Farið er að bera á höggi í framfjöðrun í Terrano '97, óbreyttum. Þetta heyrist helst í beyju þegar ekið er yfir ójöfnu eins og t.d. yfir gangstétt inná bíðastæði og þvíumlíkt, engu líkara en eitthvað gangi til. Eftir hverju er helst að horfa, spyrnufóðringum, eða havð gæti helst valdið? Balansstangargúmmí og fóðringar eru nýleg. Ekki er að finna neitt athugavert í akstri eins og titring eða rásun. Allar ábendingar vel þegnar.
Þ.
Högg í framfjöðrun í Terrano
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Ef þetta er eitthvað svipað system og pajero sport myndi ég skjóta á efri spindilkúlu.
Prófaðu að skjóta koppafeiti í þá ef það er hægt.
Gerði þetta á bílnum hjá mér og það lagaðist í smátím með að smyrja en endaði með að skipta um spindilinn.
Prófaðu að skjóta koppafeiti í þá ef það er hægt.
Gerði þetta á bílnum hjá mér og það lagaðist í smátím með að smyrja en endaði með að skipta um spindilinn.
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Klafafóðringar eða stýrisupphengja. Spyndill er líka ágætis gisk.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Spindlar og stýrisendar + upphengja endast ekki svo vel í þessum bílum. Ef ekkert sér a´þeim hlutum veðja ég á neðri fóðringu í dempara, þær eru veigalitlar og um leið og það kemur e-ð slag í fær kemur bank hljóð
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Takk fyrir ábendingarnar, reyni að sjá út vandamálið eftir þessum ábendingum svo páskarnir nýtist í lagfæringu.
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Eru ekki verðlaun fyrir rétt svar??? :)
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Það getur komið brak og bank frá stoppurunum (stoppboltanum) sem stilla beygjuradíusinn, þá er ekkert annað að gera en að fá nýja plasttappa á stoppboltana og smyrja í þar sem boltinn stoppar á neðri klafanum. Þetta gerist einmitt í beygju og fjöðrun á sama tíma.
kv Gísli
kv Gísli
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Eitt annað sem getur valdið þessu, ef að gúmitútturnar við endan á vindustöngunum að aftanverðu skemmast þá eiga stangirnar það til að ryðga fastar í dragliðnum sem þær sitja í. Svo þegar þú beygir og fjaðrar þá þarf stöngin aðeins að hreyfa sig og þá kemur smellur og brak.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Það var nú reyndar balansstangarfesting við vinstri spyrnuna sem hafði gefið sig, efri björgin var gengin upp og farið að gelta. Sást það illa þegar bíllinn stóð á sléttu, nýtt komið í og eintóm gleði;)
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
hef tekið eftir miklum óhljóðum í þessum bílum þegar maður beygjir í botn og bíllinn fjaðrar, það hefur ekkert gengið að finna út úr þessum hljóðum, tók eftir að það eru engin gúmmí á stoppurunum, en það reyndar í bílnum sem heyrist minnst í
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
ég var alltaf að heyra svona brak og bresti þegar ég beygði og það var í stoppurunum þar sem vantaði gúmmíð, svona núna um daginn kom aðeins öðruvísi hljóð og svo heyrðist bara einsog einhver hefði skotið af byssu, þá hafði vindustönginn brotnað í beygju.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Högg í framfjöðrun í Terrano
Maka koppafeiti reglulega í þessa stoppara til að dempa ískrið
Annars eru þessar vindustangir stórhættulegar vinnufélagi minn var einusinni að herða upp á vindustöng í pajero sem var skrúfaður upp fyrir 38" Það þurfti að slaka á stönginni til að gera eitthvern fjandann spyrnufóðringar minnir mig,
og auðvitað merkt hvar stöngin var fyrir og svo verið að herða upp að því þá smellur strekkiboltinn sundur og fleygist í gólfið og myndar þetta fína sár í stálið, að vísu fór þetta í svona burðarbita í boddíinu en hefði eflaust farið í gegn um venjulega gólfplötu,
síðan þá herði ég þessa bolta alltaf með lokuð augun :)
Annars eru þessar vindustangir stórhættulegar vinnufélagi minn var einusinni að herða upp á vindustöng í pajero sem var skrúfaður upp fyrir 38" Það þurfti að slaka á stönginni til að gera eitthvern fjandann spyrnufóðringar minnir mig,
og auðvitað merkt hvar stöngin var fyrir og svo verið að herða upp að því þá smellur strekkiboltinn sundur og fleygist í gólfið og myndar þetta fína sár í stálið, að vísu fór þetta í svona burðarbita í boddíinu en hefði eflaust farið í gegn um venjulega gólfplötu,
síðan þá herði ég þessa bolta alltaf með lokuð augun :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur