ég á hann að vísu ekki einn heldur á stebbi1 hérna á spjallinu helminginn í honum
allavega þá fengum við þá hugmynd síðasta vor að smíða 6 hjóla súkku og fórum í framhaldi að skoða hvað væri til sölu af súkkum
við duttum niður á þessa á akureyri og ákváðum að kaupa hana af því að það var búið að setja hana á gorma að framan sem minkaði helling vinnuna fyrir okkur

Það var ónýt í henni kúplingin þannig að við dróum hana yfir í aðaldalinn til að skipta um kúplingu og geima hana þangað til að við myndum fara með hana á vopnafjörð og byrja á breitingunni


Hún beið síðan bara í dalnum þangað til að við kæmumst í sumarfrí og þá var hún hengd aftan í næsta bíl og brunuðum með hana austur



Bökkuðum henni síðan inn í aðstöðuna sem við erum með og byrjuðum að ímynda okkur hvernig við ætluðum að hafa þetta og ákváðum að flottast væri að útbúa hana sem pallbíl


Fórum því næstu með hana út á verkstæðið hérna og tókum af henni boddyið svo það yrði auðveldara að smíða 4 link festingarnar og lengja grindina
höfðum ekkert gáfulegra en 2 liftara til að taka boddyið af en það gekk mjög vel og öruglega ekki verri aðferð en einhver önnur



Slökuðum boddyinu síðan bara á bretti og brunuðum með allt dótið aftur í aðstöðuna



Þá var þetta nú farið að líta svona út og gátum byrjað að búa til pláss fyrir auka hásinguna

Það vantar nú eitthvað af myndum af því þegar við skárum gamla dótið í burtu en ég set þær bara inn ef ég finn þær

Við þurftum að lengja grindina aðeins til að hafa pláss fyrir öll þessi dekk og mér minnir að við höfum bætt við meter aftan á hana


Við vorum ekki alveg vissir um hvernig væri best að koma aflinu í öftustu hásinguna og vorum búnir að skoða margar útfærslur en langaði ekki að gera þetta eins og allir hinir þannig að í tilraunaskyni sameinuðum við tvær hásingar í eina og þetta var útkoman


Það getur svo vel verið að þetta eigi ekki eftir að virka af því að það er ekkert mismunadrif á milli hásingana en það er þá allavega búið að prufa þetta
ég held að ég eigi ekki myndir af því þegar við smíðuðum 4 link stífurnar og festingarnar en hérna erum við allavega að máta þetta undir


Þegar við vorum búnir að sjóða þetta allt saman fast og búnir að smíða skástífur og gormaskálar þá var brunað með þetta aftur út á verkstæði og boddyið sett aftur á









Við gerðum nú ekkert rosalega mikið í viðbót annað en að loka húsinu á henni til bráðabyrðar þannig að hún gæti staðið úti ef við myndum missa aðstöðuna
sópuðum henni síðan bara út í horn þar sem hún bíður eftir næsta sumri þegar við höfum tíma til að klára hana


Þessar myndir eru allar teknar á síma og eru þessvegna svona asnalegar
en endilega segiði ykkar skoðun á þessu