toyota hilux doublecab 92 árgerð , hann er með 2.4 dísel sem er búið að setja túrbínu á og intercooler. á fjöðrum að framan en fourlink að aftan og gormum, með rafmagnslæsingum að framan og aftan og er ég kominn með nýjar hásingar sem ég á eftir að setja undir hann en það eru extracab afturhásing með 5.71 hlutföllum og doublecab framhásing sem búið er að breikka svo hún sé jafn breið og extracab hásingin og er þessi nýja framhásing með bronco stífum að framan og gormum og öllum vösum þannig að hún er tilbúin til að sjóða hana undir bílinn hjá mér... bíllinn er á 38" ground hawk en fer á 44" dc þegar ég er búinn að skipta um hásingar. þessi bíll var með extracab skúffu sem ég tók af og henti því hún var ónýt, og er hann núna með doublecab skúffu en ég er kominn með nýja extracab skúffu með glænýjum hliðun og pallhús líka og síðan er ég kominn með 44" kannta þannig að þetta fer að verða fínn jeppi...boddyið er nánast óryðgað og eru sílsar og slíkt nánast alveg heilir.. það er smá ryð fremst í þeim en annars ekkert, grindin er góð en þarf að ryðbæta hana á einum stað og þá er hún orðin alveg heil...
ég er búinn að smíða upp allt rafkerfi fyrir ljósin í bílnum því það gamla var ónýtt og síðan búinn að ditta helling að honum
hérna er mynd af honum eins og hann var þegar ég fékk hann , þarna var ég á leiðinni að gosinu á fimvörðuhálsi og nýbúinn að skipta um kúplingu í honum

síðan eru tvær myndir hérna af honum eins og hann er , en pallhúsið er farið af honum og ég er búinn að hækka framstuðarann og færa númeraplötuna og það er kominn afturstuðari á hann

