Xenon í IPF fiskiaugu?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá Haukur litli » 11.maí 2010, 18:26

Ég er með IPF fiskiaugu sem ég er að hugsa um að setja 35-55W HID í. Hefur einhver hérna gert þetta? Ég kann alveg að koma HID kerfinu fyrir og treysti mér alveg í að breyta ljósunum, en ég er ekki viss um litinn á HID perunum.

Fiskiaugun sía ljósið og gefa frá sér gulann geisla, allavega með halogen perum. Ég hef áhyggjur af því að kannski séu HID perurnar svo öflugar að geislinn verði hvítleitur. Ég sá gul Hella 500 þokuljós með 35W 6000K HID og ljósið var bara hvítt, samt er glerið á ljósinu alveg hlandgult og geislinn gulur með venjulegum halogen perum.

Að sama skapi gæti verið að ljósið ráði vel við að sía litinn, þá gæti verið að það væri of mikið að setja 3000K HID i ljósin.

Ætti ég bara að setja 3000K (gular perur) í ljósið og vona að það verði ekki svo dökk gult að ljósmagnið minnki, eða ætti ég að setja 4000-6000K perur (hvítar) og vona að ljósið verði nógu gult?



User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá DABBI SIG » 11.maí 2010, 23:49

Ég held þú setjir klárlega xenon með 3000-4300K lit í þetta. Allt ofar en það mun örugglega koma til með að verða hvítt eða jafnvel bara blátt ef glerið í augunum nær ekki að síja ljósið rétt í gegn.

Hitt er síðan annað mál hvort það sé eitthvað vit í að troða xenon peru í þetta, ég þori ekki að fullyrða hvort það sé í lagi eða ekki en það sem ég hugsa að gæti verið vandamál er hitinn í ljósunum, þú ert kominn með miklu meiri hita í perunum en venjulegum halogen perum og gætir þá þessvegna steikt glerin og jafnvel speglana í fiskiaugunum þar sem þetta eru svo lítil ljós. Ætla samt ekkert að fullyrða um það, bara svo hugdetta.
Annars er um að gera að prufa þetta bara!
-Defender 110 44"-


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá Hlynurh » 12.maí 2010, 01:01

Það er ekki alveg rétt hjá þér xenon frammkalla minni hita heldur enn halogen


Höfundur þráðar
Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá Haukur litli » 12.maí 2010, 11:28

Gasið sjálft í HID perum verður mjög heitt, en það er lítið af gasi. Ég var með 100W halogen í þeim og þau sjóðhitna en þola hitann vel. Ég færi í 35W eða 55W HID og það hitnar ekki mikið.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá Stebbi » 13.maí 2010, 01:04

Eina sem þú þarft að hafa áhyggjur af er hvort að plast hlutir í ljósinu þoli svona mikla UV geislun. Ef þetta eru ljós sem eru nánast öll úr gleri og stáli þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Svona HID perur grilla allt plast til helvítis á mun styttir tíma en nokkuð annað.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Xenon í IPF fiskiaugu?

Postfrá Haukur litli » 13.maí 2010, 13:42

Eina plastið sem ég hef tekið eftir er gúmmí-plast þéttingin þar sem vírarnir koma inn í ljósið. Húsið er úr álblöndu og linsurnar eru úr gleri, spegilinn er svo úr stáli. Þetta eru best smíðuðu ljós sem ég hef átt, smíðin er klassa fyrir ofan Hella 4000 ljósin.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur