Góðan deig félagar.
var að verzla mér 80 krúser (1993 mdl 4.2 td) og snúningshraðamælirinn er með vesen. hann er ýmist dauður eða sveiflast út og suður, yfirleitt undir (áætluðum) snúningshraða vélarinnar.
þetta pirrar mig helling og ég er að spá í hvort einhver hér hafi lent í þessu og hvað var þá gert til að laga þetta.
anyone?
80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
jarðsamband hvar? nálægt mælaborðinu? eða við vélina?.... geturðu verið nákvæmari?
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
prófaðu að ath jarðambandið niður á vél frá geimi
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
prófa það, takk fyrir upplýsingar.
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
Skoðaðu jarðsamband sem er aftaná heddini. Er skrúfað á auga til að hífa vélina úr. er aftanvið aftasa spíssinn. 4 leiðslur tengdar saman í sama tengið. og djöfulegt að komast að tví.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
ég skoða það. takk.
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
Ég lenti í svipuðu en það var meira sem fór að plaga mælaborðið snúningsmælirinn sveiflaðist og svo kom ljósasjó í öll ljósin og reindist þetta vera að kolin voru búin og hætti hann að ná almennilegri hleðslu en hrökk í þegar maður fór í holu svo þetta var svona flögt og blikk og var líka í leiðinni lagað jarðtengið aftan á altanatornum og varð allt gott eftir þetta.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
takk ausi, það er eiginlega akkúrat þetta sem ég óttast að sé vesenið hjá mér. ég mun þó byrja á því að laga jarðsambandið til að gá hvort það dugar...
Re: 80 krúser - snúningshraðamælir með vesen
Cruiserinn minn er búinn að vera með sama vandamál. Snúningsmælirinn skoppar í takt við músíkina í útvarpinu, dettur út þegar háuljósin eru sett á og stundum í lagi og stundum ekki. Prufaði áðan að setja jarðsamband frá vél yfir í boddý og hann sýnir núna réttann snúnig og allt í góðu standi.. :o)
Takk fyrir góðar ábendingar hérna :O)
Takk fyrir góðar ábendingar hérna :O)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir