Sælir félagar
Er með 1997 Cherokee og krossarnir farnir í drasl í framhásingu. Er að ég held með 30mm krossa. Er búinn að komast að því að Spicer er búinn að uppfæra OE krossana sem þeir framleiða, original eru krossar sem heita 297x en nýju eru 760x. Eftir því sem mér skilst þá eru 760x cold forged og eiga að vera eitthvað sterkari.
Hvar hafið þið verið að kaupa krossa í ykkar drossíur og er einhver að selja þessa Spicer krossa??
Hjöruliðskrossar í D30??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 86
- Skráður: 04.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
- Staðsetning: Njarðvík
Hjöruliðskrossar í D30??
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
það skiptir litlu hvaða krossa þú kaupir fyrst þú ert með 30 mm krossa. Ef þú hefur áhyggjur af brotstyrk kaupir þú ósmyrjanlega krossa (þá er ekki smurrás í gegnum þá sem veikir þá) en gagnvart endingu/sliti mæli ég frekar með smyrjanlegum.
Er þetta mikið breyttur bíll í svakalegum átökum? Ég sjálfur er með 27mm krossa í D30 að framan í cherokee á 38". Bíllinn er með afturhásinguna mun aftar en orginal og í ferðum er 60l. tunna framaná honum svo álagið á framhásinguna er enn meira en í flestum cherokee og 27 mm krossarnir hafa bara staðið sig vel (þessir ósmyrjanlegu, þeir sem eru með kopp eru gjarnir á að brotna í átökum).
Er þetta mikið breyttur bíll í svakalegum átökum? Ég sjálfur er með 27mm krossa í D30 að framan í cherokee á 38". Bíllinn er með afturhásinguna mun aftar en orginal og í ferðum er 60l. tunna framaná honum svo álagið á framhásinguna er enn meira en í flestum cherokee og 27 mm krossarnir hafa bara staðið sig vel (þessir ósmyrjanlegu, þeir sem eru með kopp eru gjarnir á að brotna í átökum).
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
Stál og Stansar eru með Neapco krossa sem eru með smurkoppinn í hettunni og þannig eru nánast engar líkur á að koppurinn valdi því að krossinn brotni...
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
Ósmyrjanlegir krossar allavega þeir sem ég hef séð eru með miklu sverari smurrásum en smyrjanlegir og þar af leiðandi miklu þynnri.Ég hef persónulega besta reynslu af orginal spicer vörum.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
jeepcj7 wrote:Ósmyrjanlegir krossar allavega þeir sem ég hef séð eru með miklu sverari smurrásum en smyrjanlegir og þar af leiðandi miklu þynnri.Ég hef persónulega besta reynslu af orginal spicer vörum.
Áttu við að holan sem er í öxlinum sem gengur inn í björgina sé sverari í ósmyrjanlegu krossunum en þeim smyrjanlegu???
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 86
- Skráður: 04.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
- Staðsetning: Njarðvík
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
Bíllinn er óbreyttur enn sem komið er. Eignaðist hásingar með lásum og hlutföllum um daginn þannig að það er aldrei að vita nema hann fari að stækka :) Vantar samt brettakanta, þannig að ef einhver veit um sett á góðu verði má hann senda PM. Fann annars grein um þessa krossa, 297 vs. 760.
http://www.4wheeloffroad.com/products/131_0212_5_760x_spicer_u_joint_jeeps/index.html
Ætla að hringja nokkur símtöl á morgun og ath hvort þetta sé ekki til einhversstaðar.
http://www.4wheeloffroad.com/products/131_0212_5_760x_spicer_u_joint_jeeps/index.html
Ætla að hringja nokkur símtöl á morgun og ath hvort þetta sé ekki til einhversstaðar.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
Já Freyr veggþykktin í ósmyrjanlegu krossunum er oft minni en í þeim smyrjanlegu.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Hjöruliðskrossar í D30??
Hér eru menn að rugla saman tveimur mismunandi ósmyrjandi krossum
A) Ósmyrjandi krossar sem eru með minni veggþykkt og smurningu inní sér. Gert fyrir lata og nýja bíla til að sleppa við kopp.
b) Ósmyrjandi krossar sem eru ekki með NEINU smurgati í gegnum sig og eru því gegnheilir. Engin smurning gengur því í gegnum þá og til að smyrja þyrfti að taka krossinn úr, af með hettuna og setja feiti í. Setja svo allt saman aftur. Endist styttra en er sterkara.
A) Ósmyrjandi krossar sem eru með minni veggþykkt og smurningu inní sér. Gert fyrir lata og nýja bíla til að sleppa við kopp.
b) Ósmyrjandi krossar sem eru ekki með NEINU smurgati í gegnum sig og eru því gegnheilir. Engin smurning gengur því í gegnum þá og til að smyrja þyrfti að taka krossinn úr, af með hettuna og setja feiti í. Setja svo allt saman aftur. Endist styttra en er sterkara.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur