með minni og ljósi) og 1 mæli inní bíl.
Endilega hraunið aðeins á þetta ;)
a) ég vil ekki slöngur inn í bíl
b) þetta á að vera fyrirferðalítið inní bíl og helst ekki að sjást.
Við vorum aðeins að teikna og gera einfalda mynd í gær og út kom þetta.
Þá er loftkista undir bíl/í húddi/í palli eins og myndin. Segulloki til að virkja hvert dekk og svo segullokar inn og út.
Einnig mun ég setja yfirþrýstiventil svo dekkin séu ekki að springa hjá mér.
Þá er virkni þannig innan úr bíl að ég hef 4 takka fyrir hvert dekk sem er í raun að "virkja" dekkið. Síðan ef ég er hvorki að dæla í né úr þá er ég bara að mæla viðkomandi dekk. Þá get ég einnig opnað á milli þeirra allra og jafnað í dekkjunum. Með það eða þau dekk virkjuð sem ég vil get ég síðan virkjað úrhleypingu eða dælingu eftir þörfum.
Mælirinn sé ég fyrir mér að verði með mælapung og vír svo loftlögn þurfi ekki að koma inní bíl.
Ef mælirinn er skífumælir frá 0-2bar þá ætti hann alveg að geta verið þokkalega nákvæmur á neðri sviðum og sér í lagi þar sem ég þarf varla að fara niðurfyrir 3psi á fordinum :)
Hinsvegar þetta mælaborð digital með þráðlausu mælunum eða jafnvel með þráð væri áhugavert að fá nánari upplýsingar um. Einnig ef menn hafa notað eitthvað sniðugt.
Þannig að með svona kerfi eins og ég er að lýsa þarf 6 litla takka (þrýstirofa með minni og ljósi) og 1 mæli inní bíl.
Endilega hraunið aðeins á þetta ;)
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
http://www.ebay.com/itm/TYREDOG-Wireles ... 471wt_1163
Hér er linkur á svona dót. Segist vera með range 0-60psi með 0,5psi skekkju. (sá reyndar annarstaðar auglýst 1psi í skekkju)
Þá er spurning hvort það dugi ekki og með þessu væri búið að leysa allt þetta mælamál.
Hér er linkur á svona dót. Segist vera með range 0-60psi með 0,5psi skekkju. (sá reyndar annarstaðar auglýst 1psi í skekkju)
Þá er spurning hvort það dugi ekki og með þessu væri búið að leysa allt þetta mælamál.
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Sko, varðandi kostnað þá get ég ekkert sagt strax :)
Segullokarnir ættu hinsvegar ekki að kosta mikið meira en 30k.
Ég hinsvegar pumpa aldrei meira en 30psi í 46" dekkin svo 0-2bör duga akkúrat fyrir það.
varðandi það að fylgjast með hverju dekki þá sá ég það fyrir mér leysast með því að vera með þetta digtal, þráðlausa mæladót af ebay. (ef það virkar)
Þar er hver mælirofi settur á hettuna (eða í stað hennar) sýnist mér svo auðvelt er að víxla dekkjum.
Með því ertu kominn með:
Engar slöngur inn í bíl.
Analog mæli sem ekki klikkar og getur mælt eitt dekk í einu
Eftirlitskerfi með öllum dekkjum sem er meira að segja betra en 4x mælar þar sem það vælir ef þú ferð niðurfyrir lággildi.
Meira tengt kostnaði þá er ég að velta fyrir mér hver hann verður.
Eins og áður kom fram á ég von á segullokum fyrir 30-35k
Rofa inní bíl á 5 - 10k
dæla og kútur er ég með nú þegar og er svo breytilegt að ósangjarnt er að taka það með.
Slöngur eh 20m sennilega 10k (ágiskun)
tengi, kista ofl gefið að keypt sé hné í barka, 20k
Þá er þetta um 70k.
Svo er s.s. altaf eitthavð álag sem gleymist en það verður bara að hafa það.
Eftirlitsmælarnir eru síðan alveg sér á báti og ég geri síður ráð fyrir að nota þá lausn. Hugsa að það verði eitthvað heimasmíðað og það er örugglega lámark 50k en inní það vil ég forrita stilligildi þannig að óskagildi sé sett inn og búnaðurinn nái því gildi fyrir mig. (langtíma)
Segullokarnir ættu hinsvegar ekki að kosta mikið meira en 30k.
Ég hinsvegar pumpa aldrei meira en 30psi í 46" dekkin svo 0-2bör duga akkúrat fyrir það.
varðandi það að fylgjast með hverju dekki þá sá ég það fyrir mér leysast með því að vera með þetta digtal, þráðlausa mæladót af ebay. (ef það virkar)
Þar er hver mælirofi settur á hettuna (eða í stað hennar) sýnist mér svo auðvelt er að víxla dekkjum.
Með því ertu kominn með:
Engar slöngur inn í bíl.
Analog mæli sem ekki klikkar og getur mælt eitt dekk í einu
Eftirlitskerfi með öllum dekkjum sem er meira að segja betra en 4x mælar þar sem það vælir ef þú ferð niðurfyrir lággildi.
Meira tengt kostnaði þá er ég að velta fyrir mér hver hann verður.
Eins og áður kom fram á ég von á segullokum fyrir 30-35k
Rofa inní bíl á 5 - 10k
dæla og kútur er ég með nú þegar og er svo breytilegt að ósangjarnt er að taka það með.
Slöngur eh 20m sennilega 10k (ágiskun)
tengi, kista ofl gefið að keypt sé hné í barka, 20k
Þá er þetta um 70k.
Svo er s.s. altaf eitthavð álag sem gleymist en það verður bara að hafa það.
Eftirlitsmælarnir eru síðan alveg sér á báti og ég geri síður ráð fyrir að nota þá lausn. Hugsa að það verði eitthvað heimasmíðað og það er örugglega lámark 50k en inní það vil ég forrita stilligildi þannig að óskagildi sé sett inn og búnaðurinn nái því gildi fyrir mig. (langtíma)
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
2 bar mælir dugar ekki ef þú ert með hann tengdann á kistuna eins og myndin sýnir sem er btw einfaldast. því að á kútnum eru hvað 8 bör það sprengir mælinn um leið...
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Ég henti saman í teikningu um daginn af því hvernig ég hafði hugsað mér þetta. Kúturinn verður í skottinu hjá mér en kistan í húddinu. Það verða tvær loftslöngur inn í bíl, hvorug verður sjáanleg nema smá bútur af lögninni sem liggur frá kútnum inn í kistuna en þar verða tveir kúlulokar (hleypa úr og í). Ég ætla síðan bara að vera með kúluloka við kistuna sjálfa ef ég þarf að loka inn á eitt dekk (eða öll) vegna leka í kerfi. Ég er ekki hrifinn af því að vera með of mikla rafmagnsstýringu á þessu og hef þetta því eins einfalt og ég get. Það verður sjálfsagt nógu mikið vesen á þessu kerfi hvort eð er :-)
Varðandi að hafa kerfið sem eina heild (eitt loftrými fyrir öll dekk) þá kemur Vopni með góðan punkt um að þegar ekið er í brekkum eða aðstæðum þar sem mikið álag verður á td eitt dekk að þá gæti loftmagnið orðið minna í viðkomandi dekki. Þið sem eruð að nota þetta svona, er þetta raunverulegt vandamál ?
Varðandi að hafa kerfið sem eina heild (eitt loftrými fyrir öll dekk) þá kemur Vopni með góðan punkt um að þegar ekið er í brekkum eða aðstæðum þar sem mikið álag verður á td eitt dekk að þá gæti loftmagnið orðið minna í viðkomandi dekki. Þið sem eruð að nota þetta svona, er þetta raunverulegt vandamál ?
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
AgnarBen wrote:Varðandi að hafa kerfið sem eina heild (eitt loftrými fyrir öll dekk) þá kemur Vopni með góðan punkt um að þegar ekið er í brekkum eða aðstæðum þar sem mikið álag verður á td eitt dekk að þá gæti loftmagnið orðið minna í viðkomandi dekki. Þið sem eruð að nota þetta svona, er þetta raunverulegt vandamál ?
Það sem ég sé fyrir mér í þessum efnum er að opna á milli á meðan maður er að eiga við þetta og loka svo. Engin ásæða til að hafa þetta opið á milli því það færir örugglega loftið til og öfugt við það sem maður vill.
Ég pumpa oft uppí kannski 15 psi í smá tíma t.d á löngum melum, ef að færið leifir það og hleypi svo bara aftur úr á meðan aðrir keyra á 3 psi allan daginn.
Þetta er aðal ástæðan fyrir því að ég er að fá mér svona.
Síðan má ekki gleyma að þetta er þægindabúnaður en ekki nauðsyn né öryggistæki og því þarf rekstraröryggið á þessu ekki að vera forgangsatriði nr 1.
Í verstafalli lokar maður fyrir þetta og notar gömlu aðferðina :)
-
- Innlegg: 31
- Skráður: 18.mar 2011, 22:33
- Fullt nafn: Jón Ingi Gunnsteinsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Skenmmtilegar pælingar, hér er eins og ég setti upp hjá mér
Úrhleypibúnaður á Nissan Patrol 46“, með loftpúðafjöðrun
1.Frá 15 litra loftkút er 12mm loftslanga að þrýstiminnkara, tekur þrýstinginn niður í 30 psi (stillanlegt)
2.Frá þrýstiminnkaranum er svo 12mm loftslanga inn á 3/8“spóluloka sem er svo tengdur við loftkistu, (staðsett á hvalbak í húddi),einnig er sama stærð á spóluloka á hinum enda loftkistunnar til að hleypa úr
3.Við loftkistuna tengjast svo 4 stk. ¼“ spolulokar og við hvern spóluloka tengist svo 10 mm té þar sem kvístlast í tvær greinar, 10mm slanga út í viðkomandi dekk og svo 4mm slagna inn á mæli fyrir viðkomandi dekk.
4.Tók slöngu úrtakið úr sílsunum fyrir öll hjól, ekki verið neitt vandamál að framan.
5.Þar sem þessi bíll er Patrol var búin til smá kassi úr rústfríu og komið fyrir í stæði öskubakkans milli sætanna, þar var svo 4 mælum, ø40mm, svið 0-30 psi, komið fyrir með bláu ljósi í hverjum og 4 mm slöngurnar tengdar við viðkomandi mæli.
6.Framan á þessum kassa voru svo settir 5 stk. 22mm hringlóttir takkar, on/off fyrir hvert hjól og svo einn tvívirkur takki, on/off/on fyrir spólulokana inn og út af kistunni, allir rofarnir sýna lítið ljós þegar þeir eru á .
7.Finnst best að nota ódýru plast hnéin, hnéin sem eru úr málmi að hluta eiga það til að festast, og þar með er slangan úr sambandi. Fór í stórferðina 4x4, virkaði frábærlega vel og ekkert kom upp á í þessum búnaði.
8.Heildarkostnaður á þessu, fittings og slöngur, þrýstiminnkari, 6 spólulokar, loftkista og braket,
4 þrýstimælar, 5 rofar, 4 lítil ljós, raflagnir og tengi, efni í þverstífur og smíði á mælakassa
er ca. 120.000
Úrhleypibúnaður á Nissan Patrol 46“, með loftpúðafjöðrun
1.Frá 15 litra loftkút er 12mm loftslanga að þrýstiminnkara, tekur þrýstinginn niður í 30 psi (stillanlegt)
2.Frá þrýstiminnkaranum er svo 12mm loftslanga inn á 3/8“spóluloka sem er svo tengdur við loftkistu, (staðsett á hvalbak í húddi),einnig er sama stærð á spóluloka á hinum enda loftkistunnar til að hleypa úr
3.Við loftkistuna tengjast svo 4 stk. ¼“ spolulokar og við hvern spóluloka tengist svo 10 mm té þar sem kvístlast í tvær greinar, 10mm slanga út í viðkomandi dekk og svo 4mm slagna inn á mæli fyrir viðkomandi dekk.
4.Tók slöngu úrtakið úr sílsunum fyrir öll hjól, ekki verið neitt vandamál að framan.
5.Þar sem þessi bíll er Patrol var búin til smá kassi úr rústfríu og komið fyrir í stæði öskubakkans milli sætanna, þar var svo 4 mælum, ø40mm, svið 0-30 psi, komið fyrir með bláu ljósi í hverjum og 4 mm slöngurnar tengdar við viðkomandi mæli.
6.Framan á þessum kassa voru svo settir 5 stk. 22mm hringlóttir takkar, on/off fyrir hvert hjól og svo einn tvívirkur takki, on/off/on fyrir spólulokana inn og út af kistunni, allir rofarnir sýna lítið ljós þegar þeir eru á .
7.Finnst best að nota ódýru plast hnéin, hnéin sem eru úr málmi að hluta eiga það til að festast, og þar með er slangan úr sambandi. Fór í stórferðina 4x4, virkaði frábærlega vel og ekkert kom upp á í þessum búnaði.
8.Heildarkostnaður á þessu, fittings og slöngur, þrýstiminnkari, 6 spólulokar, loftkista og braket,
4 þrýstimælar, 5 rofar, 4 lítil ljós, raflagnir og tengi, efni í þverstífur og smíði á mælakassa
er ca. 120.000
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Eiður wrote:2 bar mælir dugar ekki ef þú ert með hann tengdann á kistuna eins og myndin sýnir sem er btw einfaldast. því að á kútnum eru hvað 8 bör það sprengir mælinn um leið...
Ég m.a. útaf þessari ástæðu og það að þrýstiminnkari myndi hægja á flæðinu ætla ég ekki að hafa kút á þessu heldur bara beint á dælu.
Því mun áfram 2 bara mælir duga
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
joningi wrote:6.Framan á þessum kassa voru svo settir 5 stk. 22mm hringlóttir takkar, on/off fyrir hvert hjól og svo einn tvívirkur takki, on/off/on fyrir spólulokana inn og út af kistunni, allir rofarnir sýna lítið ljós þegar þeir eru á .
Alltaf gagnlegt að fá fleiri að umræðunni. Sjálfsögðu er sniðugra að hafa 3 stöðu rofa fyrir í eða úr.
Geri það þannig.
Held ég haldi mig hinsvegar við 1 mæli fyrir allt á kistunni og geri ráð fyrir að sleppa kút og þrýstiminnkara á þetta.
Hvernig var þrýstiminkarinn að koma út?
-
- Innlegg: 31
- Skráður: 18.mar 2011, 22:33
- Fullt nafn: Jón Ingi Gunnsteinsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Setti svoldið stóran þrýstiminnkara með 1/2" portum til að geta haldið loftflæðinu, reyndar er hann úr plasti svo hann er léttur, en þar sem alltaf er tengt inn á mælana þegar búnaðurinn er í notkun þá var nauðsynlegt að setja þrýstiminnkara svo að mælarnir eyðileggðust ekki.
Þar sem ég er erlendis get ég ekki sett inn myndir, verð víst að taka þær fyrst, en strax og ég kem skal ég setja inn myndir.
Þar sem ég er erlendis get ég ekki sett inn myndir, verð víst að taka þær fyrst, en strax og ég kem skal ég setja inn myndir.
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
joningi wrote:Heildarkostnaður á þessu, fittings og slöngur, þrýstiminnkari, 6 spólulokar, loftkista og braket,
4 þrýstimælar, 5 rofar, 4 lítil ljós, raflagnir og tengi, efni í þverstífur og smíði á mælakassa
er ca. 120.000
Jón Ingi, hvar keyptirðu mæla og rofa og hvert var verðið á því ca ?
Fattaði ekki að maður þarf þrýstijafnara ef maður ætlar að hafa einn mæli á kerfinu. Ég er reyndar farinn að hallast að því að vera með rafeindastýrða rofa á þessu eftir allt saman, það er eiginlega nauðsynlegt að geta lokað inn á hvert dekk á milli þess sem maður pumpar ..... !
-
- Innlegg: 31
- Skráður: 18.mar 2011, 22:33
- Fullt nafn: Jón Ingi Gunnsteinsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Mælana féll ég i Landvélum, fást trúlega í Barka líka og fleiri stöðum, minnir að verðið hafi verið fyrir ári þegar ég keypti þá, um 2500 kr stykkið. þetta eru 40mm mælar með 1/8" tengi beint niður, ekki vökvafylttir og auðvelt að taka í sundur, 0-30 psi (2,5 bar). Sjá númer 80002202
http://www.landvelar.is/1_vorulisti/07_ ... w07110.pdf
Rofana (E 731 & E 735) fékk í rótor, þeir eru velti rofar og falla inn í 22mm göt, þannig að lítið stendur út úr af þeim en þeir fást mjög víða, eins og N1, held að verðið hafi verið einhverstaðar milli 300 - 500 kr. stykkið.
sjá
http://rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjIwMg==
http://www.landvelar.is/1_vorulisti/07_ ... w07110.pdf
Rofana (E 731 & E 735) fékk í rótor, þeir eru velti rofar og falla inn í 22mm göt, þannig að lítið stendur út úr af þeim en þeir fást mjög víða, eins og N1, held að verðið hafi verið einhverstaðar milli 300 - 500 kr. stykkið.
sjá
http://rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjIwMg==
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
joningi wrote:.....7.Finnst best að nota ódýru plast hnéin, hnéin sem eru úr málmi að hluta eiga það til að festast, og þar með er slangan úr sambandi. Fór í stórferðina 4x4, virkaði frábærlega vel og ekkert kom upp á í þessum búnaði.
.....
Það var einmitt þetta sem ég var að pæla í hér að ofan varðandi slöngustærð, þegar slöngurnar rífa sig lausar hefur þá þvermál slöngunar áhrif á það hversu hversu mikinn kraft þarf til þess að þær losni úr hraðtenginu?
Hefur enginn rifið þiltengið úr brettakantinum þegar slangan flækist/festist ?
Sverari slöngur eru stífari og gætu hugsanlega aukið álagið á snuningshnéið, en mínkað líkur á því að dekk nái í slöngurnar.
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Ég hef verið með svona http://www.tyremonitor.com/tpms201.html búnað í felgunum hjá mér siðan 2008, þetta er tær snild eini ókosturinn er að þetta er bara á vetrar skónum mínum (er inn í felguni) þetta sem er hér að ofan og er sett í staðin fyrir hettuna er sniðugra að mínu leiti ef þetta virkar jafn vel og þetta sem ég hef notað, svo er skjárinn pínulítill og það fer ekkert fyrir þessu
Kv Snorri
Kv Snorri
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 02.feb 2010, 18:20
- Fullt nafn: Árni Bragason
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
xenon wrote:Ég hef verið með svona http://www.tyremonitor.com/tpms201.html búnað í felgunum hjá mér siðan 2008, þetta er tær snild eini ókosturinn er að þetta er bara á vetrar skónum mínum (er inn í felguni) þetta sem er hér að ofan og er sett í staðin fyrir hettuna er sniðugra að mínu leiti ef þetta virkar jafn vel og þetta sem ég hef notað, svo er skjárinn pínulítill og það fer ekkert fyrir þessu
Kv Snorri
Hvar er þetta til.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is
sími 8953840
smidur@islandia.is
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Bílabúð Benna var að selja svona búnað á þokkalegu verði einhvern tíman, félagi minn var með þetta hjá sér og virkaði ágætlega ......... þangað til einn neminn bilaði og einhvern vegin þá hefur þetta ekki ratað í dekkin hjá honum aftur. Hugsanlegt að gæðin í þessum búnaði frá Benna hafi verið í samræmi við verðið !
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Ég er búinn að vera að hugsa þetta allt saman núna í smá stund.
Ég held að ég setji ekki mælibúnað í hvert dekk. Læt mér duga að hleypa úr öllum og "vona" að ekkert bili eða klikki og þá þarf ekkert eftirlit með hverju dekki.
Ég held að ég setji ekki mælibúnað í hvert dekk. Læt mér duga að hleypa úr öllum og "vona" að ekkert bili eða klikki og þá þarf ekkert eftirlit með hverju dekki.
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Ég verslaði þetta einmitt hjá Bílabúð benna,
Kv Snorri
Kv Snorri
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Spurning hvort það dugi ekki að vera með tvö loftrými (og tvo mæla), annað fyrir framdekk og hitt fyrir afturdekk. Veit ekki hvar í andskotanum ég ætti að koma 5 mælum fyrir í Cherokee XJ :)
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Sæll Agnar og þið hinir flottur þráður. :)
Ég setti svona búnað í Hiluxinn minn árið 2005 og var það fyrsti jeppinn á landinu og hannaði ég strax þá útfærslu
sem þú nefnir. Var með mælir fyrir framhjól og annan fyrir afturhjól og var það aldrei til vandræða. Var ég með þetta
í þremur bílum frá 38 tommum og upp í 44 tommur, Hilux, 80 Cruser og Econoline og bara svínvirkaði.
Tryggvi TNT í Stýrisvélaþjónustunni smíða festinguna fyrir snúningstengið í felgunni, undirritaður sá um aðra hluti sem eru jú
til umræðu á þessum þræði og hafa verið síðan ég fór yfir Hofsjökul 2005 með búnaðinn tengdan allan tíman og einbíla yfir Langjökul
daginn eftir.
Gaman að sjá að lengi lyfir í gömlum glæðum. :)
kv. Gundur
Ég setti svona búnað í Hiluxinn minn árið 2005 og var það fyrsti jeppinn á landinu og hannaði ég strax þá útfærslu
sem þú nefnir. Var með mælir fyrir framhjól og annan fyrir afturhjól og var það aldrei til vandræða. Var ég með þetta
í þremur bílum frá 38 tommum og upp í 44 tommur, Hilux, 80 Cruser og Econoline og bara svínvirkaði.
Tryggvi TNT í Stýrisvélaþjónustunni smíða festinguna fyrir snúningstengið í felgunni, undirritaður sá um aðra hluti sem eru jú
til umræðu á þessum þræði og hafa verið síðan ég fór yfir Hofsjökul 2005 með búnaðinn tengdan allan tíman og einbíla yfir Langjökul
daginn eftir.
Gaman að sjá að lengi lyfir í gömlum glæðum. :)
kv. Gundur
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
Er að spá með snúningshnéð á þverslánum á felgunum.
Eru menn að nota alvöru snúningshné með legu inn í, eða voru menn ekki bara að nota venjuleg hné sem hægt er að snúa (kallast samt bara hné).
Það væri gaman að sjá góðar nærmyndir af mismunandi útfærslum.
Eru menn að nota alvöru snúningshné með legu inn í, eða voru menn ekki bara að nota venjuleg hné sem hægt er að snúa (kallast samt bara hné).
Það væri gaman að sjá góðar nærmyndir af mismunandi útfærslum.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Úrhleypibúnaður - útfærsla
hobo wrote:Er að spá með snúningshnéð á þverslánum á felgunum.
Eru menn að nota alvöru snúningshné með legu inn í, eða voru menn ekki bara að nota venjuleg hné sem hægt er að snúa (kallast samt bara hné).
Það væri gaman að sjá góðar nærmyndir af mismunandi útfærslum.
Ég er að nota hné með legum og virka mjög vel, var með ódýrari hné frá Landvélum og þau stirnuðu á keyrslu og snéru upp á slöngunar, vegna reynslu þá ættu menn að nota vönduð hné strax ekki eyða peningunum í ódýru hnén og enda svo í dýrari.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur